Síða 1 af 1
samansláttur að framan
Posted: 13.mar 2011, 19:18
frá helgiaxel
Sælir félagar, núna er ég að munstra hásingunni undir hjá mér að framan, ég er að velta fyrir mér hvað ég ætti að að hafa samansláttinn þ.e hvað ég leyfi honum að fjaðra mikið upp. og einnig, hafa menn verið að setja mýkri garma að framan en að aftan, það hljómar e-h vegin eðlilega fyrir mér en kanski er það vitleysa.
Kv
Helgi Axel
898-6514
Re: samansláttur að framan
Posted: 13.mar 2011, 20:08
frá RunarG
í hvernig bíl er þetta?
gamlan patrol?
Re: samansláttur að framan
Posted: 13.mar 2011, 20:15
frá helgiaxel
nei, þetta eru patrol hásing sem ég er að setja undir Galloper,
Re: samansláttur að framan
Posted: 14.mar 2011, 21:21
frá arntor
félagi minn er ad rada saman 4link ad framan undir hiluxinn hjá mér, er med 22cm dempara, stillum tad tannig ad hann geti fjadrad 10cm saman, en 12cm sundur. er med samsláttarpúda sem ganga 4cm saman tannig ad tad eru 6cm milli plansins og púdans. tegar hann stendur í hjólin
Re: samansláttur að framan
Posted: 14.mar 2011, 23:37
frá Kiddi
Eins mikið og hægt er áður en hásingin eða dekkin rekast í eitthvað.
Re: samansláttur að framan
Posted: 16.mar 2011, 08:25
frá helgiaxel
Vitið þið hvað samsláttarpúðarnir frá N1 sem eru holir að innan ganga mikið saman? þeir eru 12cm langir og gatið nær um 8 cm inn í þá.
Kv
Helgi Axel