Síða 1 af 1
Prófílbiti að framan
Posted: 13.des 2022, 10:13
frá jongud
Vitið þið um hvar er hægt að fá prófílbita keyptan og soðin undir jeppa að framan?
Ég ætla ekki að fara í fullvaxna kastaragrind í bili, en prófíltengi væri allavega byrjun, svo myndi ég halda þeim möguleika að bæta grind við síðar.
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 13.des 2022, 11:56
frá muggur
Stál og Stansar eiga amk prófílinn í þetta.
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 13.des 2022, 18:25
frá jongud
muggur wrote:Stál og Stansar eiga amk prófílinn í þetta.
Fínt að vita, en ég þyrfti helst einhvern sem getur líka grillað þetta undir bílinn...
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 15.des 2022, 22:46
frá einsik
Briddebilt eiga þetta örugglega til, eða smíða það þá.
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 16.des 2022, 09:12
frá jongud
einsik wrote:Briddebilt eiga þetta örugglega til, eða smíða það þá.
Ég vissi það alveg, og líka hvað það KOSTAR hjá þeim!
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 19.des 2022, 00:43
frá einsik
Hehe, já kostar örugglega eitthvað. Hvað eru þeir að rukka fyrir þetta?
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 19.des 2022, 07:43
frá jongud
einsik wrote:Hehe, já kostar örugglega eitthvað. Hvað eru þeir að rukka fyrir þetta?
Ég spurði reyndar um allan pakkann, prófílbita og kastaragrind og það var ca. kvartmilljón
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 19.des 2022, 12:34
frá Kiddi
250 þúsund fyrir spilbita og kastaragrind er bara mjög gott verð miðað við vinnuna sem liggur að baki og efniskostnað. Ef ég ætti að smíða þetta fyrir þig frá grunni þá yrði reikningurinn hærri ef ég ætti að fá eitthvað fyrir tímann sem það tæki að átta mig á hvernig þetta ætti allt að vera og þarna er búið að gera það...
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 19.des 2022, 13:22
frá muggur
jongud wrote:einsik wrote:Hehe, já kostar örugglega eitthvað. Hvað eru þeir að rukka fyrir þetta?
Ég spurði reyndar um allan pakkann, prófílbita og kastaragrind og það var ca. kvartmilljón
Þess vegna er sniðugt að fara á suðunámskeið og kaupa svo mig-vél. Það kostar ca 250 þús og þú átt svo vélina í öll hin verkefnin. Reyndar kannski ekki sniðugt að smíða beysli sem fyrsta verkefni….
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 20.des 2022, 13:31
frá jongud
muggur wrote:jongud wrote:einsik wrote:Hehe, já kostar örugglega eitthvað. Hvað eru þeir að rukka fyrir þetta?
Ég spurði reyndar um allan pakkann, prófílbita og kastaragrind og það var ca. kvartmilljón
Þess vegna er sniðugt að fara á suðunámskeið og kaupa svo mig-vél. Það kostar ca 250 þús og þú átt svo vélina í öll hin verkefnin. Reyndar kannski ekki sniðugt að smíða beysli sem fyrsta verkefni….
Það væri þá ekki fyrsta dráttarbeislið sem ég smíðaði. Og ég er með tvö suðunámskeið á ferilskránni. Hins vegar er ég ekki með neina aðstöðu.
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 20.des 2022, 14:46
frá TF3HTH
Smá forvitni. Er þetta verð (250k) með vinnu við ísetningu?
Re: Prófílbiti að framan
Posted: 20.des 2022, 16:42
frá jongud
TF3HTH wrote:Smá forvitni. Er þetta verð (250k) með vinnu við ísetningu?
Já