Síða 1 af 1

Gúmmí fóðringar í Stífusmíði

Posted: 02.maí 2011, 15:32
frá dabbi
Sælir.

Ég er að fara í smá smíðavinnu í fellihýsinu mínu,

hvar er best/ódýrast að kaupa gúmmí og fóðringar sem eru nothæfar,

fór í ET áðan, þar voru þær uppseldar, en kosta venjulega uþb. 4þ kall stk, mig vantar líklega 6 stk.

þær eru líklega heldur efnismiklar fyrir Fellihýsasmíði

mbk
Dabbi

Re: Gúmmí fóðringar í Stífusmíði

Posted: 02.maí 2011, 15:45
frá sukkaturbo
Sæll Bílabúð Benna og biðja um Mussó fóðringar

Re: Gúmmí fóðringar í Stífusmíði

Posted: 02.maí 2011, 20:24
frá ellisnorra
Ég ætla líka að benda á snilldar hönnun undir kerrur. Ég sá þetta fyrst á kerru hjá Lalla Polarbear og pabbi smíðaði svo eftir þessu. Hlandeinfalt og rótvirkar. Ég stal mynd af þræðinum um háfjallahjólhýsið til útskýringar, Lalli á þessa mynd.

Image

Re: Gúmmí fóðringar í Stífusmíði

Posted: 03.maí 2011, 08:12
frá dabbi
elliofur wrote:Ég ætla líka að benda á snilldar hönnun undir kerrur. Ég sá þetta fyrst á kerru hjá Lalla Polarbear og pabbi smíðaði svo eftir þessu. Hlandeinfalt og rótvirkar. Ég stal mynd af þræðinum um háfjallahjólhýsið til útskýringar, Lalli á þessa mynd.

Image



Já hann Lalli er alveig með þetta, gallin við þetta er að til að setja sambærilegt undir fellihýsið hjá mér þurfa stífunar að vera svo fjandi langar, örugglega um 3 metrar. (það er hvergi hald nema fram undir beysli á húsinu) þá þarf að vera svo rosaleg efnisþykt í þessu.

Ég kíki í BB. eiga þeir þá líka til hólkana til að pressa fóðrínganar í?

mbk
Dabbi

Re: Gúmmí fóðringar í Stífusmíði

Posted: 03.maí 2011, 12:20
frá Kiddi
3-4 mm prófílar myndu sjálfsagt ganga í svona langa stífu...