Síða 1 af 1

Toyota 2L-t með vesen.

Posted: 25.apr 2011, 21:21
frá Jens Líndal
Sælir, ég er með 2000 árgerð af hilux með 2L-t sem er að tikka/banka frekar mikið. Þessi bíll er á 38 tommu dekkjum og kominn með intercooler og er ekinn um 218 Þús. Vandamálið er að hann byrjaði að tikka nýlega, þetta er þannig að þegar vélin er ræst köld þá malar hún eðlilega og gerir það í nokkrar mínútur en svo byrjar smá tikk og hverfur og kemur aftur en sé vélinni gefið aðeins inn þá byrjar hún að banka/tikka hraustlega, en hljóðið hækkar og lækkar á stöðugum snúning en hækkar með auknum snúningshraða, þetta breytist ekkert undir álagi sem útilokar að ég held örugglega stimpilbolta/stangarlegu þar sem þau hljóð breytast undir álagi og eru stöðug frá gangsetningu og hverfa ekki.
ég er búinn að mæla ventlabil og eru flestir ventlar of þröngir (en óhljóðin stafa frá einum ventli)
Ventlabil mældust er vélin var skítköld Pústv voru milli 0.35 -0.40 en eiga að vera 0.40-0.50 samkvæmt bókinni og 3 inntaksventlar mældust 0.10-0.15 en eiga vera 0.20-0.30.
En ein inntaksventillinn mældist 0.00 og skifti ég um þykktarstilli skinnu fyrr í dag og fór bilið í 0.15 en það er samt engin breyting á vélinni,
Ég var að hugsa hvort þetta gæti verið bilaður spíss sem gefur svona mikinn hávaða, en gangurinn í bílnum er eðlilegur svo mér fynnst það ólíklegt, en gæti verið möguleiki eða hvað????????????

Hefur einhver lent í svona veseni með 2L-T sem getur miðlað af reynslunni?? :)

Re: Toyota 2L-t með vesen.

Posted: 25.apr 2011, 23:26
frá ursus
mjög trúlega brotinn sveifarás inn í stangarlegu eða höfuðlegu. sem veldur tessu glamri.