Síða 1 af 1

Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 13.des 2021, 22:19
frá Axel Jóhann
Gott kvöld góðir hálsar núna vantar mig upplýsingar.

Að setja hásingu undir klafabíl.

Núna er ég með Musso og það hefur nú verið gert áður.

Er með "passandi" Dana 44 undan Wagoneer.
Á til loftlás í hana
Þarf bara hlutföll og legur.

Mínar spurningar eru þessar.
Hvað eru menn að nota

-Stífur? Smíðað eða undan einhverju ákveðnu betra en annað, kannski patrol stífur fyrir einfaldleika

-Gormaskál/demparaturn? Smíða sambærilegt og er í patrol?

-Stýrisgangur? Myndi orginal dana30 dót undan cherokee t.d. passa með Dana44?

-Stýrismaskína? Patrol? Eitthvað annað hentugra/betra?

Með von um gagnlegar upplýsingar og myndir.

20211120_161312.jpg
20211120_161312.jpg (1.59 MiB) Viewed 8334 times

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 14.des 2021, 08:12
frá jongud
Stífur; Alflottast að smíða, hafa þær jafnvel með sveigju innávið þannig að það sé hægt beygja meira. Einnig hægt að velja bestu stífufóðringarnar. Einhverjir vilja meina að Landcruiser 80 fóðringarnar séu betri en aðrar.

Gormaskál/demparaturn; Smíða! Hönnunin er flott í Patrol. Hef ekki heyrt neitt vont um hana.

Stýrisgangur; Fara STRAX í gegnumgangandi stýristjakk sem kemur í stað millibilsstangarinnar. (Eða réttara sagt utanum hana)

Stýrismaskína; Það sem passar og gengur best með stýristjakknum.

MUNA: Setja hásinguna svo nógu ANDSK. framarlega

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 14.des 2021, 14:10
frá Kiddi
Af hverju að hafa hásinguna framarlega frekar en að láta hana passa miðað við vélina og úrklippuna?

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 14.des 2021, 23:24
frá Axel Jóhann
Ég stefni nú ekki á að fara í einhverjar ofur breytingar með þessu, vill fyrst og fremst að bíllinn verði betri í stýrinu.

Framhásingin mætti fara circa 5 cm framar enn núverandi stell.

Þá ættu 44" að fljúga undir.

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 14.des 2021, 23:25
frá Axel Jóhann
Sést hér að það er engin þörf á að færa hásinguna mikið framar.

20211120_161134.jpg
20211120_161134.jpg (1.73 MiB) Viewed 8141 time

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 15.des 2021, 08:07
frá jongud
Axel Jóhann wrote:Sést hér að það er engin þörf á að færa hásinguna mikið framar.


Alltaf betra að færa hásinguna framar heldur en að skera úr hvalbaknum.

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 15.des 2021, 23:27
frá Axel Jóhann
Sammála því, enn bíllinn er nú þegar á 42" sem er ansi nálægt 44 dc í stærð.

Svo að þessie 5cm ættu að duga vel.


Enn er enginn með alvöru input eða myndasyrpu?

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 16.des 2021, 06:02
frá grimur
Stífur úr Range Rover, man ekki hvaða módel nákvæmlega, en sirka 15-20 ára gömlum bíl eru ekki algalnar. Þær eru með kryppingi innávið til að rekast síður í í beygju og einfaldleikinn er ekki heldur að skemma með að sleppa við 4link vesenið. 4link er alveg fínt en býður upp á vandræði með að finna pláss fyrir dempara t.d.
Sammála þessu með tjakkinn, gera millibilsstöng sem er jafnframt tjakkur. Jafnvel blinda stýrismaskínuna þannig að bara tjakkurinn sé á vökvastýrinu, þá er togstöngin bara til þess að halda stýrinu miðjuðu og líkurnar á jeppaveiki snarminnka.
Samt er alltaf gott að stífa stýrismaskínuna vel af og jafnvel hafa stýrisenda í öðrum endanum á þverstífunni. Cruiser gúmmí í hinn endann.
Þetta eru nú helstu trixin sem ég veit um.
Þarf ekkert að velja þau öll, fer allt eftir því hvað fæst, finnst og fjármál leyfa, en líklega ágætt að hafa svona helstu markmið á lista.
Kv
Grímur

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 16.des 2021, 21:58
frá íbbi
þú ert ekkert heitir fyrir því að fara út í einhverja gleði með klafa dótið??

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 17.des 2021, 00:00
frá Axel Jóhann
Ég er alveg búinn að hugsa það líka, enn gallinn er að mér finnst bìllinn ekki nógu góður í stýrinu, m
Èg fer mjög reglulega yfir hjólabúnað og sé til þess að allt sé í lagi enn samt er alltaf svoldið slag í tannstangarstýrinu og það vill rìfa svoldið í mann, ég verð hálf þreyttur eftir heilan dag af leikaraskap!


Ég kann vel við bílinn svo að mig langar bara að gera hann þægilegri, sem og styrkja framendann þó svo ég sé bara búinn að beygja eina efri stífu.


Ég hugsa að èg fari ekki í 4 link, miklu frekar radíusarma vegna einfaldleika/plásslega séð.

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 17.des 2021, 00:33
frá Sævar Örn
Varðandi það að stýrið rífi í og hann sé furðulegur í stýri, hefur þú ekki athugað hvort koma megi felgum með meira backspace fyrir? Þú hefur væntanlega látið hjólastilla, en þetta með útvíðar felgur getur verið vandamál, minn bíll gjörbreyttist við að fara af 12" felgum með 8.5cm backspace á 14" breiðar felgur með 9.5cm backspace, varð allur miklu viðkæmari fyrir misjöfnum í vegi og tók meira í stýrið í ófærum og sérstaklega í fjórhjóladrifi.

Ég myndi ekki fara í hásingarsmíð með það að markmiði að bæta aksturseiginleika í stýri, heldur reyna að lagfæra það sem veldur óþægindum í klafafjöðruninni eða stýrinu, almennt eru bílar á klöfum frekar mjúkir og þæginlegir og er það einn helsti kostur þess búnaðar í mínum huga

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 21.des 2021, 04:11
frá grimur
Alveg góðir punktar hjá Sævari. Svona atriði sem líta út fyrir að vera minniháttar geta alveg munað helling.
En með klafana...það er svo skrambi mikill munur á geometríunni á þeirri flóru allri saman. Hef átt 3 bíla með LC90 útfærslunni. Átti 4Runner 1990 þar á undan og XTraCab 89 á 38" þar á undan. Mér fannst gamla vindustangar útfærslan gefa lang skemmtilegustu fjöðrunina á vondu undirlagi, en það dót var hins vegar aldrei til friðs með hjólastillingar eða neitt.
Svo var hægt að gera þann búnað alveg ömurlegan með að skrúfa of mikið upp á hæðina.
LC90 útfærsluna má örugglega fá sæmilega með góðum dempurum og hentugum gormum, er alls ekki slæm upphaflega en ekki fullkomin heldur.
Musso dótið...mér fannst alltaf svolítið veiklulegt í því svona tilsýndar, stutt á milli spindla og þannig. Með réttri samsetningu á hækkunarsettum má sennilega ráða bót á því, lækka bara þann neðri, og setja lengingu á liðhúsið fyrir þann efri.
Styrkja svo helstu augljósa veikleika og setja ný gúmmí í allt.
Veit ekkert hvernig original gúmmíin eru í þeim, en oft eru aftermarket Urethane gúmmí í aðra bíla engin töfralausn...endast illa og einhvernveginn fúnkera ekki vel.
20+ ára original gúmmí eru eiginlega ónýt samkvæmt skilgreiningu. Ef þau eru ennþá original þá hafa þau sennilega bara verið ansi góð í upphafi.

Ég ætla ekkert að skemma þennan þráð frekar með einhverju Toyota rausi, tók þau dæmi bara svona fram úr erminni til viðmiðunar almennt séð :-)

Kv
Grímur

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 21.des 2021, 21:23
frá Robert
Kiddi wrote:Af hverju að hafa hásinguna framarlega frekar en að láta hana passa miðað við vélina og úrklippuna?

Ég akkurat að smíða bíl núna og verið hugsa mikið um þetta en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé einhvern tala um þetta er þetta ekki soldið mikið áríðandi því ef meður færir hásinguna fram fer meiri þungi á á afturhásingunar.

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 22.des 2021, 00:25
frá Axel Jóhann
grimur wrote:Alveg góðir punktar hjá Sævari. Svona atriði sem líta út fyrir að vera minniháttar geta alveg munað helling.
En með klafana...það er svo skrambi mikill munur á geometríunni á þeirri flóru allri saman. Hef átt 3 bíla með LC90 útfærslunni. Átti 4Runner 1990 þar á undan og XTraCab 89 á 38" þar á undan. Mér fannst gamla vindustangar útfærslan gefa lang skemmtilegustu fjöðrunina á vondu undirlagi, en það dót var hins vegar aldrei til friðs með hjólastillingar eða neitt.
Svo var hægt að gera þann búnað alveg ömurlegan með að skrúfa of mikið upp á hæðina.
LC90 útfærsluna má örugglega fá sæmilega með góðum dempurum og hentugum gormum, er alls ekki slæm upphaflega en ekki fullkomin heldur.
Musso dótið...mér fannst alltaf svolítið veiklulegt í því svona tilsýndar, stutt á milli spindla og þannig. Með réttri samsetningu á hækkunarsettum má sennilega ráða bót á því, lækka bara þann neðri, og setja lengingu á liðhúsið fyrir þann efri.
Styrkja svo helstu augljósa veikleika og setja ný gúmmí í allt.
Veit ekkert hvernig original gúmmíin eru í þeim, en oft eru aftermarket Urethane gúmmí í aðra bíla engin töfralausn...endast illa og einhvernveginn fúnkera ekki vel.
20+ ára original gúmmí eru eiginlega ónýt samkvæmt skilgreiningu. Ef þau eru ennþá original þá hafa þau sennilega bara verið ansi góð í upphafi.

Ég ætla ekkert að skemma þennan þráð frekar með einhverju Toyota rausi, tók þau dæmi bara svona fram úr erminni til viðmiðunar almennt séð :-)

Kv
Grímur


Ég er búinn að hugsa þetta fram og tilbaka, er líka búinn að endurnýja gúmmíin. Svo það er allt í standi.


Ég er ekki 100% kominn á það hvað ég geri enn hjá mér snýst þetta svoldið um að hafa þetta ódýrt og einfalt, þá er auðvitað ódýrara að halda orginal klafadótinu.


Það er svo alveg spurning með klafasíkkun.

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 22.des 2021, 07:51
frá jongud
Robert wrote:Ég akkurat að smíða bíl núna og verið hugsa mikið um þetta en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé einhvern tala um þetta er þetta ekki soldið mikið áríðandi því ef meður færir hásinguna fram fer meiri þungi á á afturhásingunar.

Það flyst ekki svo mikill þungi yfir á afturhásinguna viða 5-8 cm hásingafærslu fram á við. Sú færsla er aðallega til að stærri dekk sleppi við hvalbakinn


Axel Jóhann wrote:
Ég er búinn að hugsa þetta fram og tilbaka, er líka búinn að endurnýja gúmmíin. Svo það er allt í standi.


Ég er ekki 100% kominn á það hvað ég geri enn hjá mér snýst þetta svoldið um að hafa þetta ódýrt og einfalt, þá er auðvitað ódýrara að halda orginal klafadótinu.


Það er svo alveg spurning með klafasíkkun.


Einn kostur við klafasíkkun er að það eykst pláss milli drifs og vélar, og þá er hægt að setja stærri drifköggul

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 24.des 2021, 11:38
frá Axel Jóhann
Það er vissulega rétt, margir hafa sett D44 köggul í staðinn, enn ég hef svosem ekki lent í veseni með drif eða öxla, aðallega öxulhosurnar því að það er alltaf svoldil gráða á öxlunum því ég er ekki með klafa og drifsíkkun.


Það er alveg spurning um að prófa klafasìkkun.

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 27.des 2021, 05:11
frá grimur
Ég held það bara...vel heppnuð klafasíkkun styrkir í raun armasystemið alltsaman og gæti einmitt hjálpað öxulhosunum aðeins líka. Ég veit ekkert hvort það hafa einhverntímann fengist "liðhús" í þessa bíla með lengingu að ofan, en ég er alveg handviss um að hafa séð svona framlengingar stykki sem heldur efri spindilkúlu á upphaflegum stað, en kemur einmitt þar á milli og boltast með einhverjum svartagaldri í orginal húsið.
Laghentur jeppabreytir sker svo neðri klafafestingar allar í spað, síkkar og styrkir þannig að allt passar miðað við þessa síkkun fyrir neðan spindla.
Stýrisgang þarf líklega að tantra eitthvað til svo sjálfrennireiðin fari helst beint. Auðvitað best ef hægt er að gera einhverjar armahækkanir út við hjól, en stundum þarf að síkka stýrisganginn líka. Það er samt oftast lengri og leiðinlegri lausn....

Re: Hásing í stað IFS upplýsingar/pælingar

Posted: 28.des 2021, 21:24
frá gislisveri
Axel Jóhann wrote:Ég er alveg búinn að hugsa það líka, enn gallinn er að mér finnst bìllinn ekki nógu góður í stýrinu, m
Èg fer mjög reglulega yfir hjólabúnað og sé til þess að allt sé í lagi enn samt er alltaf svoldið slag í tannstangarstýrinu og það vill rìfa svoldið í mann, ég verð hálf þreyttur eftir heilan dag af leikaraskap!


Sæll Axel,

Ertu búinn að ganga úr skugga um að stýrið sé örugglega í miðju? Mjög algengt að maskínan hliðrist eitthvað í breytingaferli og það er svo leiðrétt á stýrisendum og stýrishjóli, frekar en að miðjusetja tannstöngina.
Og ef hún er á miðju, búinn að herða á maskínunni?

Bara hugmyndir til að skoða, þekki ekkert á Musso, en mín reynsla er að stýrisbúnaður í hásingabíl er sjaldan jafngóður og í klafabíl.

Kv.
Gísli.