Góðan daginn
Ég er á breytum Suzuki Jimny (2006 árg) sem er á loftpúða dempurum.
Einn þeirra byrjaði að leka.
Er búinnn að kaupa nýjan slíkan.
En hef verið í erfiðleikum með að finna verkstæði sem kannast við að hafa gert álíka verk.
Kannist þið við að skipta um svona eða getið bent mér á annan aðila sem gæti mögulega hjálpað til?
mynd frá upprunanlegu smíði + Myndir af nýja loftpúðanum
https://www.dropbox.com/sh/9gwucr5sqcl8 ... ethFa?dl=0
kv. Eiríkur
s: 6663454
Suzuki Jimny - Skipti á Loftpúða dempun
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Suzuki Jimny - Skipti á Loftpúða dempun
Þetta er loftpúði ekki loftpúða dempari . Að því sögðu er tiltörlega lítið mál að skifta um þetta og ef næsta bílaverkstæði treystir sér ekki í það mundi ég sennilega ekki láta þá skipta um ljósaperu fyrir mig. Ef þú ert á Suðurlandi (Selfoss eða nágrenni) þá er verkstæði þar sem heitir JVM Bílaþjónusta hann mundi skipta um þetta fyrir þig
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur