Hækka bíl með klafi

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
AlexanderHar
Innlegg: 7
Skráður: 26.sep 2024, 00:03
Fullt nafn: Alexander Haraldur Teitsson
Bíltegund: L200

Hækka bíl með klafi

Postfrá AlexanderHar » 26.sep 2024, 16:06

Hvað eru fólk að gera til þess að hækka bíla með klafi?



User avatar

jongud
Innlegg: 2695
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hækka bíl með klafi

Postfrá jongud » 27.sep 2024, 08:13

Það fer allt eftir því hvernig klafasýstemið er. Stundum er allt saman brennt af grindinni, stálprófíll settur á milli og soðið á hann þannig að klafarnir standi neðar. Og þá eru efri klafafestingarnar stundum lækkaðar niður og stundum ekki. Ef ekki eru fengnir lengri spindilarmar eða millistykki.
Oft er líka hægt að hækka klafabíla upp um 1 til 1-1/2 tommu á klöfunum, en þá tapast oft fjöðrun niður á við (dropp)
En það er mismunandi eftir tegundum hvernig er farið að og hversu erfitt það er.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hækka bíl með klafi

Postfrá StefánDal » 03.feb 2025, 22:18

Ef þú ert að tala um eldri týpuna af L200 (sé að þú ert með L200 í bíltegund í prófílnum þínum) þá er hægt að herða á boltanum fyrir vindustangirnar. Það borgar sig ekki að gera of mikið samt. Í Trooper er einn hringur ca 1/4" í hækkun.


Höfundur þráðar
AlexanderHar
Innlegg: 7
Skráður: 26.sep 2024, 00:03
Fullt nafn: Alexander Haraldur Teitsson
Bíltegund: L200

Re: Hækka bíl með klafi

Postfrá AlexanderHar » 10.mar 2025, 06:21

Er hægt að skrúfa meira upp í stönginni ef að ég kaupi eitthvað sterkara? T.d. Ome stöng?


Höfundur þráðar
AlexanderHar
Innlegg: 7
Skráður: 26.sep 2024, 00:03
Fullt nafn: Alexander Haraldur Teitsson
Bíltegund: L200

Re: Hækka bíl með klafi

Postfrá AlexanderHar » 10.mar 2025, 06:30

Er með 99 l200 sem er 38” breyttur en er alveg rosalega lár að framan og doldið mikið hærri að aftan. Búið er að breyta hásingunni að aftan yfir á gormafjöðrun, landrover stífur og gormar. Er bara að spá hvort að það væri einhver leið á að hækka hann að framan svo að þetta jafnast út.

User avatar

jongud
Innlegg: 2695
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hækka bíl með klafi

Postfrá jongud » 10.mar 2025, 07:28

Ég myndi athuga með að skrúa upp á klöfunum fyrst. En þá er um að gera að tjakka allan framendan upp fyrst og athuga hversu mikið dropp er í klöfunum fyrir. Einnig athuga hvað er mikill halli á framsköftunum upp á álag á liðina. Hvernig eru framöxlarnir eins og hann stendur núna?


Snæri
Innlegg: 14
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: Hækka bíl með klafi

Postfrá Snæri » 11.mar 2025, 18:31

Er búið að breyta staðsettningunni á spyrnunum eða færa drifið? ef spyrnurnar eru færðar til og drifið ekki fært jafnt við það og fjöðrunar geometríunni breytt, þá getur þú lent í því að öxullinn sé að ganga meira til en venjulega. oftast er það liðurinn út við hjól sem er fastur og liðnum upp við drif leyft að fljóta. það er lang best að bara losa vindustöngina frá og hreyfa hjólið/liðin um fjöðrunar sviðið og sjá hvort öxullinn sé nokkuð að rekast í við liðinn eða sé við það að ganga út úr sætinu.
oftast er miðað við c.a. 25 gráðu halla max með fljótandi liðum (plunging cv joint) og 45 gráður með föstum liðum (non-plunging CV joint)

ef liðirnir eru vel innan við 25gráðurnar og allt lýtur vel út, þá er bara að skrúfa vel í klöfunum, passa bara að þú tapar sundurslætti sem nemur því sem að klafinn er skrúfaður upp um.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur