Varahlutir í díselvélar.
Posted: 30.apr 2011, 17:04
Daginn.
Hefur einhver hér reynslu af því að panta sjálfur varahluti í Toyota díselmótora? Mig kemur til með að vanta stimpla, hringi, legur og sjálfsagt eitthvað fleira dót. Ég er bara rétt að byrja að rannsaka mótorinn minn að innan.
Geta einhverjir bent mér á traustar vefverslanir sem að selja þokkalegt gæðadót á eðlilegu verði, ég geri mér grein fyrir því að ég fæ ekki það ódýrasta og það besta á sama staðnum þannig ódýrustu kittin á ebay koma líklega ekki til greina.
Borgar sig yfirleitt að standa í að panta þetta sjálfur? Eru verslanirnar hér kannski alveg samkeppnishæfar í verði og gæðum?
Reynsluboltar á þessu sviði mega endilega ausa úr viskubrunnum sínum í þessum þræði.
Kv. Haffi
Hefur einhver hér reynslu af því að panta sjálfur varahluti í Toyota díselmótora? Mig kemur til með að vanta stimpla, hringi, legur og sjálfsagt eitthvað fleira dót. Ég er bara rétt að byrja að rannsaka mótorinn minn að innan.
Geta einhverjir bent mér á traustar vefverslanir sem að selja þokkalegt gæðadót á eðlilegu verði, ég geri mér grein fyrir því að ég fæ ekki það ódýrasta og það besta á sama staðnum þannig ódýrustu kittin á ebay koma líklega ekki til greina.
Borgar sig yfirleitt að standa í að panta þetta sjálfur? Eru verslanirnar hér kannski alveg samkeppnishæfar í verði og gæðum?
Reynsluboltar á þessu sviði mega endilega ausa úr viskubrunnum sínum í þessum þræði.
Kv. Haffi