Síða 1 af 1

Fox Racing Shox

Posted: 04.mar 2010, 10:46
frá Goði
Góðan daginn,

Ég er að breyta 2 dyra Explorer á 44" og er spenntur fyrir fjöðrun frá Foxx, eftir að hafa skoðað heimasíðuna þeirra er ég litlu nær. Er einhver hér sem þekkir þetta og gæti ráðlagt mér hvað ég ætti að fá mér.
Ég er að leita að einhverju með 10-12 tommu travel, bíllinn verður ca. 2100 kg. óhlaðinn.

Kv.HG

Re: Fox Racing Shox

Posted: 04.mar 2010, 13:52
frá gislisveri
Hvað ertu að tala um?
Lofttjakkana þeirra, coilovera, eða bara Fox dempara með hvers konar fjöðrunarbúnaði?
Kv.
Gísli

Re: Fox Racing Shox

Posted: 04.mar 2010, 22:14
frá Goði
Það er nú málið, ég veit þetta ekki almennilega, er helst að spá í einhvers konar gormalausa fjöðrun frá þeim.
Var bara að spá hvort einhverjir þekkja þetta vel og/eða hafa notað þetta frá þeim í ferðabílum. Ég hef séð þetta í einhverjum keppnisbílum og datt í hug að þetta gæti virkað vel í ferðabíl.

Re: Fox Racing Shox

Posted: 26.mar 2010, 08:25
frá Phantom
Sæll,

Einfaldast fyrir þig er að taka saman,

Þyngd framan og aftan
Þyngd á hásingum með dekkjum og felgum

Ætluð notkun

Sendu svo á þá og biddu þá um að ráðleggja þér og setja fram uppsettningu með þeim dempurum, coilovers sem eru í boði.

Tekur svo það sem þú ert til í að eyða í.

En ath að ef þú ferð í coilover uppsettninguna áttu í hættu á að þurfa að skipta um gorma ef þú ert ekki sáttur og það er þá hægt að smíða þá ef þú tímir ekki að panta nýja.

Dempararnir frá þeim duga marga stífleika af gormum svo það verður ekki vandamál.

Kveðja
Svanur

Re: Fox Racing Shox

Posted: 26.mar 2010, 10:00
frá SiggiHall
Phantom wrote:
En ath að ef þú ferð í coilover uppsettninguna áttu í hættu á að þurfa að skipta um gorma ef þú ert ekki sáttur og það er þá hægt að smíða þá ef þú tímir ekki að panta nýja.

Dempararnir frá þeim duga marga stífleika af gormum svo það verður ekki vandamál.

Kveðja
Svanur


Sæll, eru þeir þá smíðaðir hér heima? og er ódýrara að láta smíða fyrir sig gorma en að kaupa bara aðra?