Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Anton
Innlegg: 9
Skráður: 11.jún 2023, 19:58
Fullt nafn: Anton Örn þorvaldsson
Bíltegund: Toyota LC 120

Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Anton » 11.jún 2023, 20:06

Þegar ég set bílinn í Drive þá kemur bið í smá stund og svo heyrist hljóð sem hljómar eins og hann sé fastur í handbremsu en í þessu tilviki er það ekki handbremsan gerist bara þegar hann er í drive, lenti í því að alveg að verða rafmagnslaus á bílnum, en þjöstnaðist við að keyra á honum eins langt og ég gæti, svo kom svona eins og það hafi verið sett í afturábak gír , semsagt kom smá högg, er að velta því fyrir mér hvort þetta geti verið ástæðan fyrir þessu sem ég er að kljást við. er búinn að skipta um Alternator og rafmagnsvandamálið úr sögunni en þetta tekið við. hafið þið einhverja hugmynd um hvað gæti verið að?



User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá jongud » 12.jún 2023, 08:06

Hvernig bíll er þetta? tegund, árgerð?


Höfundur þráðar
Anton
Innlegg: 9
Skráður: 11.jún 2023, 19:58
Fullt nafn: Anton Örn þorvaldsson
Bíltegund: Toyota LC 120

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Anton » 12.jún 2023, 18:40

Þetta er Toyota land cruiser 120 KDJ held ég. 2006 árg


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá elli rmr » 12.jún 2023, 19:54

Hef heyrt slæmar söjur af sjálfskiptum 120 bílum sem eru keyrðir rafmagnslausir allt frá ónýt skiptitölva til ónýtar skiptingar ….


Höfundur þráðar
Anton
Innlegg: 9
Skráður: 11.jún 2023, 19:58
Fullt nafn: Anton Örn þorvaldsson
Bíltegund: Toyota LC 120

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Anton » 12.jún 2023, 20:42

Úff maður ætti kannski að láta Toyotu fara yfir ? Hann keyrir vel og skiptir vel það er bara þetta hljóð þegar maður setur hann í drive og tekur svo af stað sem það, hljómar eins og maður sé að keyra af stað úr handbremsu sem hefur fests.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá jongud » 13.jún 2023, 08:06

Fyrst og fremst er að láta lesa af honum, líklega best að láta umboðið gera það og kafa djúpt í. Þó að það séu engin tékkljós logandi núna getur verið að tölvan hafi séð eitthvað grunsamlegt, eða sé að reyna að skipta honum eðlilega. Svoleiðis lagað er skráð í einskonar "djúpminni" á tölvunni, allavega hef ég séð það á Toyota Tacoma.
Annað sem er möguleiki er að skiptitölvan hafi ruglast eitthvað við rafmagnsleysið og þurfi að núllstilla sig aftur. Spurning um að prófa að taka af geymunum, bíða í allavega sólarhring og tengja svo aftur. Aka svo rólega fyrst í stað, kannski "lærir" tölvan þá aftur á skiptipunktana.


Höfundur þráðar
Anton
Innlegg: 9
Skráður: 11.jún 2023, 19:58
Fullt nafn: Anton Örn þorvaldsson
Bíltegund: Toyota LC 120

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Anton » 13.jún 2023, 19:46

jongud wrote:Fyrst og fremst er að láta lesa af honum, líklega best að láta umboðið gera það og kafa djúpt í. Þó að það séu engin tékkljós logandi núna getur verið að tölvan hafi séð eitthvað grunsamlegt, eða sé að reyna að skipta honum eðlilega. Svoleiðis lagað er skráð í einskonar "djúpminni" á tölvunni, allavega hef ég séð það á Toyota Tacoma.
Annað sem er möguleiki er að skiptitölvan hafi ruglast eitthvað við rafmagnsleysið og þurfi að núllstilla sig aftur. Spurning um að prófa að taka af geymunum, bíða í allavega sólarhring og tengja svo aftur. Aka svo rólega fyrst í stað, kannski "lærir" tölvan þá aftur á skiptipunktana.


Takk fyrir þetta svar, ég mun prófa að taka af rafgeymunum um helgina, vonandi skemmist ekkert , ég keyri rólega af stað get bara ekki verið án bíls.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Kiddi » 14.jún 2023, 11:05

Í 5 gíra skiptingunum frá Toyota er segulloki sem stýrir þrýsting og virkar eiginlega öfugt við það sem maður hefði viljað. Eftir því sem spennan lækkar þá lækkar þrýstingurinn á skiptingunni sem er alls ekki gott fyrir skiptinguna.
Það er ekki að fara að hjálpa þér að aftengja geyminn og eitthvað. Það þarf að skoða hvort segullokarnir séu í lagi og hvort skiptingin sé skemmd.


Höfundur þráðar
Anton
Innlegg: 9
Skráður: 11.jún 2023, 19:58
Fullt nafn: Anton Örn þorvaldsson
Bíltegund: Toyota LC 120

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Anton » 14.jún 2023, 19:36

Kiddi wrote:Í 5 gíra skiptingunum frá Toyota er segulloki sem stýrir þrýsting og virkar eiginlega öfugt við það sem maður hefði viljað. Eftir því sem spennan lækkar þá lækkar þrýstingurinn á skiptingunni sem er alls ekki gott fyrir skiptinguna.
Það er ekki að fara að hjálpa þér að aftengja geyminn og eitthvað. Það þarf að skoða hvort segullokarnir séu í lagi og hvort skiptingin sé skemmd.


Sæll Kiddi

Takk fyrir þetta innlegg, þannig það er kannski bara best fyrir mig að panta tíma hjá Toyota sem fyrst.


bjorgvinben
Innlegg: 3
Skráður: 08.apr 2018, 18:58
Fullt nafn: Björgvin Benediktsson
Bíltegund: Land Cruiser

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá bjorgvinben » 20.jún 2023, 10:07

Það eru segullokar í skiptingunni sem eiga það til að fara.
Það sem þú lýsir bendir á þann sem stýrir þrýstingnum. Kallaður SLT.
Ef bíllinn skiptir seint eða ekki í 5ta þá gæti það verið tengt SLU segullokanum.

Hér er manuall sem sýnir um hvaða ventla er að ræða.
https://www.purefjcruiser.com/docs/2007%20Toyota%20FJ%20Cruiser%20Repair%20Manual/A750F%20Automatic%20Transmission/Valve%20Body/01701510.pdf

Og hér:
http://zatonevkredit.ru/repair_manuals/raw_content/AWJF1V_PrzlLPWuuV0lU

Shift Solenoid Valve SL1, SL2, SLT and SLU:

SL1, SL2, SLT, and SLU are used by the ECM to control hydraulic pressures in a linear fashion based on the current that the ECM causes to flow through their solenoid coils. They control line, clutch, and brake engagement pressure based on the signals received from the ECM.


SL1 Clutch pressure control. Accumulator back pressure control

SL2 Brake pressure control

SLT Line pressure control. Accumulator back pressure control

SLU Lock-up clutch pressure control


Það er hægt að komast auðveldlega að þessum ventlum með því að taka pönnuna af skiptingunni undan.


Höfundur þráðar
Anton
Innlegg: 9
Skráður: 11.jún 2023, 19:58
Fullt nafn: Anton Örn þorvaldsson
Bíltegund: Toyota LC 120

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Anton » 21.jún 2023, 20:31

bjorgvinben wrote:Það eru segullokar í skiptingunni sem eiga það til að fara.
Það sem þú lýsir bendir á þann sem stýrir þrýstingnum. Kallaður SLT.
Ef bíllinn skiptir seint eða ekki í 5ta þá gæti það verið tengt SLU segullokanum.

Hér er manuall sem sýnir um hvaða ventla er að ræða.
https://www.purefjcruiser.com/docs/2007%20Toyota%20FJ%20Cruiser%20Repair%20Manual/A750F%20Automatic%20Transmission/Valve%20Body/01701510.pdf

Og hér:
http://zatonevkredit.ru/repair_manuals/raw_content/AWJF1V_PrzlLPWuuV0lU

Shift Solenoid Valve SL1, SL2, SLT and SLU:

SL1, SL2, SLT, and SLU are used by the ECM to control hydraulic pressures in a linear fashion based on the current that the ECM causes to flow through their solenoid coils. They control line, clutch, and brake engagement pressure based on the signals received from the ECM.


SL1 Clutch pressure control. Accumulator back pressure control

SL2 Brake pressure control

SLT Line pressure control. Accumulator back pressure control

SLU Lock-up clutch pressure control


Það er hægt að komast auðveldlega að þessum ventlum með því að taka pönnuna af skiptingunni undan.


Sæll Bjorgvinben

þetta er svona meira þegar ég set hann í drive þá kemur svon thump hljóð eins og hann sé að detta í gír og svo þegar maður er kominn á ferð þá kemur stundum svona eins og hann detti í gír.
þannig það getur hugsanlega verið þessir segullokar , maður ætti kannski bara að skipta þeim út fyrir nýja.

Þakka þér kærlega fyrir svarið og hjálpina.


Höfundur þráðar
Anton
Innlegg: 9
Skráður: 11.jún 2023, 19:58
Fullt nafn: Anton Örn þorvaldsson
Bíltegund: Toyota LC 120

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Anton » 10.júl 2023, 18:22

bjorgvinben wrote:Það eru segullokar í skiptingunni sem eiga það til að fara.
Það sem þú lýsir bendir á þann sem stýrir þrýstingnum. Kallaður SLT.
Ef bíllinn skiptir seint eða ekki í 5ta þá gæti það verið tengt SLU segullokanum.

Hér er manuall sem sýnir um hvaða ventla er að ræða.
https://www.purefjcruiser.com/docs/2007%20Toyota%20FJ%20Cruiser%20Repair%20Manual/A750F%20Automatic%20Transmission/Valve%20Body/01701510.pdf

Og hér:
http://zatonevkredit.ru/repair_manuals/raw_content/AWJF1V_PrzlLPWuuV0lU

Shift Solenoid Valve SL1, SL2, SLT and SLU:

SL1, SL2, SLT, and SLU are used by the ECM to control hydraulic pressures in a linear fashion based on the current that the ECM causes to flow through their solenoid coils. They control line, clutch, and brake engagement pressure based on the signals received from the ECM.


SL1 Clutch pressure control. Accumulator back pressure control

SL2 Brake pressure control

SLT Line pressure control. Accumulator back pressure control

SLU Lock-up clutch pressure control


Það er hægt að komast auðveldlega að þessum ventlum með því að taka pönnuna af skiptingunni undan.



Mætti ég spyrja hvar er best að kaupa þessa varahluti ?

http://www.toyotapartsdeal.com er búinn að finna nánast allt sem mig vantar á þessari síðu en var bara að velta fyrir mér hvort þið vitið af betri síðu sem er kannski fljótlegra að senda frá og til Íslands ?

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá jongud » 11.júl 2023, 09:17

Ætlarðu að skipta sjálfur um segullokana eða ertu búinn að finna einhvern sem ætlar að gera það fyrir þig og veit hvað hann er að gera?
Ég myndi e.t.v. treysta mér til að skipta um þá ef ég lægi yfir vefsíðum og myndböndum og hefði betri aðstöðu, en ég myndi líka hringja í Ljónsstaði og umboðið til að gera verðsamanburð.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Kiddi » 11.júl 2023, 09:50

Anton wrote:
bjorgvinben wrote:Það eru segullokar í skiptingunni sem eiga það til að fara.
Það sem þú lýsir bendir á þann sem stýrir þrýstingnum. Kallaður SLT.
Ef bíllinn skiptir seint eða ekki í 5ta þá gæti það verið tengt SLU segullokanum.

Hér er manuall sem sýnir um hvaða ventla er að ræða.
https://www.purefjcruiser.com/docs/2007%20Toyota%20FJ%20Cruiser%20Repair%20Manual/A750F%20Automatic%20Transmission/Valve%20Body/01701510.pdf

Og hér:
http://zatonevkredit.ru/repair_manuals/raw_content/AWJF1V_PrzlLPWuuV0lU

Shift Solenoid Valve SL1, SL2, SLT and SLU:

SL1, SL2, SLT, and SLU are used by the ECM to control hydraulic pressures in a linear fashion based on the current that the ECM causes to flow through their solenoid coils. They control line, clutch, and brake engagement pressure based on the signals received from the ECM.


SL1 Clutch pressure control. Accumulator back pressure control

SL2 Brake pressure control

SLT Line pressure control. Accumulator back pressure control

SLU Lock-up clutch pressure control


Það er hægt að komast auðveldlega að þessum ventlum með því að taka pönnuna af skiptingunni undan.



Mætti ég spyrja hvar er best að kaupa þessa varahluti ?

http://www.toyotapartsdeal.com er búinn að finna nánast allt sem mig vantar á þessari síðu en var bara að velta fyrir mér hvort þið vitið af betri síðu sem er kannski fljótlegra að senda frá og til Íslands ?


partsouq.com

Flettir upp eftir VIN númeri


Höfundur þráðar
Anton
Innlegg: 9
Skráður: 11.jún 2023, 19:58
Fullt nafn: Anton Örn þorvaldsson
Bíltegund: Toyota LC 120

Re: Spurning varðandi torkennilegt hljóð að aftan

Postfrá Anton » 13.júl 2023, 12:35

Kiddi wrote:
Anton wrote:
bjorgvinben wrote:Það eru segullokar í skiptingunni sem eiga það til að fara.
Það sem þú lýsir bendir á þann sem stýrir þrýstingnum. Kallaður SLT.
Ef bíllinn skiptir seint eða ekki í 5ta þá gæti það verið tengt SLU segullokanum.

Hér er manuall sem sýnir um hvaða ventla er að ræða.
https://www.purefjcruiser.com/docs/2007%20Toyota%20FJ%20Cruiser%20Repair%20Manual/A750F%20Automatic%20Transmission/Valve%20Body/01701510.pdf

Og hér:
http://zatonevkredit.ru/repair_manuals/raw_content/AWJF1V_PrzlLPWuuV0lU

Shift Solenoid Valve SL1, SL2, SLT and SLU:

SL1, SL2, SLT, and SLU are used by the ECM to control hydraulic pressures in a linear fashion based on the current that the ECM causes to flow through their solenoid coils. They control line, clutch, and brake engagement pressure based on the signals received from the ECM.


SL1 Clutch pressure control. Accumulator back pressure control

SL2 Brake pressure control

SLT Line pressure control. Accumulator back pressure control

SLU Lock-up clutch pressure control


Það er hægt að komast auðveldlega að þessum ventlum með því að taka pönnuna af skiptingunni undan.



Mætti ég spyrja hvar er best að kaupa þessa varahluti ?

http://www.toyotapartsdeal.com er búinn að finna nánast allt sem mig vantar á þessari síðu en var bara að velta fyrir mér hvort þið vitið af betri síðu sem er kannski fljótlegra að senda frá og til Íslands ?


partsouq.com

Flettir upp eftir VIN númeri


Sæll Kiddi
Þakka þér kærlega fyrir þetta, á eftir að vera betra fyrir budduna :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 57 gestir