Síða 1 af 1
Patrol undir Trooper
Posted: 10.maí 2011, 16:55
frá rabbimj
Sælir hér á spjallinu. Nú er ég búinn að fjáfesta í patrol hásingum sem eiga að fara undir Isuzu Trooper. Er einhver hér sem búinn er að fara í gegnum sams konar pakka og búinn að reka sig að þau vandamál sem þessu fylgja. Bara svona til að einfalda mér mér vinnuna :D
kv
Rabbi
Re: Patrol undir Trooper
Posted: 10.maí 2011, 20:53
frá Haukur litli
Var búinn að skrifa helling sem datt svo út, nenni ekki að endurskrifa það strax.
Við pabbi erum búnir að vera að þessu undanfarnar vikur í Troopernum hans. Spurðu bara, ég svara því sem ég get en spyr gamla að hinu.
Ég kannski set þessa punkta inn aftur þegar ég nenni.
Re: Patrol undir Trooper
Posted: 10.maí 2011, 21:16
frá GFOTH
ég er að fara í sama pakkan búinn að fá mér patrol rör
og endilega ef þú átt myndir skella þeim inn
kv. Fannar
Re: Patrol undir Trooper
Posted: 11.maí 2011, 10:53
frá rabbimj
Takk fyrir þetta Haukur.
Væri gaman að fá að vita eitthvað hvernig stífu mál voru leyst, hvort 4 link var sett undir eða orginal patrol setup-ið?
jafnvel hvort þið séuð með 4.625 hlutföllin og hvernig þau eru að koma út?
Er nóg að taka úr sambandi vacuum lokurnar að framan á orginal trooper hásingunni og nota manual lokurnar á pattanum?
Svo eru náttúrulega myndir alltaf vel þegnar :D
kv
Rabbi