Síða 1 af 1

Kreppu Beadlock (Aero Race)

Posted: 09.feb 2021, 00:22
frá Boxer
Heil og sæl
Ég er að smíða beadlock á 15" felgur og ákvað af ókunnum ástæðum (sennilega í nísku) að kaupa svona amerískt beadlock eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Þetta er smíðað úr töluvert þynnra efni en það íslenska og örugglega gert fyrir fólksbíladekk sem eru með mun þynnri veggþykkt en 44" DC sem ég ætla að nota.
Því sýnist mér að ef ekki sé settur hringur á milli platnanna þá muni ytri hringurinn beiglast inn að innanverðu þegar boltarnir eru hertir ef ekki er settur speiser á milli hringja þannig að herða megi ytri og innri hringi saman.

Mín spurning er því:
Hefur einhver hér notað svona á 44"DC?
Ef svo er var þá smíðaður hringur á milli?
Ef svo er hvað var hann þykkur?

Eða ef það er eitthvað trix við að nota þetta sýstem þá væri voða gott að þurfa ekki að finna upp hjólið aftur.
Edit.
Ég var víst voða klaufi og klúðraði myndainnsetningunni, en vonandi eru þær komnar inn núna
IMG_20210201_185808.jpg
IMG_20210201_185808.jpg (3.17 MiB) Viewed 4464 times

IMG_20210201_185853.jpg
IMG_20210201_185853.jpg (3.66 MiB) Viewed 4464 times

IMG_20210201_185859.jpg
IMG_20210201_185859.jpg (3.25 MiB) Viewed 4464 times

Re: Kreppu Beadlock

Posted: 09.feb 2021, 08:51
frá Járni
Endilega settu myndirnar beint inn á spjallið, þessir hlekkir virka ekki og ef þeir virka, eiga þeir það nú til að hverfa með tímanum.

Re: Kreppu Beadlock

Posted: 09.feb 2021, 09:40
frá Boxer
Járni wrote:Endilega settu myndirnar beint inn á spjallið, þessir hlekkir virka ekki og ef þeir virka, eiga þeir það nú til að hverfa með tímanum.

Úpps
Sennilega hefði maður átt að skoða þesasr fínu leiðbeiningar um hvernig á að setja inn myndir áður en pósturinn var gerður, en vonandi eru myndirnar komnar inn núna ;-)

Re: Kreppu Beadlock (Aero Race)

Posted: 09.feb 2021, 11:55
frá Hjörturinn
Ég notaði svona undir cruiserinn hjá mér á 38", man ekki eftir að hafa sett neinn hring, virkaði rosa fínt.

Re: Kreppu Beadlock (Aero Race)

Posted: 09.feb 2021, 18:21
frá FORDJONNI
Sá svona undir nokkrum bílum kringum aldarmót
Áttu link á þetta?

Re: Kreppu Beadlock (Aero Race)

Posted: 10.feb 2021, 12:07
frá Boxer
FORDJONNI wrote:Sá svona undir nokkrum bílum kringum aldarmót
Áttu link á þetta?


Sæll
Ég keypti þetta bara af Summit sbr þessi linkur
https://www.summitracing.com/parts/aeo-54-500007

En það passar mjög vel að allir hafi verið að nota þetta um aldamótin þar sem ég er venjulega ca 20 árum á eftir ;-)

Re: Kreppu Beadlock (Aero Race)

Posted: 10.feb 2021, 18:48
frá ellisnorra
Ég er að selja svipað kit. Þó svolítið á bakvið hjá mér eins og er þar sem mig vantar akkúrat þessa millihringi sem þurfa að vera (klúðraðist í síðustu pöntun hjá mér) Ég á þó svotil fullbúið kit fyrir 15", vantar bara boltana. Kostar 62þúsund fyrir 4 felgur með vsk.
Millihringirnir eru eitthvað um 4-5mm þykkir. En þetta er bara spacer til að boltinn herðist að einhverju. Í sveitinni mætti alveg redda sér með að setja skinnur á milli ;)

Inner ring.jpg
Inner ring.jpg (937.6 KiB) Viewed 4079 times


Center ring.jpg
Center ring.jpg (851.63 KiB) Viewed 4079 times


Outer ring.jpg
Outer ring.jpg (677.26 KiB) Viewed 4079 times


Þessi kit hafa komið ágætlega út. Ég á von á meiru af þessu með vorskipinu, þá fyrir 152, 162 og 17" felguhæðir.
Jeppafelgur.is