Navara d22 eldsneytis bras!!!
Posted: 25.júl 2025, 19:00
Ég er með 2004 árg af Nissan Double cab sem hegðar sér einstaklega skemmtilega núna eða hitt og heldur. Það var sett útá smá hráolíuleka í skoðun fyrir stuttu sem kom í ljós álit var útaf ryðguðum olíulögnum. Ég skipti um lagnir, skipti út "sender og pickup unitið" í tanknum, hráolíusíu og loft tæmdi kerfið eftir kúnstarinnar reglum. En núna missir hann alltaf niður olíuna ef drepið er á honum í meira en hálftíma. Prófaði að setja rafmagnsdælu til að halda olíunni uppi en það breytti engu. Hann fer oftast í gang fyrir rest, þegar maður er búinn að pumpa upp olíuna í LANGAN tíma og gengur alveg eðlilega eftir það.
Hvað veldur eiginlega?? Ég er alveg að verða lost hvað þetta varðar!
Mbk Jóhann Snær
Hvað veldur eiginlega?? Ég er alveg að verða lost hvað þetta varðar!
Mbk Jóhann Snær