Síða 1 af 1

Nýung, "gegnsæir" slípidiskar

Posted: 14.feb 2025, 10:20
frá jongud
Sá þetta þegar ég renndi gegnum youtube færslu hjá Cutting edge engineering australia.
Slípidiskur með raufum, þannig að maður sér í gegnum hann þegar verið er að vinna með honum.
https://au.pferd.com/en/cc-grind-view-with-victograin-abrasive-grain

https://www.youtube.com/watch?v=c0dTs1_sZpY

Re: Nýung, "gegnsæir" slípidiskar

Posted: 15.feb 2025, 00:33
frá íbbi
þetta hefur verið til í einhvern tíma í nokkrum útfærslum, ég hef notað eina þeirra og það er allt í lagi. en ég sé nú ekki fyrir mér að fara skipta út cubitron fyrir þetta

Re: Nýung, "gegnsæir" slípidiskar

Posted: 16.feb 2025, 15:46
frá Sævar Örn
Góðan dag, ég hef um árabil notað áþekkar flipaskífur með raufum til að slípa niður suður í boddýstáli, mjög hentugt að sjá akkúrat það sem maður er að slípa án þess að vera sífellt að færa rokkinn til.

Þetta er þó engin nýjung hvað það varðar, held að þetta hafi verið til hjá Bílanaust í áraraðir, og ég hafði einhverntíma keypt svona í pakka hjá FerroZink einnig.

Slípiskífur beinlínis hef ég ekki séð með þessari útfærslu fyrr, ef þetta er sannarlega svoleiðis, en flipaskífurnar nota ég aðeins í fínni vinnu og þannig endast þær ótrúlega vel.

https://bilanaust.is/vara/4664-125-60-5 ... h-cool-k60