Síða 1 af 1

VW viðgerðarmenn

Posted: 02.maí 2011, 15:52
frá nobrks
Ég er í smá brasi og vantar upplýsingar sem VW viðgerðarmenn geta vonandi svarað.

Mér vantar að vita hver spennan er á stillanlegu loftpúðadempurunum í Touareg?


Með fyrirfram þökk
Kristján

Re: VW viðgerðarmenn

Posted: 02.maí 2011, 20:51
frá nobrks
Það er rafsegull á demparanum sem stýrir flæði í gegnum ventil, ég er með upplýsingar um hver straumurinn á að vera, en vantar að vita spennuna.

Re: VW viðgerðarmenn

Posted: 03.maí 2011, 08:20
frá olihelga
Án þess að þekkja þetta kerfi nákvæmlega þá finnst mér alveg eins líklegt ef þér er gefin upp einhver straumur í upplýsingum þá skipti spennan ekki máli t.d. þá tapast alltaf spenna í lengri leiðslum en ekki straumur hann er alltaf sá sami, þetta nota menn til dæmis í þessum 4-20mA kerfum við iðntölvur bæði í inngöngum og útgöngum.
Kv, Óli

Re: VW viðgerðarmenn

Posted: 03.maí 2011, 18:27
frá Stebbi
Ertu viss um að þú hafir ekki fengið uppgefin hámarskstraum á seglinum. Spennan er sjálfsagt breytileg eftir því hvað ventillinn á að vera mikið opinn.

Re: VW viðgerðarmenn

Posted: 03.maí 2011, 20:24
frá nobrks
Þetta eru þær upplýsingar sem ég hef:
vw-touareg current.JPG

Re: VW viðgerðarmenn

Posted: 04.maí 2011, 08:21
frá olihelga
Miðað við þetta þá er ég enn vissari í minni sök spennan er ekki það sem skiptir máli heldur straumurinn.