Ég er að klára að setja úrhleypibúnað í jeppann hjá mér.
Sá að það eru til mismunandi hné, og keypti einnar-legu hné hjá Borgarhellu sem eru smíðuð eftir uppskrift héðan á spjallinu þar sem 1" í 1/2" brjósnippill er notaður.
En svo fór ég að hugsa þar sem ég sá rosalega flott (og dýr) hné hjá Smára í Skerpu. Hélt að þetta hlyti að vera til einhversstaðar í Kína.
Þannig að eftir smá gröft fann ég það sem kallast "rotary union" og ákvað að prófa að panta eitt stykki til að prófa. Maður er þó allavega með varahné í bílnum. Læt vita síðar hvernig þetta reynist.
Snúningshné (rotary union)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2808
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Snúningshné (rotary union)
Hvað kostar þetta í útlandi? Ertu með link til að deila með okkur?
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 286
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Snúningshné (rotary union)
Elli, ef þú ferð inna aliexpress, og leitar af rotary union þá kemur allskonar svona upp, hef einmitt spáð í þessu sjálfur.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2552
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Snúningshné (rotary union)
ellisnorra wrote:Hvað kostar þetta í útlandi? Ertu með link til að deila með okkur?
Ekkert mál;
https://www.aliexpress.com/item/1005005211084381.html
.
Þetta var á einhvern 6000 kall á Aliexpress með flutningi
Re: Snúningshné (rotary union)
Snild gaman að fretta hvernig þetta kemur út og hvort það sé ein eða fleyri legur
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir