Öryggi fyrir Toyota rafmagnslás

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
atlibk
Innlegg: 6
Skráður: 26.jan 2018, 23:19
Fullt nafn: Atli Berg Kárason

Öryggi fyrir Toyota rafmagnslás

Postfrá atlibk » 30.sep 2020, 13:26

Veit einhver fróður maður um staðsetningu á 4wd eða diff öryggi fyrir Toyota rafmagnslás?
bíllinn er Hilux 1991.
Síðast breytt af atlibk þann 04.okt 2020, 08:31, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Beintenging á Toyota rafmagnslás

Postfrá jongud » 30.sep 2020, 15:42

Þetta er meira en bara on/off takki, hérna er rafmagnsteikning af þessum 6 vírum sem fara niður í drifið, þar af eru 2 (nr. 4 og 6) sem fara í skynjaran sem segir hvort lásinn sé á eða ekki. Og rofin fyrir þetta er tvöfaldur skiptirofi. (double pole- double throw)

https://farm5.staticflickr.com/4516/38990760231_921c1c206f_o.jpg

Ég er í veseni með minn á Tacomu og er að spá í að setja lofttjakk.


Höfundur þráðar
atlibk
Innlegg: 6
Skráður: 26.jan 2018, 23:19
Fullt nafn: Atli Berg Kárason

Re: Beintenging á Toyota rafmagnslás

Postfrá atlibk » 04.okt 2020, 08:28

Já, en veistu hvar 4wd öryggið er staðsett?
Ég hef ekki ennþá fundið neitt sem heitir 4wd eða diff.
Er það tengt inná eitthvað annað?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Öryggi fyrir Toyota rafmagnslás

Postfrá Sævar Örn » 04.okt 2020, 09:48

Minn hilux er árg. 2000 og þar er öryggið í öryggjaboxi inni í bíl, við vinstra hné ökumanns.

Á upptalningunni er öryggið merkt: 4WD(20A)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Beintenging á Toyota rafmagnslás

Postfrá jongud » 04.okt 2020, 09:53

atlibk wrote:Já, en veistu hvar 4wd öryggið er staðsett?
Ég hef ekki ennþá fundið neitt sem heitir 4wd eða diff.
Er það tengt inná eitthvað annað?

Það gæti verið merkt sem 4WD. Mér skilst að rofinn og ljósið fái straum frá GAUGE örygginu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 65 gestir