Hvar á pressustatið að vera?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2480
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Hvar á pressustatið að vera?

Postfrá jongud » 23.jan 2022, 16:59

Nú er ég að pæla.
Ég enda örugglega á því að setja loftdæluna aftur á pallinn á tacomunni minni. Loftkúturinn er þar nú þegar og bíður eftir dælu.
En svo er eini rafgeymirinn í bílnum frammi í húddi.
Mér er meinilla við að vera með langa svera snúru með stöðugum plús alveg aftur á pall, þannig að til öryggis verður segulrofi (og öryggi) frammi í húddi nálægt geyminum.
En þá er spurningin; hvar á pressustatið að vera? Ætti ég að leggja loftslöngu úr kútnum fram í húdd og hafa einfalt pressustat á henni sem stýrir segulrofanum? Þá gæti ég líka látið þá loftslöngu ná áfram fram í stuðara og haft lofttengi þar fyrir slöngu. En þá er ekki afléttibúnaður á dælunni eins og með stóru pressustati.
pressustat.jpg
pressustat.jpg (33.36 KiB) Viewed 2192 times

Annar möguleiki er að vera með segullokan frammi í húddi og pressustat (með afléttibúnaði) aftur á palli. En þá er stöðugur (ónauðsynlegur) straumur aftur á pall þegar kúturinn er fullur og pressustatið er búið að slá út.

Og hvernig er annars með þessi stóru pressustöt með afléttibúnaði? Rjúfa þau og tengja 600-800W án vandræða?User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2800
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hvar á pressustatið að vera?

Postfrá ellisnorra » 23.jan 2022, 20:54

Aldrei að hafa pressustatið annarsstaðar en á kútnum. Ef þú ert með það á sömu slöngu fram í húddi og úttak þá kveikir pressustatið á dælunni um leið og þú byrjar að nota slönguna, þe fær vitlaust merki. Mér finnst ekki spurning að hafa pressustatið á sama stað og pressan og kúturinn, þó þú þurfir að hafa live (svissaðan) stýrisstraum í það sem kemur við í rofa inn í bíl til að slökkva á kerfinu.
Ég myndi nota pressustatið bara fyrir stýrisstraum fyrir stóra releyið fram í húddi.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1150
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hvar á pressustatið að vera?

Postfrá Kiddi » 23.jan 2022, 22:36

Pressustatið þarf að vera sem næst dælu til þess að ef það kemur til að mynda upp frosttappi á milli dælu og kúts þá keyri dælan ekki þar til eitthvað gefi sig


ulfr
Innlegg: 46
Skráður: 13.júl 2010, 21:54
Fullt nafn: Samúel Úlfur Þór Guðjónsson

Re: Hvar á pressustatið að vera?

Postfrá ulfr » 26.jan 2022, 22:56

Ég hef vanalega pressostatið á deilinum fyrir loftið fram í húddi, en ég nota reyndar ekki svona hefðbundin pressostat með aflestun, heldur er ég bara með venjuleg lítil pressostat sem stýra segulrofa fyrir dælu, og svo NO segulloka fyrir einstefnuloka fyrir aflestun.
svo er ég með yfirþrýstingsloka á sama deili fyrir kerfið.

Þetta lítur c.a. svona út hjá mér.
Rakaglas - Aflestun - Einstefnuloki - Deilir( Loftlás - öryggisventill - úttak gúmmíslanga í húddi - pressostat - úttak kút - loftlás - úttak úrhleypikerfi)
2021-01-07 22.36.27.jpg
2021-01-07 22.36.27.jpg (9.01 MiB) Viewed 1885 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2480
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvar á pressustatið að vera?

Postfrá jongud » 27.jan 2022, 07:46

ulfr wrote:Ég hef vanalega pressostatið á deilinum fyrir loftið fram í húddi, en ég nota reyndar ekki svona hefðbundin pressostat með aflestun, heldur er ég bara með venjuleg lítil pressostat sem stýra segulrofa fyrir dælu, og svo NO segulloka fyrir einstefnuloka fyrir aflestun.
svo er ég með yfirþrýstingsloka á sama deili fyrir kerfið.

Þetta lítur c.a. svona út hjá mér.
Rakaglas - Aflestun - Einstefnuloki - Deilir( Loftlás - öryggisventill - úttak gúmmíslanga í húddi - pressostat - úttak kút - loftlás - úttak úrhleypikerfi)


Sniðug uppsetning, og þetta gefur manni möguleika.
Með þessu er hægt að "splitta pressustatinu upp" og hafa dæluna aftur á palli með lítið pressustat og NO segulloka. Síðan færu mjóar leiðslur úr pressustatinu, önnur fram í húdd þar sem segullokinn væri og hin í rofa í mælaborðinu.


juddi
Innlegg: 1239
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Hvar á pressustatið að vera?

Postfrá juddi » 07.feb 2022, 17:50

Hvar fekstu íhlutina í þetta system litur nokkuð vel út

ulfr wrote:Ég hef vanalega pressostatið á deilinum fyrir loftið fram í húddi, en ég nota reyndar ekki svona hefðbundin pressostat með aflestun, heldur er ég bara með venjuleg lítil pressostat sem stýra segulrofa fyrir dælu, og svo NO segulloka fyrir einstefnuloka fyrir aflestun.
svo er ég með yfirþrýstingsloka á sama deili fyrir kerfið.

Þetta lítur c.a. svona út hjá mér.
Rakaglas - Aflestun - Einstefnuloki - Deilir( Loftlás - öryggisventill - úttak gúmmíslanga í húddi - pressostat - úttak kút - loftlás - úttak úrhleypikerfi)
2021-01-07 22.36.27.jpg
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir