Daginn
Er það ekki rétt metið hjá mér að það er miklu öruggara að vera með true track að framan í staðin fyrir nospin á mjög stuttum jeppa sem er ónegldur þegar maður er að keyra í hálku og öðru á vegum úti í fjórhjóladrifinu. Kæmist kannski upp með að hafa nospin að framan ef ég væri á negldum dekkjum og keyra þá í afturhjóladrifi, vil helst ekki vera prófa of mikið að keyra í fjórhjóladrifinu með nospin framan því ekki ætla ég að finna þetta út kominn á hvolf utan vegar..
no-spin vs true track framan
-
- Innlegg: 2677
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: no-spin vs true track framan
Jú það er talið mun öruggara að vera með True-track.
Með No-spin getur jeppi orðið meira en lítið uppátækjasamur í beygjum, sérstaklega ef það er hált.
Með No-spin getur jeppi orðið meira en lítið uppátækjasamur í beygjum, sérstaklega ef það er hált.
Re: no-spin vs true track framan
Ég held að góður bílstjóri sé meira mál en læsing. Ef þú þekkir jeppann og veist hvernig hann mun bregðast við.
Hvað ertu hræddur um að gerist?
Hvað ertu hræddur um að gerist?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 210
- Skráður: 31.mar 2010, 19:18
- Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson
Re: no-spin vs true track framan
Ég er hræddur við að bíllinn svari ekki stýri eðlilega þegar ég keyri hann í fjórhjóladrifinu á malbiki með snjó og hálkubletti og svoleiðis, að ég fari að slást við hann þar sem hann er að reyna undirstýra mér útaf veginum eða í veg fyrir bíl.
Maður myndi aldrei keyra jeppa loftlæstan framan og aftan á þjóðvegum og þar sem no-spin er alltaf læstur nema hann fái ákveðið feedback frá malbikinu til að losa um lásinn, þá er þetta áhætta.
Hef heyrt af því að þeir sem voru með nospin eða soðið að framan áur fyrr, keyrðu jeppan bara í afturhjóladrifinu í vegakstri, en voru þá með 400 nagla í dekki :) það er ekki á dagskránni hjá okkur, þannig þá erum við að reyna gera þetta af viti.
Maður myndi aldrei keyra jeppa loftlæstan framan og aftan á þjóðvegum og þar sem no-spin er alltaf læstur nema hann fái ákveðið feedback frá malbikinu til að losa um lásinn, þá er þetta áhætta.
Hef heyrt af því að þeir sem voru með nospin eða soðið að framan áur fyrr, keyrðu jeppan bara í afturhjóladrifinu í vegakstri, en voru þá með 400 nagla í dekki :) það er ekki á dagskránni hjá okkur, þannig þá erum við að reyna gera þetta af viti.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: no-spin vs true track framan
spyr fáfróður.... hvernig veit maður hvort er í bílnum? var að eignast tæki með einhverskonar svona lás í fram og afturdrifi en veit ekki hvort það er truetrack eða nospin.... er einhver leið að fá úr því skorið á einfaldan hátt án þess að rífa í spað?
-
- Innlegg: 2677
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: no-spin vs true track framan
Polarbear wrote:spyr fáfróður.... hvernig veit maður hvort er í bílnum? var að eignast tæki með einhverskonar svona lás í fram og afturdrifi en veit ekki hvort það er truetrack eða nospin.... er einhver leið að fá úr því skorið á einfaldan hátt án þess að rífa í spað?
Það er tiltölulega auðvelt að finna út úr því. No-Spin er með alveg sérstaklega eiginleika; Öxlarnir kúpla sér út þegar átak kemur frá dekkinu.
Þessi tvö víeó sýna þetta vel;
https://www.youtube.com/watch?v=AuZqG7pTabw
https://www.youtube.com/watch?v=EDMEGM2nKdU
Þannig að ef þú ert með no-spin þá áttu að geta tjakkað annað dekkið á loft og snúið því jafnvel þó að jeppinn sé í gír eða park, þ.e. drifskafti snýst ekki.
Það er ekki hægt að gera með true-track.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: no-spin vs true track framan
takk fyrir þetta svar, en þá er annað. það er alveg hálfhringur í "dauðaslagi" á pinion hjá mér. er það eðlilegt með annan hvorn þessara lása eða er drifið að deyja hjá mér? þetta veldur því að stundum, sér í lagi undir litlu álagi þá eru skiptingarnar milli gíra mjög violent (mikil högg).
-
- Innlegg: 2677
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: no-spin vs true track framan
Polarbear wrote:takk fyrir þetta svar, en þá er annað. það er alveg hálfhringur í "dauðaslagi" á pinion hjá mér. er það eðlilegt með annan hvorn þessara lása eða er drifið að deyja hjá mér? þetta veldur því að stundum, sér í lagi undir litlu álagi þá eru skiptingarnar milli gíra mjög violent (mikil högg).
Hvernig hásing er þetta?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: no-spin vs true track framan
jongud wrote:Hvernig hásing er þetta?
þetta er 9" ford afturhásing skilst mér, 5 gata stóra deilingin með semifloating öxlum. ég er ekki expert í þessum málum og ekki búinn að eiga þennan bíl lengi..
-
- Innlegg: 2677
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: no-spin vs true track framan
Polarbear wrote:jongud wrote:Hvernig hásing er þetta?
þetta er 9" ford afturhásing skilst mér, 5 gata stóra deilingin með semifloating öxlum. ég er ekki expert í þessum málum og ekki búinn að eiga þennan bíl lengi..
Þá myndi ég taka áfyllingartappan úr og kíkja inn um leið og pinjóninum er snúið í báðar áttir. Þannig er hægt að dæma hvort slagið er í pinjón/kambi eða í drifinu. Það getur verið ótrúlega mikið slag í mekkanóinu í drifinu sem væri kannski í lagi, en slag í pinjón/kambi er vont.
Re: no-spin vs true track framan
Polarbear wrote:takk fyrir þetta svar, en þá er annað. það er alveg hálfhringur í "dauðaslagi" á pinion hjá mér. er það eðlilegt með annan hvorn þessara lása eða er drifið að deyja hjá mér? þetta veldur því að stundum, sér í lagi undir litlu álagi þá eru skiptingarnar milli gíra mjög violent (mikil högg).
Ertu viss um að þetta komi frá afturdrifi?
Ef bíllinn stendur í hjólinn og er í bremsu, nærðu að hreyfa aftur skaftið ef millikassinn er í nautral?
Gæti þetta verið ofar? Er keðju millikassi?
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur