Síða 1 af 1

Mótor í léttan bíl

Posted: 27.okt 2020, 10:33
frá juddi
20200716_114051.jpg
20200716_114051.jpg (4.07 MiB) Viewed 19020 times
Sma pæling dóttir mín 14 ára var að versla sér gamlan Wrangler 4.0 HO og ætlar að hafa hann sem daily driver hugsanlega 40" dekk og skiljanlega er budgetið ekki mikið en ég fór að velta fyrir mér að diesel væða hann og er að velta fyrir mer hugmyndum svo allar hugmyndir eru vel þegnar

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 27.okt 2020, 11:12
frá Stóri
Vw tdi swap, kaninn er svolítið í því þessa dagana sem og om617 td, væri gaman að sjá það... væri persónulega spenntari fyrir 1.9/2.0 vw tdi swap.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 27.okt 2020, 11:34
frá juddi
En þetta er enn bara hugmynd enda gæti þetta verið stjórnarskrarbrot og tóm della
OM 617 úr hvaða Benzum kemur hún

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 27.okt 2020, 12:51
frá Axel Jóhann
Ég væri persönulega til í að sjá musso mótor í svona cherokee eða wrangler þar sem að þeir get unnið alveg ágætlega og passa svo til beint í þessa bíla því að millikassinn snýr rétt og vélin sjálf er alveg mekanísk.

Svo skemmir ekki fyrir að þetta er hræódýrt og einfalt. Tala nú ekki um í léttum bíl.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 27.okt 2020, 13:15
frá Stóri
juddi wrote:En þetta er enn bara hugmynd enda gæti þetta verið stjórnarskrarbrot og tóm della
OM 617 úr hvaða Benzum kemur hún


https://en.m.wikipedia.org/wiki/Mercedes-Benz_OM617_engine
Þær eru yfirleitt lika alveg mekaniskar og þarft “bara” breytiplötu til að smella þessu à gírkassa/skiptingu á jeep

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 27.okt 2020, 14:04
frá juddi
Sé á netinu að om617 er mikið aflmeyri en om602 eins og i musso en það er allavega einn helviti flottur CJ7 herna með musso motor og svo er það mussoinn hja Baldri sem mokvinnur

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 00:27
frá Axel Jóhann
Ef kostnaður er ekki vandamál þá auðvitað væri maður til í om617, enn eins og ég segi, þú ættir að geta fundið ökufæran musso með öllu fyrir ansi lítið, og þá græðiru líka dana 44 afturhásingu frítt með.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 01:06
frá petrolhead
juddi wrote:
20200716_114051.jpg
Sma pæling dóttir mín 14 ára var að versla sér gamlan Wrangler 4.0 HO og ætlar að hafa hann sem daily driver hugsanlega 40" dekk og skiljanlega er budgetið ekki mikið en ég fór að velta fyrir mér að diesel væða hann og er að velta fyrir mer hugmyndum svo allar hugmyndir eru vel þegnar

Ég vil nú bara brenna dísel út á sjó en ekki í landi svo ég hef engar ráðleggingar hvað svona motor swap varðar en það sem mig langaði hins vegar að tjá mig um er að dóttir þín er greinilega vel upp alin og smekk manneskja að velja sér þennan bíl :-)

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 04:15
frá grimur
Hvað um 3.0 úr 90 cruiser?
Sumir Jeep komu með AX15 gírkassa, sem er semsagt sami kassinn og R150F sem var í 4Runner og Cruiser. Það gæti boðið uppá einhverja bolt on samsetningu ef heppnin er með.
Um að gera að skoða allt svona, getur sparað hellings mix og kostnað.

Kv
G

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 06:54
frá juddi
Umm að gera að skoða alla möguleika hef sma tima til að spá i þessu förum að vinna i þessu eftir veturinn þarf vist að klára minn bíl fyrst en var ekki búinn að tengja þetta með Toyota kassan en vissi að bæði Toyota og Jeep voru að nota Aisian skiptingu

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 11:23
frá Kiddi
Það er Comanche með svona gírkassa mix í Skagafirði.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 17:33
frá juddi
Held að þetta sé minn gamli væri gaman að vita hvernig þessi samsuða virkar

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 17:35
frá juddi
petrolhead wrote:
juddi wrote:
20200716_114051.jpg
Sma pæling dóttir mín 14 ára var að versla sér gamlan Wrangler 4.0 HO og ætlar að hafa hann sem daily driver hugsanlega 40" dekk og skiljanlega er budgetið ekki mikið en ég fór að velta fyrir mér að diesel væða hann og er að velta fyrir mer hugmyndum svo allar hugmyndir eru vel þegnar

Ég vil nú bara brenna dísel út á sjó en ekki í landi svo ég hef engar ráðleggingar hvað svona motor swap varðar en það sem mig langaði hins vegar að tjá mig um er að dóttir þín er greinilega vel upp alin og smekk manneskja að velja sér þennan bíl :-)

Er svo sem sámmala í grunnin að svona tæki eigi að vera bensin með fullt húdd af hestöflum til að sprengja hengjur en sem daily driver sem fyrsti bíll gæti það tekið full mikið í veskið

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 19:28
frá petrolhead
Já dísel er óneitanlega mun hagkvæmari og sennilega engin glóra fyrir ungmenni að ætla að reka svona bíl eins og hann hemur af kúnni, klárlega ekki í daglegum rekstri, enda vil ég taka fram að þetta var alls ekki nein gagnrýni hjá mér á framkvæmdina, var bara að dást að smekk stelpunnar að vilja alvöru bíl.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 28.okt 2020, 20:53
frá juddi
Skil þig enda tók ég þessu ekki sem gagnrýni auk þess eru allar skoðanir velkomnar, ja ég veit ekki alveg hvapan hún greip þessa hugmynd en ég er sáttur enda fekk hún að kaupa sér Jeep

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 29.okt 2020, 01:00
frá grimur
Sammála. Flott hjá henni.
Gaman þegar unglingar hafa sterkar skoðanir á svona, orkan sem maður hafði til að standa í svona brasi á þessum aldri var líka alveg ótrúleg...um að gera að virkja það !

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 29.okt 2020, 21:26
frá birgthor
Mitt atkvæði fer ennþá á 2,9 bens úr mússó, ef þetta á að vera budget. Ég er búinn að prófa reka marga mismunandi bíla og þessi mótor þá í móssó var alveg ofboðslega ódýr í rekstri. Hann var að sjálfsögðu ekkert power house en þið eruð sennilega ekki að falast eftir því hvort sem er.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 30.okt 2020, 20:17
frá Axel Jóhann
Sammála, minn mussó á 38" er um 2 tonn og eyðslan er mjög sanngjörn, er að fara með um 60-70ltr heila helgi á fjöllum og í þjóðvegaakstri er hann að eyða um 11ltr

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 31.okt 2020, 19:58
frá hilux
Margir í útlandinu eru hrifnir af 1900 ww disel og sett í jimny meðal annars þarf ekki mikið til að koma þeim í 200 hestöfl

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 31.okt 2020, 23:43
frá Stóri
hilux wrote:Margir í útlandinu eru hrifnir af 1900 ww disel og sett í jimny meðal annars þarf ekki mikið til að koma þeim í 200 hestöfl


Margir einmitt að setja þessa mótora i jeep (wrangler og cherokee) og lîtið màl að kreysta rúmlega 200höhö út, fullt af þessum mótorum sem liggja í hræum útum allt held ég

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 01.nóv 2020, 23:17
frá Axel Jóhann
Þetta eru flottir mótorar enn þeim fylgir svoldið mikil rafkerfisvinna til að fá þá til að virka í öðrum bílum. Það er þjófavörn tengd vélartölvu, lykli og mælaborði.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 03.nóv 2020, 12:10
frá Offari
Finnst furðulegt hve margir taka undir þessa hugmynd. Og hve fáir reyna að drepa hugmyndina svo ég ætla að taka það að mér. Er búinn að ega marga bíla sem voru smíðaðir fyrir bensínvél en búið að svappa díselvél í þá, Útkoman var yfirleitt alltaf svipuð hávaðasamur bíll sem hristist og skalf, Ef Wrangler er eitthvað svipaður og gamli Willys má örrugglega búast við sömu niðurstöðu. Kostnaðurinn við þetta eru margir lítrar af bensín svo þegar upp er staðið er óvíst hvort einhver sparnaður er því menn nenna ekki að keyra mikið á bíl sem hristist og er hávaðasamur.

Ég er hinsvegar disel sinnaður flestir diselbílar eyða minna og eyðslan mun stapilli hvort sem menn hengi kerrur aftaní eða skrúfi stór dekk undir bílana. 40" breyttur bíll verður aldrei hentugur fyrir daglegan akstur en hann verður örugglega skemmtilegt leikfang (og þá er maður ekkert að spá í eyðslu) Hef átt Willys með disel vél og það fyrsta sem ég gerði var að henda þeirri vél úr og setja Möztu vél í staðin og bíllinn varð mun skemmtilegri eftir það. Því myndi ég ráðleggja þér að halda frekar í benzín vélina eða kaupa frekar bíl með diselvél

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 03.nóv 2020, 23:07
frá Freyr
Offari wrote:Finnst furðulegt hve margir taka undir þessa hugmynd. Og hve fáir reyna að drepa hugmyndina svo ég ætla að taka það að mér. Er búinn að ega marga bíla sem voru smíðaðir fyrir bensínvél en búið að svappa díselvél í þá, Útkoman var yfirleitt alltaf svipuð hávaðasamur bíll sem hristist og skalf, Ef Wrangler er eitthvað svipaður og gamli Willys má örrugglega búast við sömu niðurstöðu. Kostnaðurinn við þetta eru margir lítrar af bensín svo þegar upp er staðið er óvíst hvort einhver sparnaður er því menn nenna ekki að keyra mikið á bíl sem hristist og er hávaðasamur.

Ég er hinsvegar disel sinnaður flestir diselbílar eyða minna og eyðslan mun stapilli hvort sem menn hengi kerrur aftaní eða skrúfi stór dekk undir bílana. 40" breyttur bíll verður aldrei hentugur fyrir daglegan akstur en hann verður örugglega skemmtilegt leikfang (og þá er maður ekkert að spá í eyðslu) Hef átt Willys með disel vél og það fyrsta sem ég gerði var að henda þeirri vél úr og setja Möztu vél í staðin og bíllinn varð mun skemmtilegri eftir það. Því myndi ég ráðleggja þér að halda frekar í benzín vélina eða kaupa frekar bíl með diselvél


Tek undir það að ég tel þetta seint borga sig. Ef það finnst kram sem kostar mjög lítið og er þægilegt að setja í, aksturinn á ári eftir ferlið þokkalega mikill og eyðslumunurinn verulegur (kannsi 6+ lítrar) þá sleppur þetta til. Hinsvegar ef breytingin kostar kannski 2-300.000, aksturinn ekki mikill og eyðslumunurinn 3-4 lítrar mun þetta seint ef nokkurn tímann borga sig og væri sennilega hagkvæmara og þægilegra að styðja hana bara aðeins í bensínkaupum

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 04.nóv 2020, 08:39
frá birgthor
Þeir sem eruð að reyna fá manninn til þess að halda í original mótor gleymið aðal atriðinu, tíminn með dótturinni að mixa mótor í jeppann = priceless

Það var verið að auglýsa 4l dísel úr LC100 á FB, nú er bara að láta vaða (Thumbs up)

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 05.nóv 2020, 07:40
frá jongud
birgthor wrote:Þeir sem eruð að reyna fá manninn til þess að halda í original mótor gleymið aðal atriðinu, tíminn með dótturinni að mixa mótor í jeppann = priceless

Það var verið að auglýsa 4l dísel úr LC100 á FB, nú er bara að láta vaða (Thumbs up)


Allt of mikill hlunkur...

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 05.nóv 2020, 13:07
frá Sævar Örn
Ég held að það sé einmitt málið, að menn telja kostnaðinn ekki saman, það er blekking að aflgjafaskipti í jeppa hafi teljandi sparnað í för með sér.

Mér finnst það skína í gegn hjá flestum, og sjálfum mér þar með töldum að áraunin og skemmtunin af því að smíða og prófa aðra hluti yfirvinni krónur og aura stundum, þó maður hugsi það etv. af og til sem sparnað, sem er eins og áður segir bara blekking :)

Mér hefur lengi þótt jafn gaman að smíða og að keyra, er þó heldur að færast yfir í akstursdeildina af áhugasviðinu en ég hef framkvæmd svona hugmyndir áður og þær hafa gefist ágætlega.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 05.nóv 2020, 18:38
frá svarti sambo
Er ekki nóg til af riðguðum terrano með þokkalegan mótor og fl.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 05.nóv 2020, 23:37
frá TF3HTH
Setja JEEP í geymslu þar til peningar eru til að reka/breyta honum. Kaupa Yaris í snattið.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 06.nóv 2020, 09:03
frá jongud
Ég er svolítið hræddur um að hún gæti rekið sig á dýran vegg ef 40 tommu dekk eru markmiðið. Við erum að tala um Dana 35 hásingar sem eru í það veikasta fyrir svo stór dekk, jafnvel undir léttum bíl.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 06.nóv 2020, 13:54
frá juddi
Hún nefndi það sérstaklega að hún ætlaði ekki að láta sjá sig á einhverjum Yaris.

40" er allaveg mun ódýrara en td 38" AT.

Hef ekki miklar áhyggjur af hásingunum en ef sú staða kemur upp er litið mál að uppfæra þær .

Markmiðið er að klara bílinn fyrir æfingar akstur.
Diesel væðinginn þarf ca að borga sig upp á 2-3 árum sem eg tel raunhæft miðað við daily driver.

Hún hefur mjög sterkar skoðanir á flestum sviðum og berst ekki beint með straumnum svo það er bara að styðja hana í því enda ekkert leiðinlegt i flestum tilfellum td í fyrra dró hún mig á KISS tonleika

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 06.nóv 2020, 20:09
frá tommi3520
já ekki vitlaust að diesel væða uppá eldneytis sparnað, en á móti kemur er 4l mótorinn hörkugóður mótor og flott power þannig til að halda karakternum í bílnum myndi ég hugsa það vandlega áður en maður setur einhver diesel lullara í húddið sérstaklega ef hún vill eitthvað spretta úr spori annarslagið, þá er 4l mótorinn alveg mótorinn í það, síðan er hægt að stróka þær vélar og fá álhedd frá edelbrock t.d.. En þá fer spurningin að vera hvort bíllinn sé orðinn of hættulegur :)

en það er satt, það er ekkert gaman að vera alltaf með þetta á bensínljósinu og að þetta ryksugi veskið í heilulagi. 4l mótorinn væri kannski betri ef jeppinn væri aukabíll en ekki daily

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 07.nóv 2020, 21:17
frá Axel Jóhann
Ættir auðveldlega að geta fundið akandi musso eða terrano 2 með öllu sem þarf fyrir um 100-200kall þá er bara eftir að föndra þessu í wrangler.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 12.nóv 2020, 09:34
frá juddi
4L mótorinn er auðvitað hörku mótor en alltaf spurning um eyðslu svo er hann heldur ekki léttavara auk þess er held ég að það sé alveg hægt að fá grútarbrennara til að virka á við 4L sleggjuna

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 13.nóv 2020, 04:45
frá grimur
Var ekki 3.1 Isuzu í pickupunum einhverskonar gullmoli?
Spurning um að hafa alla anga úti með að finna lengju sem er ekki of mikið vesen að möndla í. Milliplötur og slíkt vindur stundum uppá sig, í ofanálag við að koma dótinu fyrir.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 13.nóv 2020, 07:47
frá jongud
grimur wrote:Var ekki 3.1 Isuzu í pickupunum einhverskonar gullmoli?
Spurning um að hafa alla anga úti með að finna lengju sem er ekki of mikið vesen að möndla í. Milliplötur og slíkt vindur stundum uppá sig, í ofanálag við að koma dótinu fyrir.


VAR er rétta orði yfir þá vél. Mig minnir að það hafi verið aðallega af því að hún er með járnhedd, en flestir framleiðendur eru búnir að strauja gallana úr álheddunum núna. Nú orðið þegar maður hugsar um díselvélar þá er eiginlega varla hægt annað en að líta til common rail vélanna. Allavega þegar kemur að vinnslu á breiðu snúningsbili og eyðslu. Hins vegar eru þær rándýrar, bæði í innkaupum og viðhaldi. Og Svakalegt vesen kringum rafkerfið á þeim.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 13.nóv 2020, 22:21
frá BrynjarHróarsson
2.9 dísel hyundai terracan fást á slikk með góðri díselvél og krami almennt, það gæti verið einhvað.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 13.nóv 2020, 23:12
frá juddi
2.9 Hyundai er held ég einn mesti gallagripur þegar kemur að common rail mótorum á eftir 3.0 Isuzu

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 14.nóv 2020, 00:33
frá BrynjarHróarsson
Því er ég ekki sammála, en þeir eru mjög oft vitlaust bilanagreindir þegar þeir bila. það á mjög oft við common rail dísel.

Hvaða galla áttu við fyrir utan spíssa sem er ekki vandamál í rauninni ef menn átta sig á orsök og afleiðing.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 14.nóv 2020, 19:02
frá gambri4x4
Eg sé nu reyndar enga glóru í þvi að vera með 40" breyttan sem daily driver hvort sem er Bensin eða Diesel.

Re: Mótor í léttan bíl

Posted: 17.nóv 2020, 01:42
frá StefánDal
Ég er að smíða Jimny/Willys blending á 35” dekkjum. Ætla að nota orginal kramið (Jimny) til að byrja með en svo er hugmyndin að setja í hann 2.0 vél úr Hondu. K20A4 nánar tiltekið.
Það held ég að sé skemmtilegur mótor í létta jeppa.