Síða 1 af 1
Nissan terrano með jeppaveiki í fjórhjóladrifinu
Posted: 22.jan 2022, 23:54
frá dazy crazy
Góðan dqginn
Er með Terrano í skemmunni á klöfum að framan og hann er nánast ókeyrandi í fjórhjóladrifinn. Rásar og stekkur. Annars fínn bara í afturdrifi.
Breyttur fyrir 35", nýleg dekk og nýbúið að herða á hjólalegum.
Hann er líka leiðinlegur úr 4wd, það þarf oftast að bakka til að losa þvingun.
Hvað getur valdið þessari jeppaveiki?
Kv.Dagur
Re: Nissan terrano með jeppaveiki í fjórhjóladrifinu
Posted: 23.jan 2022, 01:09
frá grimur
Misslitin/misstór dekk.
Eða
Ef það hefur verið átt við drif, þá hefur svosem átt sér stað að vitlaust hlutfall rati undir bíl, þ.e. sitthvort hlutfallið að framan og aftan.
Re: Nissan terrano með jeppaveiki í fjórhjóladrifinu
Posted: 23.jan 2022, 07:00
frá dazy crazy
Dekkin eru nýleg öll jafnstór
Hef spáð í þetta með drifin en fannst það svo ólíklegt. Prufa þá að telja það út. Veit ekki hvort hefur verið skipt um þau.
Re: Nissan terrano með jeppaveiki í fjórhjóladrifinu
Posted: 23.jan 2022, 11:20
frá svarti sambo
Þessir bílar eru mjög viðkvæmir fyrir hjólastillingunni.
Fór einu sinni með minn í hjólastillingu á nýjum 33" dekkjum, og hann varð ókeyrandi á eftir.
Endaði á því að stilla hann sjálfur.
Gætir þurft að stilla bæði spindilhallann og millibilið.
Það er hjámiðjubolti fyrir spindilhallann og millibilið á að vera 0.
Varðandi 4x4 drifið, þá þarf yfirleitt alltaf að bakka fyrst og svo áfram. Líka í óbreyttum bílum.
Það hefur verið svoleiðis í öllum terrano bílum sem ég veit um.
Minn er ennþá með orginal hlutföllin og það virðist ekki vera sama hlutfall að framan og aftan.
Allavega kastar hann afturendanum, þegar að ég spóla í hálku. Eins og að framdrifið sé ekki alveg með.
Ætti frekar að virka öfugt. Láta framendann toga aðeins í afturendann.
Veit ekki hvort að þetta liggi í hlutföllunum eða millikassanum.
Re: Nissan terrano með jeppaveiki í fjórhjóladrifinu
Posted: 24.jan 2022, 22:16
frá Axel Jóhann
Svo er annað, stýrisupphengjan er drasl og svignar auðveldlega, það munar mjög um að kaupa þessa stýrisupphengju, munaði öllu í mínum, að vísu D22 pickup en sama stell að framan.
https://www.rockauto.com/en/partsearch/?partnum=K9500

- Screenshot_20220124-221554_Chrome.jpg (796.75 KiB) Viewed 4754 times