Síða 1 af 1
Diesel leki í Hilux.
Posted: 01.mar 2011, 12:54
frá isak2488
Ég er með 90 módel af Hilux með 84-88 módel af diselvélinni (ekki vitað nákvæmlega uppá ár) og hún tók uppá því að byrja að mígleka dieselolíunni. Lekinn kemur undan tímareimarhlífinni framan á vélinni, veit einhver hvað gæti gengið á hjá mér. vantar að fá einhvern laginn til að gera við þetta fyrir mig. (helst svart og sykurlaust).
isak2488@gmail.com eða 8481190.
Re: Diesel leki í Hilux.
Posted: 01.mar 2011, 15:37
frá StefánDal
hljómar eins og pakkdós framan á olíuverkinu, bakvið hjólið.
Re: Diesel leki í Hilux.
Posted: 01.mar 2011, 21:44
frá isak2488
sæll. þig vantar ekki smá vinnu? :)
Re: Diesel leki í Hilux.
Posted: 01.mar 2011, 22:49
frá StefánDal
Hehe eiginlega ekki eins og er. En það eru margir einstaklingar hérna sem taka að sér svona verkefni, flestir sennilega færari og fljótari en ég;) gætir prufað að senda mail á bragigg hérna á spjallinu. Ég myndi samt skoða þetta sjálfur. 10mm toppur til að losa hlífina, kemst kannski upp með að spenna hana frá annars losar þú líka sveifarás trissuna. Losar svo hjólið af olíuverkinu og skiptir um pakkdósina. Hljómar auðvelt en getur auðveldlega breyst í spennandi og langt ævintýri:)
Re: Diesel leki í Hilux.
Posted: 01.mar 2011, 23:56
frá ellisnorra
Stebbi þetta er ekki alveg svona auðvelt, til að gera þetta alminnilega þarf að rífa allt framan úr húddinu, viftu, vatnskassa, öll tímalokin og fleira dót í kring því það þarf að tíma bílinn inn aftur og það er nú skárra að það sé gert 100%...
Re: Diesel leki í Hilux.
Posted: 02.mar 2011, 12:29
frá Sævar Örn
ja ef eg man rétt þá er tímagír sem drífur olíuverkið sem svo framlengist fram á tímareimina sem þýðir að þetta er ábyggilega hátt í 10 tíma verk á verkstæði :)
En alveg reynandi fyrir vanann mann eða bifvélavirkja í skúr, lítið af sérverkfærum og oft dugar að merkja olíuverkið á réttan stað ef ekki er verið að taka það í sundur og skipta um eitthvað í því.
Re: Diesel leki í Hilux.
Posted: 02.mar 2011, 18:49
frá Stebbi
Tímareimin kemur yfir olíuverkið. Ef það væri gír á milli þá væri einfaldlega hægt að taka olíuverkið úr án þess að losa reimina.