Síða 1 af 1

Gormar undir Musso

Posted: 13.maí 2011, 12:31
frá G,J.
Sælir.
Er að velta fyrir mér gormakaupum eftir "samsláttarferð" gærdagsins,grunar að
orginal gormarnir í mínum eðal Musso séu eitthvað farnir að slappast eftir tæplega
200.000 km akstur.
Bíllinn er á 35" og hækkaður á boddí um 5 cm, á ekki að duga fyrir mig að fá gorma
í orginal lengd eða ætti maður að lifta honum aðeins meira fyrir 35 tommuna?
Og hvar fær maður gorma í dag sem eru á siðsamlegu verði?

Mbk.
Guðmann

Re: Gormar undir Musso

Posted: 13.maí 2011, 13:16
frá toni guggu
Sæll ég er með 33" breyttan musso og fékk mér OME gorma fyrir ca 2 árum þá kostuðu þeir 20.000 kall báðir en hverrar krónu virði, að vísu hækkaði bíllinn um 4 cm en það er bara betra finnst mér.

kv Toni.

Re: Gormar undir Musso

Posted: 13.maí 2011, 13:38
frá Þorri
Ég keypti gorma í BSA kópavogi undir minn. Hann var með 5 cm klossa undir gormunum að aftan ef ég hefði tekið þá í burtu þá hefði hækkunin orðið 4 cm en ég læt þá vera og setti bílinn á stærri dekk. Er með hann núna á 35" og ekkert boddí hækkaður og kem 36" undir án vandræða.
Kv. Þorri

Re: Gormar undir Musso

Posted: 14.maí 2011, 12:22
frá G,J.
Sælir,
takk fyrir svörin. vitið þið hvað Benni var að lyfta þessum bílum fyrir 35" ?
Mér finnst þurfa að klippa meira úr hjá mér fyrir 35" (er með 5 cm boddí lift)
en vil helst ekki hækka meira en nauðsynlegt er,spurning hvort það sé einhver munur á 33 og 35"
breytingunni á þessum bílum?

Kv.GJ