Síða 1 af 1

ARB spurning

Posted: 19.mar 2011, 09:54
frá KÁRIMAGG
Ég er með arb framan og aftan og lásinn tekur ekki alltaf að aftan svo ég ætlaði að ath þrýsting frá dælu og sé þa að rörið að lásnum er fullt af GÍROLÍU. Er einhver sem veit hvað er að gerast hjá mér ?

Re: ARB spurning

Posted: 19.mar 2011, 10:05
frá JonHrafn
Er þetta ekki dæmi um að O hringirnir í læsingunni eru ónýtir?

Re: ARB spurning

Posted: 19.mar 2011, 10:09
frá KÁRIMAGG
það er samt enginn loftleki

Re: ARB spurning

Posted: 19.mar 2011, 11:54
frá Járni
Það hlýtur nú að benda til að hringirnir séu orðnir örlítið slappir, ertu búinn að athuga hvort öndunin á drifinu sé í lagi?

Re: ARB spurning

Posted: 19.mar 2011, 12:34
frá Óskar - Einfari
Olía í lögn getur þýtt stífluð öndun á hásingu eða ónýtir þéttihringirnir sem eru við aðra hliðarleguna á lásnum... þeir lifa bara ákveðið lengi sem er eini gallin við þessa lása.... er dælan að fara oft í gang þegar þú setur lásin á.... ef svo er, er nánast örgut að þetta eru þéttihringir.... þú getur líka sett lásin á, farið undir bílin og hlustað, ef það blæs loft út um öndunina eða þú heyrir í loftbólum í olíunni þá er þetta þéttihringirnir.

Kv.
Óskar Andri

Re: ARB spurning

Posted: 19.mar 2011, 13:12
frá KÁRIMAGG
Óskar - Einfari wrote:Olía í lögn getur þýtt stífluð öndun á hásingu eða ónýtir þéttihringirnir sem eru við aðra hliðarleguna á lásnum... þeir lifa bara ákveðið lengi sem er eini gallin við þessa lása.... er dælan að fara oft í gang þegar þú setur lásin á.... ef svo er, er nánast örgut að þetta eru þéttihringir.... þú getur líka sett lásin á, farið undir bílin og hlustað, ef það blæs loft út um öndunina eða þú heyrir í loftbólum í olíunni þá er þetta þéttihringirnir.

Kv.
Óskar Andri

Dælan er ekki að fara oft í gang og enginn loftleki finnst