Turbo væða 6.2 diesel

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
tommi3520
Innlegg: 208
Skráður: 31.mar 2010, 19:18
Fullt nafn: Tómas Karl Bernhardsson

Turbo væða 6.2 diesel

Postfrá tommi3520 » 21.mar 2023, 16:31

Daginn

Nú er ég að fara sanka að mér hlutum til að turbo væða 6.2 gm. Jeppinn er kominn á 46" dekk og hann er farinn að hvísla að honum vanti meira loft. Menn hafa verið að taka dótið af 6.5 vélinni og sett á 6.2 og er ekkert síðra jafnvel betra (miðað við þær reynslusögur sem ég hef lesið) en fokdýra banks kittið sem fæst ekki lengur. Ég myndi kaupa mér nýja túrbínu, hedd bolta, hedd pakkningar og slíkt, en vantar t.d. pústgreinina og sogrein af 6.5 vélinni. Það væri gaman að heyra reynslusögur af bæði ísetningu og síðan notkun, eins væri ekki verra ef einhver ætti til eitthvað af þessu sem mig vantar.

Tómas



User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Turbo væða 6.2 diesel

Postfrá jongud » 07.apr 2023, 18:42

tommi3520 wrote:Daginn

Nú er ég að fara sanka að mér hlutum til að turbo væða 6.2 gm. Jeppinn er kominn á 46" dekk og hann er farinn að hvísla að honum vanti meira loft. Menn hafa verið að taka dótið af 6.5 vélinni og sett á 6.2 og er ekkert síðra jafnvel betra (miðað við þær reynslusögur sem ég hef lesið) en fokdýra banks kittið sem fæst ekki lengur. Ég myndi kaupa mér nýja túrbínu, hedd bolta, hedd pakkningar og slíkt, en vantar t.d. pústgreinina og sogrein af 6.5 vélinni. Það væri gaman að heyra reynslusögur af bæði ísetningu og síðan notkun, eins væri ekki verra ef einhver ætti til eitthvað af þessu sem mig vantar.

Tómas


Nú held ég að það fari töluvert eftir því hvar þú hefur pláss fyrir túrbínuna hvar best sé að setja hana. Og þá kaupa/smíða sett samkvæmt því.
Einnig þarf að hugsa til þess að túrbínur hitna mikið og þurfa að koma þeim hita frá sér og mega ekki hafa þaðra hluti nærri sem þola illa að hitna.
6,5 vélinn í GM trukkunum er með túrbínuna til hliðar farþegamegin og ein Banks útgáfan líka, en Hummer mótorinn, einhver 'bolt on' sett eru með túrbínuna aftarlega á vélinni. Ég held að best væri að athuga hvar túrbínan sómir sér best og smíða eða láta smíða lagnir að og frá henni samkvæmt því.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir