Forhitun í soggrein í stað glóðarkerta
Posted: 23.sep 2024, 10:22
Mér datt í hug að deila með ykkur smá föndri..
Nú er farið að kólna í veðri og minn annars ágæti Isuzu Trooper greindist með fæðingargalla.
Glóðarkertin eru föst og einhver fyrri eiganda hefur brotið þau við að reyna að ná þeim úr. Sem betur fer er hausinn bara brotinn á þeim (þeas. hann snýst en leggurinn er fastur) en ekki brotið framan af þeim sem mér skilst að hafi verið algengt við slíkar æfingar.
Ég ákvað að framkvæma hugmynd sem ég hef gengið með í kollinum lengi. Að koma fyrir einhverskonar hitunarbúnaði í soggreinina.
Eftir smá vangaveltur ákvað ég að nota glóðarhaus-glóðarkerti-eldvörpu (eða hvað menn annars vilja kalla það) eins og algengt var í dráttarvélum hér áður fyrr og komst að því að hann er hægt að kaupa í Aflvélum á Selfossi.
Það þurfti hinsvegar að finnahonum stað. EGR pungurinn blasir við manni á besta stað á soggreininni og ég ákvað að afleggja hann og koma glóðarhausnum fyrir í hans stað.
En þar sem EGR pungurinn sér um að opna og loka fyrir púst inn á soggrein þá þurfti ég fyrst að loka fyrir það pústmegin á heddinu. Á 4jx1 vélinni í Trooper liggja pústgöngin í gegnum heddið fremst og þar inn á soggrein.
Þá fyrst var hægt að koma glóðarhausnum fyrir. En fyrst varð ég að prufa hann upp á borði. Hann er eldsnöggur að hitna og við ákveðið hitastig opnar hann loka inn í sér sem hleypir díselolíu í glóðina. Hitinn sem þar er myndar undirþrýsting í dísellögnini og fæðir eldinn. Þegar maður rýfur strauminn kólnar hann aftur og lokar þá aftur olíulokanum.
Sniðugur búnaður og algjörlega "mekanískur". Engar dælur eða neitt slíkt. Bara varmalögmálið.
Þar sem þetta var/er enn tilraun ákvað ég að leggja ekki of mikið púður í smíðina. Ég fann múffu með réttum gengjum fyrir glóðarhausinn og sauð hana á flangs sem ég smíðaði eftir pakningu fyrir EGR punginn.
Ég tengdi þetta á þrýstihnapp (í gegnum stórt relay að sjálfsögðu) og til að byrja með verður það svoleiðis. Svona á meðan ég finn út hversu langan tíma þarf í hitun.
Útkoman er mjög góð og kostnaður er undir 10þús. Ég hef verið að hita í 12-13 sekúndur (olían kemur inn og myndar loga eftir ca 10 sek) og bíllinn dettur í gang.
Þar sem tilraunin heppnaðist vel og ég sé fram á að geta notað þetta setup þá ætla ég að betrum bæta þetta aðeins á næstunni. Ég ætla að láta skera út fyrir mig flangs úr þykkari efni og láta þá snitta fyrir glóðarhausnum.
Eins og er er ég bara með lítið 0.5l flösku í húddinu með díselolíu sem fæðir logan en ætla að útbúa ílát og láta slefið af spíssunum sjá um að halda því fullu.
Ég er að bíða eftir tímastilltu relay-i frá Kína sem ég fær stýrisstraum frá glóðarkertakerfinu í bílnum. Þá mun duga að svissa á og bíða eins og með hefðbundna forhitun.
Mér finnst glóðarkertakerfið gefa straum í of langan tíma fyrir glóðarhausinn. Annars hefði ég notað það óbreytt sem stýringu. Í Isuzu Trooper er nefnilega straumur að glóðarkertunum lengi eftir að gaumljósið í mælaborðinu slokknar og eftir að bíllinn er kominn í gang.
Ég mun uppfæra þennan þráð þegar það fer að frysta fyrir alvöru.
Góðar stundir.
Nú er farið að kólna í veðri og minn annars ágæti Isuzu Trooper greindist með fæðingargalla.
Glóðarkertin eru föst og einhver fyrri eiganda hefur brotið þau við að reyna að ná þeim úr. Sem betur fer er hausinn bara brotinn á þeim (þeas. hann snýst en leggurinn er fastur) en ekki brotið framan af þeim sem mér skilst að hafi verið algengt við slíkar æfingar.
Ég ákvað að framkvæma hugmynd sem ég hef gengið með í kollinum lengi. Að koma fyrir einhverskonar hitunarbúnaði í soggreinina.
Eftir smá vangaveltur ákvað ég að nota glóðarhaus-glóðarkerti-eldvörpu (eða hvað menn annars vilja kalla það) eins og algengt var í dráttarvélum hér áður fyrr og komst að því að hann er hægt að kaupa í Aflvélum á Selfossi.
Það þurfti hinsvegar að finnahonum stað. EGR pungurinn blasir við manni á besta stað á soggreininni og ég ákvað að afleggja hann og koma glóðarhausnum fyrir í hans stað.
En þar sem EGR pungurinn sér um að opna og loka fyrir púst inn á soggrein þá þurfti ég fyrst að loka fyrir það pústmegin á heddinu. Á 4jx1 vélinni í Trooper liggja pústgöngin í gegnum heddið fremst og þar inn á soggrein.
Þá fyrst var hægt að koma glóðarhausnum fyrir. En fyrst varð ég að prufa hann upp á borði. Hann er eldsnöggur að hitna og við ákveðið hitastig opnar hann loka inn í sér sem hleypir díselolíu í glóðina. Hitinn sem þar er myndar undirþrýsting í dísellögnini og fæðir eldinn. Þegar maður rýfur strauminn kólnar hann aftur og lokar þá aftur olíulokanum.
Sniðugur búnaður og algjörlega "mekanískur". Engar dælur eða neitt slíkt. Bara varmalögmálið.
Þar sem þetta var/er enn tilraun ákvað ég að leggja ekki of mikið púður í smíðina. Ég fann múffu með réttum gengjum fyrir glóðarhausinn og sauð hana á flangs sem ég smíðaði eftir pakningu fyrir EGR punginn.
Ég tengdi þetta á þrýstihnapp (í gegnum stórt relay að sjálfsögðu) og til að byrja með verður það svoleiðis. Svona á meðan ég finn út hversu langan tíma þarf í hitun.
Útkoman er mjög góð og kostnaður er undir 10þús. Ég hef verið að hita í 12-13 sekúndur (olían kemur inn og myndar loga eftir ca 10 sek) og bíllinn dettur í gang.
Þar sem tilraunin heppnaðist vel og ég sé fram á að geta notað þetta setup þá ætla ég að betrum bæta þetta aðeins á næstunni. Ég ætla að láta skera út fyrir mig flangs úr þykkari efni og láta þá snitta fyrir glóðarhausnum.
Eins og er er ég bara með lítið 0.5l flösku í húddinu með díselolíu sem fæðir logan en ætla að útbúa ílát og láta slefið af spíssunum sjá um að halda því fullu.
Ég er að bíða eftir tímastilltu relay-i frá Kína sem ég fær stýrisstraum frá glóðarkertakerfinu í bílnum. Þá mun duga að svissa á og bíða eins og með hefðbundna forhitun.
Mér finnst glóðarkertakerfið gefa straum í of langan tíma fyrir glóðarhausinn. Annars hefði ég notað það óbreytt sem stýringu. Í Isuzu Trooper er nefnilega straumur að glóðarkertunum lengi eftir að gaumljósið í mælaborðinu slokknar og eftir að bíllinn er kominn í gang.
Ég mun uppfæra þennan þráð þegar það fer að frysta fyrir alvöru.
Góðar stundir.