Síða 1 af 1

Einn, fjórir eða fimm loftmælar?

Posted: 08.jan 2023, 13:31
frá jongud
Jæja, nú ætla ég að leita í viskubrunnana hér á síðunni.
Hverjir eru kostir og ókostir við að vera með 1 mæli á úrhleypikistu samanborið við 4 mæla tegda inn á lögnina að hverju dekki?
Sumir fara alla leið og hafa fimm, einn á hvert dekk og einn fyrir kerfið (tengt við kút)

Ég sé sjálfur galla við fjóra mæla, fleiri tengipunktar sem geta lekið, fleiri raftengi sem geta klikkað og e.t.v. vesen ef maður þarf að núllstilla mælana í miðjum klíðum.
Á móti kemur að ef maður þarf að loka milli fram- og afturdekkja í brekku þá er maður með eftirlit á báðum endum.
Einnig er gott að vera með fjóra ef maður grunar að það sé leki á einni grein út í dekk eða í dekki. Þá lokar maður frá kistu út í dekkin og fylgist með öllum fjórum.
Þetta er hægt að mæla með einum mæli, en það tekur lengri tíma og það þarf að opna inn á kistunafrá hverju dekki, einu í einu.
Ausið nú úr viskubrunnunum!

Re: Einn, fjórir eða fimm loftmælar?

Posted: 31.jan 2023, 13:39
frá Hjörturinn
Var sjálfur með 5 mæla, einn fyrir hvert dekk og svo á kerfinu, kom oft fyrir að maður rak augun í að eitt dekk var að dala í þrýstingi og gat þá skotið inná það, ef ekki hefði verið fyrir það hefði maður mögulega skemmt dekkið, þannig ég mæli með því að hafa mæli á hverju dekki.
Var bara með hræbillega mæla frá landvélum á lögninni sem fór úr kistunni í dekkin.

Re: Einn, fjórir eða fimm loftmælar?

Posted: 01.feb 2023, 15:16
frá jongud
Já, ég endaði með fjóra. Sum láta sér nægja einn, en það er betra að geta fylgst með öllum með lokað á milli.

Re: Einn, fjórir eða fimm loftmælar?

Posted: 02.feb 2023, 08:59
frá Hjörturinn
Já mér fannst það einn af stóru kostunum við að hafa svona kerfi, gott að geta ekið í lélegri færð í kexruglu veðri fullviss að dekkin væru ennþá undir druslunni :)