Síða 1 af 1

Bensíntanka smíði

Posted: 14.okt 2022, 18:03
frá tommi3520
Sælir

Er með bensíntanka setup í gömlum jeppa, tankar keyptir nýjir og breytt aðeins og virkar fínt, en hef áhyggjur af einu, en þegar ég losa áfyllingatappann þá kemur þetta massa soghljóð og það heyrist í málmtönkunum þenajst út aftur eftir að þeir hafa þanist inn. Mig grunar að það vanti einhverja öndun því ekki er hún í tappanum greinilega (veit ekki hvort það sé einhvertíma þannig) Hér er mynd af set uppinu og vélin sem um ræðir er 350sbc með mekaníska (orginal) bensíndælu.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... 0..&type=3

Hvað segiði um þetta

Re: Bensíntanka smíði

Posted: 15.okt 2022, 09:49
frá jongud
Öndun í bensíntönkum er alveg sér kafli í mengunarvörnum á bílum.
Þeir þurfa auðvitað öndun og hún má ekki vera beint út í loftið. Gufurnar þurfa að enda í boxi með kolasíu (EVAP canister eða Vapor canister) og svo þurfa öndunarslöngurnar að vera þannig að það sé ekki hætta á að bensínið renni sjálft í kolasíuna (eins og þegar verið er að stela bensíni af tankinum). Það er t.d. hætta á þessu ef tankurinn er fylltur alveg upp í stút. Oft er settur svokallaður "rollover valve" sem hleypir lofti í gegnum sig en stoppar vökva.
Síðan þarf að hafa einhverja aðferð til að láta mótorinn soga gufurnar úr kolasíunni svo það hún verið ekki fljótt ónýt.
Einfaldasta leiðin er að hafa bara vakúmslöngu frá kolasíuboxinu sem endar einhversstaðar í inntakinu á mótornum.
Hérna er t.d. ein skýringarmynd;
Image
Á myndinni er svokallaður "purge solenoid" sem er stjórnað af vélartölvunni en ég hef séð myndir af eldri kerfum þar sem honum er sleppt.

Re: Bensíntanka smíði

Posted: 16.okt 2022, 10:47
frá Steinmar
Ég myndi nú einfaldlega bora 2mm gat á áfyllyngartappann, málið dautt.

Kv. Steinmar

Re: Bensíntanka smíði

Posted: 18.okt 2022, 00:03
frá Kiddi
Finndu tappa sem er með ventli sem hleypir lofti inn en ekki út, end of story

eru í mörgum bílum

Re: Bensíntanka smíði

Posted: 18.okt 2022, 08:11
frá jongud
Kiddi wrote:Finndu tappa sem er með ventli sem hleypir lofti inn en ekki út, end of story

eru í mörgum bílum

EKKI sniðugt í hans tilfelli. Með einstefnuloka á lokinu gæti þrýstingur á heitum sumardegi orðið til þess að bensínið flæði gegnum dæluna (bíllinn er með mekanískri bensíndælu) og yfirfylli blöndunginn.

Re: Bensíntanka smíði

Posted: 28.nóv 2022, 23:30
frá tommi3520
fékk ventaðann tappa og málið leyst.

Re: Bensíntanka smíði

Posted: 29.nóv 2022, 19:18
frá sakkiboy
tommi3520 wrote:fékk ventaðann tappa og málið leyst.

gott mál