ryðgað prófíltengi og stöng

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

ryðgað prófíltengi og stöng

Postfrá Rögnvaldurk » 20.jan 2022, 17:17

Sælt gott fólk,

Patrolinn minn er með prófíltengi að aftan með dráttarkúlu. Þetta prófíltengi er fest á þverstöng sem er á báðum endum fest á grindinni. Nú er þetta allt saman ryðgað og vil ég endurnýja þetta. Hvaða leið mælið þið með ?
Kaupa allt saman nýtt, og ef já, hvar fæst þetta ?
Láta sandblása og pólýhúða eða galvanísera ?
Einhver önnur hugmynd ?
Nú myndi ég helst vilja hafa tvo dráttaraugu á þessari þverstöng (eitt vinstra og eitt hægra megin) til að geta dregið fasta bíla eða láta draga mig þegar ég er fastur (recovery points) Vitið þið hvar svoleiðis fæst á Íslandi ?
Allar hugmyndir velkomnar.
Myndin er bara svona til að gefa svona hugmynd um þetta.

Kveðja,

Rögnvaldur
Viðhengi
Suzuki_Jimny_-_DIY_rear_recovery_points_-_A01.JPG
Suzuki_Jimny_-_DIY_rear_recovery_points_-_A01.JPG (688.9 KiB) Viewed 3361 time



User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: ryðgað prófíltengi og stöng

Postfrá gislisveri » 21.jan 2022, 06:55

Sæll Rögnvaldur.

Sjálfur myndi ég byrja á að rífa þetta undan og skoða ástandið og ef þér líst ekki illa á, láta blása og húða. Galvaniseringin er líka vissulega góð og mun jafnvel endast bílinn.

Það væri svo hægt að sjóða massíf dráttaraugu fyrir D-lás á þverstöngina en það þyrfti að vera sem næst festingum upp á styrkinn að gera og almennilega soðið til að þetta verði ekki að gereyðingarvopni fyrir þann sem þiggur spottann.

Svo er svona stykki líka sniðugt til að festa spotta:

0000446_receiver-d-ring-shackle-bracket-2-29312.jpeg
0000446_receiver-d-ring-shackle-bracket-2-29312.jpeg (97.92 KiB) Viewed 3261 time


Ef þér líst svo ekki á beislið geturðu athugað verðið á nýju hjá Briddebilt (Prófílstál)

Kv.
Gísli

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: ryðgað prófíltengi og stöng

Postfrá jongud » 21.jan 2022, 07:49

Hér er hugmynd að sterku dráttabeisli.
Nota 5-6mm vinkiljárn sem boltast í gindina. Ef götin í grindinni eru á hliðinni þá er plata notuð. Aðalatriðið er að fá sléttan flöt sem snýr langsum.
Á þann flöt er skorið gat fyrir prófílinn sem gengur þvert yfir að aftan. Þannig verða það ekki bara suður sem halda prófílum heldur umlykur slétti flöturinn prófílinn. Og til að koma dráttaraugum fyrir þá er hægt að láta slétta flötin sem snýr langsum ná aftur fyrir prófílinn. Þann flöt er hægt að þykkja með stáli sem sýðst við prófílinn, og þar verður gat fyrir D-lás.
Þetta eru svona mínar 12,88kr

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: ryðgað prófíltengi og stöng

Postfrá jongud » 21.jan 2022, 13:02

...það liti þá einhvernvegin svona út...
Biti.png
Biti.png (9.33 KiB) Viewed 3204 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: ryðgað prófíltengi og stöng

Postfrá jongud » 21.jan 2022, 13:14

...og svo fékk ég aðra hugmynd.
"Soft shackle" úr ofurtógi er alveg nóg til að draga með, og að auki glamrar það ekki í bílnum.
Gallinn er að það er hætta á að það dragist til á dráttarbeislinu ef maður setur það beint utan um þverbitann.
Hvenig væri þá að sjóða kvarthring úr sæmilega sveru rúnnstáli í kverkarnar? Þannig myndi "ofurtógshlekkurinn" ekki dragast til.
kvarthringur.png
kvarthringur.png (4.56 KiB) Viewed 3201 time

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: ryðgað prófíltengi og stöng

Postfrá íbbi » 22.jan 2022, 02:24

ég myndi nú segja að grundvallar atriðið sé hvort beislið sé heilt. er komin mikil tæring í það eða er veggþykkt ennþá álíka því sem hún var í upphafi? ef beislið er ekki of tært, er vandað og með ásættanlega uppgefna dráttargetu þá er ekkert af því að blása það og mála. ég hef gert það nokkrum sinnum.

augun geturu bara soðið á, þú getur fengið einhvern til að beygja fyrir þig tein, skorið keðjuhlekk eða keypt auga.

annað sem ég myndi gera, er að pólíhúða ekki beislið. ég myndi frekar nota tveggja þátta epoxy grunn (t.d jotamastic) og svo lakk ofan á, hvort sem það er líka tveggja þátta eða eða ekki. grunnurinn sjálfur er yfirleitt það stekur að hann dugir hvað vörn varðar
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir