Síða 1 af 1

Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 08.mar 2011, 20:36
frá Kiddi
Nú fer að koma að því að festa bensíntankana í jeppann, tvo áltanka smíðaða úr 2.5mm efni.
Ég hafði hugsað mér að smíða undir þá eins konar körfu úr vinklum og þess háttar sem boltuð er í grindina. Tankarnir sitja þá í henni og ofan við þá set ég einangrunardýnu (eða eitthvað álíka) sem klemmist þá á milli þeirra og gólfsins. Með því að gera þetta svona þá ætti að reyna lítið á álið og koma í veg fyrir að sprungur láti sjá sig.

Það sem mig vantar er eitthvað gúmmí eða álíka, til að leggja á milli vinklanna og tankanna. Þetta þarf að vera hægt að festa á vinklana og vera til friðs þar. Hafið þið einhverjar hugmyndir hvar hægt væri að finna eitthvað hentugt til þessara nota?

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 08.mar 2011, 20:37
frá ellisnorra
Gúmmíslöngu (úr dekki) ?

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 08.mar 2011, 20:47
frá Kiddi
Já ég hef velt því fyrir mér en er eitthvað smeykur um að hún verði ekki til friðs...

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 08.mar 2011, 20:47
frá Polarbear
sammála Ellaofur, ég myndi límkítta þykka trukkaslöngu á vinklana.

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 08.mar 2011, 20:51
frá Kiddi
Já einhvern veginn hefur mér fundist sem þetta þyrfti að vera þykkara en trukkaslangan gæti verið það sem ég er að leita að. Allar aðrar uppástungur eru samt vel þegnar!

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 08.mar 2011, 21:03
frá LFS
þu getur notað gummipakkningar efni þu getur fengið mismunandi þykktir og skorið eða klippt þettað ut einsog þer hentar ! eg notaði það i bil sem eg var að gera upp og virkaði fint !

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 08.mar 2011, 22:52
frá Þorri
Þú getur fengið allskonar gúmmí þykkt og þunnt ég hef verslað við fossberg þegar mig hefur vantað gúmmí í pakkningar og fleira. Á mera að segja til einhverja afganga sem þú gætir skoðað ef þig vantar hugmyndir.
kv. Þorri

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 09.mar 2011, 20:12
frá arni87
Ég notaði stama gúmmímottu fyrir færibönd hún var ca 6mm þikk þegar ég setti annan tank undir gamlan Volvo vörubíl, það er búið að vera til friðs í 4 ár.
Það ætti að vera hægt að fá afskurð hjá gúmmívinnustofunni.
Ég þorði ekki öðru en að klína smá kítti með á borðana.

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 09.mar 2011, 23:25
frá nobrks
Poulsen er með gúmmí í mörgum þykktum , selt í metravís

Re: Gúmmí"fóðring" í bensíntanksfestingu

Posted: 10.mar 2011, 03:05
frá Hfsd037
Poulsen eru með mjög gott úrval af allskonar gúmmíi hitaþolið olíuþolið eða ó-olíuþolið
ég myndi kíkja á þá og þar ættir þú að finna þykkt gummí við hæfi
en vertu samt með málið á breyddinni á hreinu því hann sker niður langsum úr heilli rúllu
Poulsen selur gúmmí í kíló verði sem er um 5 þús kg, en þú þarft örugglega ekki 1 kg býst ég við