Síða 1 af 1

Lagfæring á Fellihýsum

Posted: 11.mar 2010, 08:54
frá dabbi
Sælir félagar.

Núna er ég að spá í að laga til fellihýsið mitt fyrir sumarið.

þetta er Palamino hús á hjólbörudekkjum, Mig langar að setja það að örlítið breiðari dekk og hugsanlega setja það á loftpúða.

Mig langar að kanna hvort eitthver hefur útfært bremsur á svona (eða sambærilegu húsi) á nöf t.d. úr hilux (á þau til). maður þarf væntanlega að vera með forðabúr og bremsudælur (er það nothæft svona?) (á eitthver útbúnað í þetta?)

Nöfin sem eru á þessu erum með rafmangsbremsum sem gera ekki rass. langar allavega að skoða það að skipta því út í leiðinni, (líka auðveldara að fá felgur á toyota 6bolta naf heldur en 5bolta naf sem ég veit ekki hvort nokkuð annað sé með sömu gatadeilingu)

ég er ekki að eltast við að setja húsið á 38" heldur aðeins til að geta farið með það á malarveg var að hugsa um stór fólksbíladekk (jepplinga) eða 29-31" jeppadekk. Hafði þá hugsað mér að geta lagt það niður á púðum til að halda orginal hæð fyrir fortjald os.f.v



mbk
Dagbjartur

Re: Lagfæring á Fellihýsum

Posted: 17.mar 2010, 16:53
frá dabbi
er enginn með neina lausn á bremsum á svona hús? hvernig hafa þeir sem stækkað hafa þessi hús mixað þetta?

mbk
Dabbi

Re: Lagfæring á Fellihýsum

Posted: 17.mar 2010, 17:09
frá Einar
Ég man eftir að hafa séð stóra kerru sem var þannig útbúinn að kúlubeislið var fest á öxul sem gekk inn í rör á beislinu. Öxullinn gat síðan gengið nokkra sentimetra fram og aftur í rörinu/hulsunni eftir því hvort bíllinn togaði eða kerran ýtti á bílinn. Öxullinn var síðan tengdur við höfuðdælu úr einhverjum bíl með úrtökin fyrir frambremsurnar blinduð en afturbremsurnar tengdar við kerruhjólinn á venjulegan hátt. Mér var sagt að þetta rótvirkaði.

Re: Lagfæring á Fellihýsum

Posted: 17.mar 2010, 17:25
frá Stebbi
Gatadeilingin á Palomino er örugglega 5x4.5" sem er litla 5 gata deilingin. Felgur undan Cherokee, Explorer og Bronco II ættu að passa.

Re: Lagfæring á Fellihýsum

Posted: 19.mar 2010, 20:06
frá nobrks
Ramagnsbremsur eiga að geta bremsað nokkuð vel, ég hef drattast með orginal Off-road fellihýsi (1500kg) á 31" dekkjum og á miðjustillingu bremsaði það bílinn niður.
Það var eitthvað í umræðunni þega skoðunarskildan koma, að einhverjar tegundir fellihýsa voru með of litlar bremsur.

Image

Re: Lagfæring á Fellihýsum

Posted: 20.mar 2010, 17:51
frá Polarbear
SSSSSsssssssssælllllll... eitthvað hlýtur þetta að hvíla nokkur kílóin á króknum... :) veistu nokkuð hvað þetta er mörg kg. á krók á þessari mynd?

Re: Lagfæring á Fellihýsum

Posted: 21.mar 2010, 10:23
frá nobrks
Það er erfitt að segja, bíllinn var 5-600kg þyngri á afturhásingu og 1100kg á öxlinum á fellihýsinu. Ég sneri reyndar við í Moso og sótti mér hærri krók frá því að þessi mynd var tekin.
Það er reyndar mikill kostur að hafa svona langt beisli, því fellihýsið nær aldrei að sveifla bílnum neitt.