Offset á felgum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Ulven
Innlegg: 54
Skráður: 17.jan 2012, 18:54
Fullt nafn: Sæmundur Hreinn Gíslason

Offset á felgum

Postfrá Ulven » 01.sep 2023, 21:48

Sælir hvaða ofsett á 17" felgum hafa menn notað við 41" breytingu á Ford F350 2017 ?



User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Offset á felgum

Postfrá jongud » 02.sep 2023, 09:17

Það er meira talað um "backspace" heldur en "offset".
Offset segir bara hvort miðjan á felgunni (boltaplattinn) sé á miðjunni eða innan eða utan við hana. (neutral, negative, positive offset)
Þar sem við hér á klakanum erum með allar breiddir á felgum getur það verið ruglandi, meðan backspace segir hvað er langt frá innri felgubrún að boltaplattanum.
wheel-offset.jpg
wheel-offset.jpg (134.53 KiB) Viewed 4878 times

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Offset á felgum

Postfrá Freyr » 23.sep 2023, 19:13

jongud wrote:Það er meira talað um "backspace" heldur en "offset".
Offset segir bara hvort miðjan á felgunni (boltaplattinn) sé á miðjunni eða innan eða utan við hana. (neutral, negative, positive offset)
Þar sem við hér á klakanum erum með allar breiddir á felgum getur það verið ruglandi, meðan backspace segir hvað er langt frá innri felgubrún að boltaplattanum.
wheel-offset.jpg


Offset og backspace eru hvoru tveggja mikið notað og hefur hvort sinn tilgang. Ef spurningin snýst um hve mikið pláss er fyrir felgur m.t.t. stýrisgangs og/eða bremsubúnaðar þá er backspace það sem skiptir máli. Hinsvegar þegar kemur að því að spá í hvort dekk rekist í hvalbak, grind, stífur eða annað eða þá hvernig dekkin passa miðað við tiltekna brettakanta þá er offset mun gagnlegri mælikvarði því offset segir nákvæmlega til um hvar dekkið endar inn/út.

Varðandi upphaflegu spurninguna þá skiptir val á brettaköntum miklu máli. Sumir velja að nota tiltölulega mjóa kanta sem eru ætlaðir fyrir ca 37-40" fyrir svona dekk meðan aðrir fara í 44" kanta. Fyrir mjóa kanta er offset fyrir svona dekk undir F350 nálægt 0 til -25 en fyrir 44" kanta er það ca. á bilinu -50 til -100

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Offset á felgum

Postfrá ellisnorra » 24.sep 2023, 12:40

Svo einn punktur í viðbót. Ef maður vill hafa sama backspace áfram en er að breikka felgurnar þá breytist offsetið. Dæmi, ég sel felgur sem flestar eru með 108mm backspace. Á 10" breiðum felgum er offsetið -32mm, 12" breiðum felgum er það -57mm og 14" breiðum felgum -83mm.

Kv. Elli Jeppafelgur.is
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 54 gestir