hásinga væðing

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

hásinga væðing

Postfrá arni hilux » 25.apr 2011, 12:18

sælir félagar, ég er að spá í að fara að hásinga væða bílinn minn núna í sumar og var að spá hvort það væri mikið mál, mér hefur boðist cruser 70 hásing með gormum og stífum og öllu því sem til þarf og er að spá í því hvort að það sé mikið mál að henda því undir sjálfur og einnig ætla ég að setja 4 link undir að aftan hjá mér sem var undir runnara, það væri fínt ef menn myndu deyla reynslu sinni hérna svo maður gæti fræðst eitthvað og ef það hjálpar eitthvað þá er þetta hilux 2,4 bensín dubblari á klöfum að framan,

Árni


BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: hásinga væðing

Postfrá Sævar Örn » 25.apr 2011, 13:23

hæhæ þetta hefur verið milljón sinnum gert við bíl eins og þinn og því eflaust ekki erfitt að fá aðstoð og ráðleggingar tengda tegundinni

annars er þetta voða basic maður verður bara að vita nokkurnveginn hvernig maður vill hafa þetta þ.e. færslu á hasingunni og hverskyns fjöðrun osfv.


svo er bara listin að smíða og alveg búast við því að fyrsta tilraun takist ekki 100%

en það er eitthvað svo gaman að gera þetta allt sjálfur



er að gera svipað við súkkuna mína t.d.

viewtopic.php?f=9&t=3639&p=19408#p19408
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: hásinga væðing

Postfrá JonHrafn » 25.apr 2011, 18:00

Þetta er ekkert mál fyrir menn sem hafa aðstöðu í þetta og kunna sjóða. Menn hafa nú ekki verið hrifnir af því að nota 4runner 4linkið undir double cabs. Það skemmir aukatankapláss.


Höfundur þráðar
arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: hásinga væðing

Postfrá arni hilux » 25.apr 2011, 18:35

JonHrafn wrote:Þetta er ekkert mál fyrir menn sem hafa aðstöðu í þetta og kunna sjóða. Menn hafa nú ekki verið hrifnir af því að nota 4runner 4linkið undir double cabs. Það skemmir aukatankapláss.

já ég ætlaði að hafa minn á pallinum og bora bara beint niður í hinn tanki svo verður bara krani á slönguni á pallinum eða ég hafði hugsað mér það ódýrasta leiðinn;)
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)


Höfundur þráðar
arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: hásinga væðing

Postfrá arni hilux » 25.apr 2011, 19:05

[quote="Sævar Örn"]hæhæ þetta hefur verið milljón sinnum gert við bíl eins og þinn og því eflaust ekki erfitt að fá aðstoð og ráðleggingar tengda tegundinni

annars er þetta voða basic maður verður bara að vita nokkurnveginn hvernig maður vill hafa þetta þ.e. færslu á hasingunni og hverskyns fjöðrun osfv.


svo er bara listin að smíða og alveg búast við því að fyrsta tilraun takist ekki 100%

en það er eitthvað svo gaman að gera þetta allt sjálfur
er að gera svipað við súkkuna mína t.d.[/quote

já ég ætla ekki að færa neitt það á allta að vera eins nema gormar og hásingar að framan]
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hásinga væðing

Postfrá Startarinn » 25.apr 2011, 19:50

Ég setti 70 cruiser hásingu undir minn, það smellpassaði að setja gormaskálar úr gamla patrol (u.þ.b. 92') á grindina og nota svo afturgorma úr 90 cruiser. það þarf að færa hægri gormaskálina á hásingunni um 2-3 cm og skera 3-4 cm neðan af gormunum þar sem þeir bogna inn að miðju.
Meira að segja demparafestingarnar pössuðu hjá mér en ég held að það hafi verið búið að síkka patrol festinguna
Ég notaði allt úr 70 cruisernum sem ég gat, arminn á maskínuna, togstöng og þverstífu, ég færði stýrismaskinuna neðar og lengdi bara stöngina frá stýri að maskínu.

Ég færði hásinguna minnir mig um 2-3 cm, sem var það mesta sem ég taldi mig komast upp með án þess að nota maskínuna úr 70 cruiser.
Síðan síkkaði ég bara festingarnar fyrir stífurnar þar til ég var kominn með 10° hallann sem ég vildi á spindlana

Kannski hjálpa þessar myndir eitthvað:
[url]http://www.facebook.com/media/set/fbx/?set=a.1096439744635.15489.1635848940&l=7c37d6181a
[/url]
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: hásinga væðing

Postfrá arni hilux » 25.apr 2011, 20:53

Startarinn wrote:Ég setti 70 cruiser hásingu undir minn, það smellpassaði að setja gormaskálar úr gamla patrol (u.þ.b. 92') á grindina og nota svo afturgorma úr 90 cruiser. það þarf að færa hægri gormaskálina á hásingunni um 2-3 cm og skera 3-4 cm neðan af gormunum þar sem þeir bogna inn að miðju.
Meira að segja demparafestingarnar pössuðu hjá mér en ég held að það hafi verið búið að síkka patrol festinguna
Ég notaði allt úr 70 cruisernum sem ég gat, arminn á maskínuna, togstöng og þverstífu, ég færði stýrismaskinuna neðar og lengdi bara stöngina frá stýri að maskínu.

Ég færði hásinguna minnir mig um 2-3 cm, sem var það mesta sem ég taldi mig komast upp með án þess að nota maskínuna úr 70 cruiser.
Síðan síkkaði ég bara festingarnar fyrir stífurnar þar til ég var kominn með 10° hallann sem ég vildi á spindlana

Kannski hjálpa þessar myndir eitthvað:
[url]http://www.facebook.com/media/set/fbx/?set=a.1096439744635.15489.1635848940&l=7c37d6181a
[/url]


hvernig er það þegar það er búið að hækka boddy fyrir 38'' og það er ekkert búið að skera,ég var þá að spá í að lækka hannaftur og skera en þarf ég þá að breyta stýrisdælunni og því öllu það er búið að lenga arminn sem fer úr dælunni og uppí stýri, maður er bara svo fá fróður um þetta;)
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)


armannd
Innlegg: 281
Skráður: 27.okt 2010, 20:53
Fullt nafn: Ármann Daði Gíslason
Bíltegund: Hilux dcxc

Re: hásinga væðing

Postfrá armannd » 25.apr 2011, 21:05

þú notar maskínu úr klafabíl færð armin úr cruser eða lætur smíða ef þú lækkar hann á boddýi þá þarftu að hækka hann meira á gormum sem er ekki gott og efast þú þurfir að breyta stöngini úr stýri og niðrí maskínu

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: hásinga væðing

Postfrá karig » 25.apr 2011, 21:09

Hversu síð er stífufestingin á grindinni eða hvað er langt úr neðri brún á grind í miðjan stífuendann? Síkka menn maskínuna til að togstöngin halli jafnt þverstífunni? Kv, Kári.

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: hásinga væðing

Postfrá karig » 26.apr 2011, 13:04

hversu mikið lækkið þið stýrismaskínuna? Kv, Kári.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hásinga væðing

Postfrá Startarinn » 26.apr 2011, 19:27

Ég færði festinguna sem er ofan á grindinni, undir grindina og setti maskínuna svo eins nálægt efri brún grindar og ég gat, núna vísar öxullinn beint niður úr maskínunni í staðinn fyrir að halla eins og áður. Ég þurfti örugglega að færa að minnsta kosti annað rörið gegnum grindina, ég man bara ekki hvort ég lét frema rörið halda sér og færði hitt. Ég reyndar bætti við röri.
Ég byrjaði á að breyta maskínunni og stillti svo hallan á þverstífunni eftir því, ég lét bílinn standa í hjólin með togstöngina tengda og var með gráðustillt hallamál og stillti hallann á þverstífunni eins, mig minnir að hallinn sé 2-3°hjá mér.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hásinga væðing

Postfrá Startarinn » 26.apr 2011, 19:35

Eitt sem mér finnt alveg nauðsynlegt að gera við þessar hásingar, það er uppfærsla á bremsum, 70 cruiser dótið eru varla hægjur miðað við orginal klafadótið.

Einfaldasta leiðin er að láta 70 cruiser nöfin halda sér, nota frekar millilegg undir felguna ef hásingin þarf að ná fullri breidd á afturhásingu klafabíls, setja við þetta diska úr 60 cruiser og bremsudælurnar af klafabílnum, þetta er nánast plug and play. Það eina sem þarf að breyta er að beygja bremsurörin aðeins til úr klafadótinu og klippa úr hlífinni kring um diskinn til að dælan komist fyrir, en klafadælan er aðeins stærri um sig en dælan úr 70 cruiser.

Ekki nóg með að maður fái bremsukraftinn úr klafadælunum heldur er 60 cruiser diskurinn 12mm stærri í þvermál en diskurinn úr klafabílnum og kældur (jafn stór og 70 cruiser sem er með einfaldan disk). Minn bíll hefur allavega aldrei bremsað jafnvel og hann gerir eftir þessa breytingu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: hásinga væðing

Postfrá Nóri 2 » 03.maí 2011, 11:04

það er ekki nokkur spurning að færa hásinguna framar ef að þú ættlar að vera að brasa í þessu á annað borð, fint að færa hana svona 8-10cm framar og þá kemuru 44'' undir hann í framtíðinni!

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: hásinga væðing

Postfrá karig » 03.maí 2011, 11:36

Takk fyrir þetta, nú er bara spurning hversu langt maður færir hásinguna fram, 3 cm er nóg til að koma 38 vel fyrir en kannski vissara að fara ca 5-6? Þarf ekki að lengja drifskaftið til samræmis? Kv, Kári.


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: hásinga væðing

Postfrá Nóri 2 » 03.maí 2011, 11:48

jú það þarf að lengja það, ég færði hásinguna hjá mér framar um 8cm og það passar bara mjög vel fyrir 44''


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 51 gestur