Já, stundum gerir maður það.
Það brotnaði handfangið farþegamegin á frúarbílnum fyrir ca. 2 árum.
Ég varð hundfúll og hugsaði með mér að nú þyrfti ég að rífa panelinn innan á hurðinni af og restina af hurðinni í spað. Og svo vinna blindandi með vinstri hendinni til að skipta um handfangið. Þannig að ég hummaði þetta fram af mér LENGI! Enda hægt að opna, og svo er ég eiginlega sá eini sem opna þessa hurð.
En svo leiddist mér eitt kvöld og leitaði af rælni á Youtube að "hyundai i20 door handle"
Og þá kom í ljós að þetta er hundeinfalt!
Ég var snöggur að panta handfang á Ebay og það tók mig 5 mínútur að skipta!
https://www.youtube.com/watch?v=SLXNXQ_KJbg
Svo fór ég að líta í kringum mig og sá að Tacoman mín er með samskonar handföng og system. Og svo til ALLIR bílar sem ég sá á bílastæðunum í kringum mig.
Þessi hurðarhandföng voru á dýrari bílum á 10. áratugnum, en urðu greinilega algengari þegar einhver einkaleyfi féllu úr gildi.
https://www.dubizzle.com/blog/cars/car-door-handles-types-features/
Að mikla hlutina fyrir sér...
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur