Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 16 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 23.jún 2021, 13:45

jæja lokaspretturinn er á fullu. Það átti nú að fara í ferð á bílnum þessa helgi en það er 100% öruggt að það verður ekki. Við fáum lánað bíl þessa helgi og förum síðan bara af stað á Einfara fyrstu helgina í Júlí. Þetta er búið að ganga svona beggja blands undanfarið. Bæði gengið vel og síðan verið allskonar bras sem hefur þurft að leysa. Þegar ég tók framm pallinn og fór að vinna í honum rifjaðist upp fyrir mér hvað hann er í hrikalega slæmu ástandi. Það var aðeins niðurdrepandi en það er alveg ljót að þessi pallur er í raun ónýtur. Ég græjaði eitthvað á einni helgi sem er hægt að nota næstu mánuði. Svo er planið að hreinlega smíða nýjan pall með geymslum og einhverju sniðugu næsta vetur. Bíllin er farinn að keyra en það hefur verið vesen að klára bremsurnar. Það lítur út fyrir að núna sé loksins búið að redda því.

01.jpg
smá prufuhringur eftir að allt var farið að snúast og keyra. Þarna eru engar bremsur þannig að þetta var bara rétt til að snúa bílnum við.
01.jpg (546.2 KiB) Viewed 9935 times


02.jpg
fyrsta vesen! bíllin harðneitaði að fara í frammdrifið. Það heyrðist ekkert frá mótornum og þegar ég setti straum beint inn á mótorinn gerðist ekkert. Þegar ég var búinn að opna húsið virtist allt vera í góðu, ekkert sjáanlegt var að. Það eina sem þurfti að gera var rétt að pússa/hreinsa snerturnar á mótornum og þá var allt farið að virka.
02.jpg (582.57 KiB) Viewed 9935 times


03.jpg
Næsta bras var að allt í einu kveiknaði loftpúðaljós í mælaborðinu. Villa gaf til kynna bilun í loftpúða í stýrinu. Við nánari skoðin hafði spíraltengið dottið í sundur af notkunarleysi. Það var pantað og er að detta í hús.
03.jpg (303.69 KiB) Viewed 9935 times


04.jpg
næsta bras kom þegar ég ætlaði að setja þurkurnar á... þá drafst á bílnum, öll ljós í mælaborðinu loguðu og fullt af relayum fóru að smella á miljón og bíllin startaði en fór ekki í gang. Villur gáfu til kynna vandamál í vélartölvu.... þarna leyst mér eeeeekki á blikuna. Eftir talsverða leyt og góð ráð fann ég á endanum jarðtengingu sem hafði ekki fengið að vera memm þegar bíllin var settur saman. Jæja jörðinni fékk jörð og þá virkaði allt eðlilega aftur.
04.jpg (521.26 KiB) Viewed 9935 times


05.jpg
Pallurinn kominn inn á búkka
05.jpg (431.76 KiB) Viewed 9935 times


06.jpg
rið undir brettakannt
06.jpg (495.11 KiB) Viewed 9935 times


07.jpg
Þetta er frekar ömurlegt, en verður að duga í sumar
07.jpg (752.54 KiB) Viewed 9935 times


08.jpg
jæja nú vona ég að Toyota og aðrir bílaframeliðendur séu að hlusta. Hérna sést munurinn og gagnið sem grjótvörn gerir. Ég þurfti að skafa í burtu smá grjótvörn til að komast í eitthvað sem var hægt að sjóða. Grjótvörnin er c.a. 3mm þykk og þar undir eru tandurhreint stríheilt stál. En við hliðina á þar sem ekki var grjótvörn er ekkert eftir til að sjóða í!
08.jpg (645.87 KiB) Viewed 9935 times


09.jpg
Hérna sést hvernig frágangurinn hefur verið. Þetta er í hjólaskálinni og þarna sjá skil þar sem er grjótvörn. Það hefur semsagt verið sett brettaplastið í hjólaskálina og eftir því grjótvörn, þessvegna eru skilin. Þetta er ekki góður frágangur og hefði verið talsvert betra að setja grjótvörn fyrst í alla hjólaskálina áður en brettaplastið kom.
09.jpg (610.73 KiB) Viewed 9935 times


10.jpg
Búið að skera úr fyrir hásingafærslu. Ég tók bara helling í burtu svo ég hefði alveg örugglega eitthvað til að sjóða í og hér verður bara lokað með punktsuðu
10.jpg (626.61 KiB) Viewed 9935 times


11.jpg
1mm rafgalv. verður notað til að græja nýjar hjólaskólar
11.jpg (272.14 KiB) Viewed 9935 times


Þegar maður þarf að beygla járn er hentugt að vera búin að búa til sinn eigin beyglara. Sérstaklega ef maður ætlar að redda einhverju sem á að vera ódýrt :)


13.jpg
hjólaskál reddað
13.jpg (537.93 KiB) Viewed 9935 times


14.jpg
klárt báðu megin og pensilskítti skellt yfir
14.jpg (663.81 KiB) Viewed 9935 times


15.jpg
Búið að skera úr brettum og bæta í gapið sem myndaðist eftir hásingafærsluna. Það var líka punktsoðinn bútur beygður til með höndunum bara. Þetta fer mest allt á bakvið brettakannt.
15.jpg (544.51 KiB) Viewed 9935 times


16.jpg
svo kom næsta bras... ég misreiknaði aðeins miðjufestinguna fyrir pallinn. Eftir hásingafærsluna sem hún verða fyrir og dekkið rekast í þegar bíllin misfjaðrar. Þetta var leyst með því að skella boddífestingum upp á grindina og er það langleiðina komið á þessari mynd
16.jpg (540.59 KiB) Viewed 9935 times


17.jpg
nýjar festingar klárar og búið að skera gömlu í burtu.
17.jpg (571.61 KiB) Viewed 9935 times


18.jpg
og svo næsta bras. aftasti hlutinn á grindinnni hafði gengið saman um 20~25mm. Sem var nóg til þess að boddífestingarnar hittu ekki á sinn stað. Þetta hefur líklega gerst eftir suðuvinnuna á afturfjöðruninni. Ég hélt ég hefði stífað þetta nóg en greynilega ekki. En jæja, drullutjakkurinn var tekinn frammn og grindin glennt í sundur.
18.jpg (506.25 KiB) Viewed 9935 times


19.jpg
pallurinn loksin kominn á og öll boltagöt hitta á rétta staði. Þótt það hafi verið allskonar vesen þá hefur tekist að leysa allt hingað til. Núna verður hægt að fara að setja saman á fullu og græja fyrir ferðasumarið!
19.jpg (487.58 KiB) Viewed 9935 times


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní

Postfrá elli rmr » 02.aug 2021, 17:01

Svo hrikalega flott og vel unnið verkefni hjá þér til lukku með bílinn

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 03.aug 2021, 15:12

elli rmr wrote:Svo hrikalega flott og vel unnið verkefni hjá þér til lukku með bílinn


Takk fyrir það... ég þarf að klára að setja inn uppfærslu. Ég vann eins og brjálæðingur 5 júlí og bara stoppaði ekki fyrr en bíllin var prufukeyrður klukkan 5 um morgunin 6 júlí og seinna um daginn var búið að fara með bílinn í skoðun, tanka, pakka alla niður og leggja af stað í sumarútlegurnar. Það var talsverður hamagangur í mér seinustu dagana og eyðilagði ég síman, þannig að eitthvað af myndum glataðist. En ég skal koma þessu inn fljótlega :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 14.aug 2021, 09:07

Jæja það er kominn tími á að setja inn lokakaflan á þessu. Bíllin kláraðis 6 júlí þannig að ég skulda eitthvað af myndum. Eins og ég sagði áður glötuðust einhverar myndir sem ég hafði ekki vistað dagana áður en það var aðalega frágangur, lokasamsetning, rafmagn, loft og slíkt. En bíllin fór saman og við ferðuðumst allan júlí nánast samfellt. Skelltum okkur í hitabylgjuna á Austurlandi og áttum þar frábæra daga. Allt sem tengist uppgerðinni og breytingu virkaði meiriháttar vel. Það munar svakalega að hafa fært afturhásinguna aftar og sett loftpúða. Ég var áður alltaf í vandræðum með fellihýsið og full lestaðan bíl. Það var engin samsláttur eftir, annaðhvort voru örfáir mm í samsláttarpúðan eða hann var farin að snerta. Þetta er pínu vesen á bílum sem eru svona misjafnt lestaðir. Eina stundina er bíllin kanski léttur í vetrarferð eða veiðiferð en næst er hann orðin 3,8-3,9 tonna vagnlest. Það er erfitt að fá gorma sem hentar fyrir bæði. Með loftpúðum sem er stýrt inni í bíl tekur hinsvegar bara nokkrar sekundur að rétta bílinn af. Ég setti líka krana inn í pallin til að geta lækkað hann þegar verið er að taka úr eða raða í pallin. Það kom mér á óvart hvað það er nice fítus og var óspart notað. Eyðslan í bílnum snarminkað. Eftir að hafa hreinsað EGR, soggrein og skipt um spíss minkaði eyðslan um tæpa 2 l/100km. Því miður var ein stór uppákoma í ferðinni, það kemur sér færsla um það á eftir.

01.jpg
2mm plast fyrir innribrettin komið í hús
01.jpg (256.35 KiB) Viewed 8711 times


02.jpg
Ég lét plasið loka allri hjólaskálinni og ná alveg inn í brettakannt. Ég var búinn að setja hnoðrær sem ég notaði til að festa plasið.
02.jpg (350.25 KiB) Viewed 8711 times


03.jpg
Sætin voru ansi skítug og ógeðsleg eftir geymslu. Ég leigði blettahreinsi sem gerði eiginlega kraftaverk á þessum sætum.
03.jpg (535 KiB) Viewed 8711 times


04.jpg
Eftir blettahreinsun
04.jpg (506.27 KiB) Viewed 8711 times


05.jpg
Ég hefði svo litla trú á að þetta myndi virka að ég tók ekki nógu góða "fyrir" mynd. En þetta sæti var svo hrikalega skítugt að það var varla boðlegt nema í vinnugalla.
05.jpg (533.74 KiB) Viewed 8711 times


06.jpg
Kútur fyrir rúðuvökva. Orginal kúturinn verður fyrir þegar það koma 44" dekk. Þessi er nokkuð minni og auðvelt að koma fyrir
06.jpg (221.32 KiB) Viewed 8711 times


07.jpg
Bremsudælurnar að aftan var hausverkur. Mesta furða, stundum eru svona hlutir sem maður gerir ráð fyrir að verði ekki vandamál....... vandamál. Það var alltaf eitthvað sem vantaði. En á endanum fékk ég uppgerðar dælur, gat borað út slitna bolta í gömlum bremsukjamma, fann færslubolta sem ég hefði geymt einhverntíman og þetta fór saman á endanum.
07.jpg (430.99 KiB) Viewed 8711 times


08.jpg
Komin mekkanísk stýring fyrir loftpúða.
08.jpg (470.37 KiB) Viewed 8711 times


09.jpg
Búið að mála gamla sárið eftir brettakanntin
09.jpg (357.97 KiB) Viewed 8711 times


10.jpg
Kantar komnir á og allt á fleigi ferð í lokafrágang
10.jpg (467.82 KiB) Viewed 8711 times


11.jpg
Afturbekknum breytt þannig að hægt er að leggja sætið framm án þess að rífa það úr
11.jpg (393.56 KiB) Viewed 8711 times


12.jpg
Dráttarbeisli fékk sandblástur, prófílbeislið og stuðaragrindin fengi síðan svona "hraðblástur"
12.jpg (946.44 KiB) Viewed 8711 times


13.jpg
Svo var allt grunnað og raptorhúðað
13.jpg (545.89 KiB) Viewed 8711 times


14.jpg
og hérna semsagt kemur gatið þar sem að það vantar myndir. En þetta er nokkrum klukkustundum frá prufuakstri og bíllin klár í að fara af stað.
14.jpg (642.29 KiB) Viewed 8711 times


15.jpg
Bíllin full lestaður með fellihýsi en búið að stilla loftpúða þannig að nóg er eftir í samslátt.
15.jpg (426.74 KiB) Viewed 8711 times


16.jpg
Seint um kvöldið vorum við komin á Kirkjubæjarklaustur og allt lofaði mjög góðu.
16.jpg (303.77 KiB) Viewed 8711 times


20210812_181423.jpg
Hérna eru kranar inni í pallinum þar sem er bæði hægt að taka loft út af púðunum og bæta í þá lofti ef eitthvað klikkar í bílnum
20210812_181423.jpg (591.16 KiB) Viewed 8711 times


20210812_181457.jpg
Þennan mæli fékk ég á Amazon. Þarna var áður hátaari fyrir talstöð sem var löngu ónýtur. Ég tók hann úr, smíðaði þennan ramma og er þetta bara ágæt staðsetning.
20210812_181457.jpg (472.69 KiB) Viewed 8711 times


20210812_181543.jpg
Til að spara tíma setti ég í hann tilbúið aukarafkeri sem ég fékk í ArcticTrucks. Gamla aukarafkerfið var orðið nokkuð plástrað og þreytt. Þetta var mjög þæginlegt í ísetningu.
20210812_181543.jpg (414.89 KiB) Viewed 8711 times


20210812_181546.jpg
Það fór síðan í hann Android útvarp, ég á reyndar eftir að fá réttan ramma til að loka gatinu. Gamla útvarpið var farið að hökta og síðan var ég með gamlan Garmin GPS hlunk sem var farinn að virka illa með nýjustu GPS kortunum. Þannig að ég ákvað að láta GPS tækið fara og er að vonast til að þetta Android tæki leysi af hólmi bæði útvarpið og GPS tækið. Þetta tæki heitir Atoto A6 Pro og lofar bara ansi góðu
20210812_181546.jpg (390.03 KiB) Viewed 8711 times


20210812_181739.jpg
nýtt 13p kerrutengi komið og lofttengi bæði framan og aftan
20210812_181739.jpg (569.02 KiB) Viewed 8711 times


20210812_181817.jpg
Aukarafkerfið tekur talsvert minna pláss en áður
20210812_181817.jpg (515.64 KiB) Viewed 8711 times


20210812_181823.jpg
Kúturinn fyrir rúðuvökvan fer ágætlega þarna
20210812_181823.jpg (437.72 KiB) Viewed 8711 times


20210812_181832.jpg
Fini dælan komin með þrístirofa og er kerfið sett upp með það í huga að það komi úrhleypibúnaður. Svo er þarna í felum ARB dæla fyrir læsingarnar
20210812_181832.jpg (554.07 KiB) Viewed 8711 times


Af sjálfsögðu fær maður stundum aðstoð.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 23 júní

Postfrá Óskar - Einfari » 14.aug 2021, 09:42

Eins og ég sagði var ein stór uppákoma í ferðinni. Á leiðinni niður brattar brekkurnar í mjóafirði var semsagt ekki góðu hugmynd að nota lága drifið eitt og sér til að halda við 3.8 tonn. Við lentum í aðstæðum þar sem öll tjaldsvæði á austfjörðum voru full, við ætluðum að komast undan með því að fara yfir í Mjóafjörð. En eftir að vera búin að keyra tjaldsvæði yfir á tjaldsvæði var orðið langt liðið framm á nótt og yngsta barnið löngu búið með alla þolinmæði í bílnum. Þannig að ég var að flýta mér aaaaalltof mikið niður brekkurnar. Þetta varð að atburðarrás sem varð dýr lexía. Niður eina brekkuna kom hár hvellur og mikklir skruðningar þangað til ég gat stoppað bílinn. Pinion legurnar í frammdrifinu höfðu hrunið, sennilega af því að niður brekku þá vísa pinionlegurnar í frammdrifnu aðeins upp og fá möguleiga minni olíu/kælingu. Með þessu brotnað frammdrifið. Sennilega hefur pinion náð að festast og við það högg gaf sig eitthvað í millikassanum. Við vildum ekki fara niður í Mjóafjörð á biluðum bíl, okkur tókst að snúa við og fara á afturdrifinu á Egilstaði. Þar enduðum við á tjaldsvæðinu á Skipalæk þar sem var búið að opna inn á nýslegið tún.
Það er hægt að ferðast án þess að vera með frammdrif, en með bilaðan millikassa vorum við að fara lítið. Nú var ómetanlegt að eiga góða vini, það var til millikassi í Reykjavík sem ég gat fengið lánaðan og seinna daginn eftir var hann kominn með flugi á Egilsstaði. Það var ansi skrautlegt og vakti mikkla athygli á tjaldsvæðinu þessi vitleysingur sem var í fullum vinnugalla í 25 stiga hita, búinn að "opna verkstæði" í sumafríinu sínu og var að taka upp millikassa á meðan börnin voru úti að leika í sólinni. En ég var með öll verkfæri sem ég þurfti og þetta varð til þess að við gátum haldið áfram að ferðast.

01.jpg
Þegar ég stoppaði bílinn og komst út tók við mikil olíubræla og olíuleki frá millikassanum
01.jpg (517.15 KiB) Viewed 8703 times


Millikassinn


Frammdrifið
https://www.youtube.com/watch?v=bdeJ4fiti-M

04.jpg
Millikassinn kominn úr
04.jpg (1.17 MiB) Viewed 8703 times


Það var vel hugsað um mig á milli verka


06.jpg
Krökkonum fannst þetta ansi áhugavert
06.jpg (946.47 KiB) Viewed 8703 times


07.jpg
Millikassin vel inn pakkaður kominn á staðinn og keyrðu alla leið inn á tjaldsvæðið af Iceland Air Cargo
07.jpg (682.56 KiB) Viewed 8703 times


08.jpg
Það var pínu bömmar, það var búið að draga út skiptigafflana í millikassanum þannig að synchro lyklarnir voru dottnir ofan í kassan. Það var því ekki um annað að ræða en að rífa millikassan, finna lyklana og setja rétt saman.
08.jpg (373.31 KiB) Viewed 8703 times


Að vera með millikassa í frumeindum á tjaldsvæðinu vakti talsverða athygli. Það tók nokkurn tíma að finna alla 3 lyklana þar sem einn lá í felum á bakvið hlíf.


um miðnætti var lánskassinn komin saman. Eftir hita sem var yfir daginn var þoka löggst yfir. Morgunin eftir skellti ég kassanum í og við héldum áfram.



11.jpg
Þegar heim var komið var síðan kominn tími á að skoða hvað fór úrskeyðis í millikassanum
11.jpg (343.07 KiB) Viewed 8703 times


12.jpg
Fljótlega kom þetta í ljós. Við átökin hafði húsið á millikassanum sprungið fyrir ofan frammdrifsöxulinn
12.jpg (507.95 KiB) Viewed 8703 times


13.jpg
Innvolsið í kassanum var í lagi en með húsið svona illa farið er best að finna bara annan kassa. Þessi kassi mun síðan henta ágætlega í milligírsmíði sem ég vill fara í þann pakka einhvern daginn.
13.jpg (446.79 KiB) Viewed 8703 times


Ég á ennþá eftir að skoða frammdrifið. Ég geri ráð fyrir að það verði bara upptekt: nýjar legur, nýtt hlutfalll. Það væri vel sloppið. Ég allavega vona að læsingin sé í lagi. Það verður hinsvegar aðeins að bíða en ég mun taka myndir og halda áfram með þráðinn þegar það kemur að því.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 14 ágúst

Postfrá elli rmr » 15.aug 2021, 15:05

Leiðinlegt ... en á ekki svona drif að þola að fara niður brekkur ?? Geri mér grein fyrir að bíll og vagn er þungt en hraðinn er nú ekki millill þarna niður

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 14 ágúst

Postfrá Óskar - Einfari » 15.aug 2021, 19:40

elli rmr wrote:Leiðinlegt ... en á ekki svona drif að þola að fara niður brekkur ?? Geri mér grein fyrir að bíll og vagn er þungt en hraðinn er nú ekki millill þarna niður


Jú að sjálfsögðu og ég hef áður notað 4WD óspart bæði há og lága til að halda við bílinn niður allskonar brekkur með eða án vagns. Meira að segja nokkrar ferðir niður í Mjóafjörð.... en öllu má nú á endanum ofgera. Drifið og legurnar búið með 260.000km á 38" dekkjum sem verður nú bara að teljast nokkuð gott í bíl sem er í harðri notkun. Hraðinn á mér var alltof mikill m.v. lestunina á bílnum og ég lét niðurgírunina sjá um alla vinnuna við að halda hraðanum niðri, sjálfskiptingin var komin í efsta þrep. Þetta verður bara dýr lærdómur fyrir mig.
En svo er þetta svosem bara ein kenning á atburðarásinni. Kanski var það eitthvað allt annað sem olli því að pinionlegurnar hrundu. En það var enginn fyrirvari á þessu. Allt var búið að virka fínt áður.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 14 ágúst

Postfrá Óskar - Einfari » 07.nóv 2021, 08:59

Jæja það er kominn tími á að halda aðeins áfram eftir pásu frá því síðasta sumar. Nú þarf að koma nokkrum hlutum í lag sem ég þurfti að geyma vegna tímaskorts. Fyrst er náttúrulega frammdrifið sem hrundi síðasta sumar. Demparar og gormar að framan voru orðnir slakir ásamt einni hjólalegu en þetta varð bara að fara í eins og þetta var. Ég er allavega byrjaður að opna þetta alltsaman til að átta mig hvað vantar.

01.jpg
Kominn á stultur aftur. Það var nú auðvelt og fljótgert að losa allt undan, engir boltar fastir núna :)
01.jpg (465.7 KiB) Viewed 7509 times


02.jpg
Frammdrifið komið upp á borð
02.jpg (337.52 KiB) Viewed 7509 times


03.jpg
og hérna er síðan orsökin af þessu öllu saman. Minni pinion legan bráðnuð saman við pinion. Þar sem frammdrifið vísaði niður á leiðinni niður brekkurnar í mjóafirði hefur þessi lega verið svelllt af olíu sem fór svona.
03.jpg (437.51 KiB) Viewed 7509 times


04.jpg
Far eftur að pinion keyrði sig utan í læsinguna þegar legan hrundi. Kamburinn er óskemmdur
04.jpg (385.83 KiB) Viewed 7509 times


05.jpg
Pinion er svosem líka óskemmdur en það sem eyðileggur hlutfallið er að restin af legunni er bráðnuð saman við pinion og engin leið að ná í sundur. Hér skapast smá vandamál þar sem átökin við að ná þessu í sundur geta verið svo mikil að drifhúsið brotni.
05.jpg (495.3 KiB) Viewed 7509 times


06.jpg
Eftir að hafa sofið á þessu datt mér í hug leið til að ná þessu í sundur án þess að skemm húsið. Það var að fara öfuga leið með pinion þar sem stærri legan var aveg í lagi. Til þess þurfti ég að komast af með slípirokk og skera hausinn af pinion
06.jpg (450.87 KiB) Viewed 7509 times


07.jpg
Þetta tók nú smá tíma en tóks á endanum að hreinsa allt í burtu þannig að nú ætti pinion að komast í gegnum stærri leguna.
07.jpg (365.23 KiB) Viewed 7509 times


08.jpg
og það tókst... með aðstoð frá MAPP gasi og traustum og góðum slaghamri.
08.jpg (525.06 KiB) Viewed 7509 times


09.jpg
Næst er að kíkja á dempara sem lekur. Þetta er hægri frammdemparinn allur olíublautur og olíupollur fyrir neðan spyrnuna. Þessu er ekki hægt að fresta lengur.
09.jpg (391.24 KiB) Viewed 7509 times


10.jpg
demparinn kominn úr og gormurinn kominn af
10.jpg (513.44 KiB) Viewed 7509 times


11.jpg
og hér er m.a. ástæðan fyrir lekanum. Öxullinn er skemmdur og þetta rífur alllar þéttingar um leið
11.jpg (244.47 KiB) Viewed 7509 times


12.jpg
dempara olían orðin vel svört
12.jpg (377.29 KiB) Viewed 7509 times


13.jpg
allt komið í sundur
13.jpg (422.54 KiB) Viewed 7509 times


14.jpg
Það næsta sem var farið í var lokumótorinn. Hann var nú ekki á dagskrá en þegar ég tók frammdrifið undan tók ég eftir að slangan í öndunina hafði losnað. Svo þegar mótorinn lá á borðinu tók ég eftir vatn/polli undir mótornum. Þetta lítur ekki alveg nógu vel út.
14.jpg (420.8 KiB) Viewed 7509 times


15.jpg
og enn eitt verkefnið í þessari törn. Hjólalegan hm/framan. Það er nú ekki komið slag í þessa legu en það er komið smá hljóð í hana. Leguna á ég til svo ég skipti frekar um hana núna heldur en að hún fari.
15.jpg (431 KiB) Viewed 7509 times


16.jpg
Ég útbjó einfallt sett til að pressa í sundur frammhjólalegur. Þetta flýtir talsvert mikið fyrir þeirri aðgerð.
16.jpg (474.57 KiB) Viewed 7509 times


17.jpg
Legan pressuð úr
17.jpg (331.98 KiB) Viewed 7509 times


18.jpg
Tvæ legur komnar í sundur. Önnur þeirra er auka lega sem ég er iðulega með tilbúna.
18.jpg (355.29 KiB) Viewed 7509 times


Nú er næst á döfinni að finna til þá íhluti/varahluti sem vantar í þetta. Það er náttúrulega ljós að drifið þarf uppgerð með nýjum legum, pakkdósum og nýju hlutfallli. Dempararnir þurfa þéttisett, aðra gorma og annar þeirra nýjan öxul. Ég er síðan að þurka lokumótorinn og kemur í ljós hvað ég geri þar, hvort ég hreinlega festi bara lokumótorinn. Hjólalegurnar eru svosem einfalllt mál og allt til í það sett.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 okt

Postfrá Óskar - Einfari » 07.nóv 2021, 10:35

póstaði óvart tvisvar, þessari færslu má eyða
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október

Postfrá jongud » 07.nóv 2021, 12:35

Ég vissi ekki að það væri vaninn að skipta um legur í svona "unit-bearing" dæmi. En það er greinilega hægt þó að verkstæðin geri það ekki.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október

Postfrá Óskar - Einfari » 07.nóv 2021, 14:51

jongud wrote:Ég vissi ekki að það væri vaninn að skipta um legur í svona "unit-bearing" dæmi. En það er greinilega hægt þó að verkstæðin geri það ekki.


Já ég er þarna reyndar búinn að taka í sundur leguna sjálfa til að skoða hvað fór. En jú legan, pakkdosir og stuturinn/flangsin koma í sithvoru lagi!

431413D.gif
Lega/hub
431413D.gif (33.41 KiB) Viewed 7457 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október

Postfrá Óskar - Einfari » 12.mar 2022, 14:41

Jæja það er löngu löngu kominn tími á uppfærslu. Ég er ekkert hættur en hef bara ekki verið að vinna á alveg sama tempoi og síðasta vetur enda er bíllin ekki allur í frumeindum. Það er eitt og annað búið að gerast, sumt á áætlun, sumar áætlanir búnar að breytast eins og gengur. Ég er að vona að ég geti klárað þetta verkefni þennan vetur. Aðalega af því að mig langar ekki inn í annan vetur jeppalaus og næsta vetur langar mig kanski að gera eitthvað annað. Vonandi gengur það eftir :)

02.jpg
Ég var í smá brasi að fá rétta stöng í demparan. Á endanum fann ég stöng sem var lengri og fékk snillingana í Cyltech til að stitta stöngina í rétta lengd fyrir mig.
02.jpg (3.26 MiB) Viewed 5815 times


03.jpg
Þessi gormur er heldur betur búin að þjóna sínum tilgangi. Þetta eru 550lbs gormar og ætla ég að prófa að fara núna í 650lbs gorma að framan.
03.jpg (2.62 MiB) Viewed 5815 times


04.jpg
Hér er hjólalegan komin saman og nýjar pakkdósir tilbúnar.
04.jpg (2.91 MiB) Viewed 5815 times


05.jpg
Það er einhver bið eftir varahlutum í frammdrifið þannig að endaði óvart á að sandblása og mála frammdrifið svo ég hefði nú eitthvað að gera.
05.jpg (3.13 MiB) Viewed 5815 times


06.jpg
nýtt 4.88 hlutfall komið sem strákarnir í drif.is redduðu fyrir mig.
06.jpg (2.42 MiB) Viewed 5815 times


07.jpg
og þá hófst þetta púsluspil
07.jpg (3.04 MiB) Viewed 5815 times


08.jpg
Ég hef ekki stillt inn clamshell drif áður þannig að ég þurfti að útbúa mér alllskonar verkfæri til að setja þetta saman og stilla.
08.jpg (3.4 MiB) Viewed 5815 times


10.jpg
Ég hefði alveg getað þegið hentugri klukku í þetta en þetta svosem gekk á endanum
10.jpg (3.6 MiB) Viewed 5815 times


11.jpg
Til að fá sýnilegra far í málninguna á kambinum batt ég tusku utan um pinioninn áður en ég sneri kambinum. Svona fékk ég talsvert meira viðnám á pinioninn.
11.jpg (2.86 MiB) Viewed 5815 times


12.jpg
Allt að þokast í rétta átt en að sjálfsögðu tók nokkrar tilraunir til að fá þetta á endanum rétt.
12.jpg (2.73 MiB) Viewed 5815 times


13.jpg
Til að mæla preload notaði ég pundmæli og band sem ég vafði utan um hólk sem ég festi á pinionflangsinn. Þessa aðferð hef ég notað áður og hefur þetta reynst vel.
13.jpg (2.89 MiB) Viewed 5815 times


14.jpg
Allt komið loksins saman og er núna komið í bílinn aftur.
14.jpg (3.05 MiB) Viewed 5815 times


15.jpg
Svo var hlaupið í dempara aftur. Komnar þéttingar og olía sem ég fékk hjá ArcticTrucks.
15.jpg (2.71 MiB) Viewed 5815 times


16.jpg
Allar þéttingar komnar í og dempararnir kárir fyrir olíu
16.jpg (2.12 MiB) Viewed 5815 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október

Postfrá Óskar - Einfari » 12.mar 2022, 15:03

Frammhald

17.jpg
Svo tók verkefnið eiginlega smá 90 gráðu beygju þegar mér áskotnuðust brettkantar fyrir 44"
17.jpg (3.56 MiB) Viewed 5810 times


18.jpg
Þessir kantar koma af yngri bíl sem er með öðruvísi frammenda. Kantarnir passa því ekki alveg en það hefði svosem alveg mátt breyta þeim. Ég fékk hinsvegar þá dellu að smíða bara stuðara í staðin og láta neðri partinn af köntunum fara.
18.jpg (3.49 MiB) Viewed 5810 times


19.jpg
Stuðarinn kominn upp á borð og búið að gera línu til að skera eftir.
19.jpg (1.89 MiB) Viewed 5810 times


20.jpg
og síðan afskurðurinn kominn á aftur. Með því að hafa þennan renning þá er ég kominn með lárétta línu til að smíða eftir.
20.jpg (3.38 MiB) Viewed 5810 times


21.jpg
Svo byrjar þetta allt með skapalóni úr pappa
21.jpg (2.44 MiB) Viewed 5810 times


22.jpg
Eftirlitið mætt á staðin til að passa að allt sé rétt gert!
22.jpg (1.86 MiB) Viewed 5810 times


23.jpg
Ég teiknaði línu eftir boganm á stuðaranum til geta teki mynd og sett í teikniforritið. Með skapalón fyrir festingu mog þessa línu gat ég teiknað og hannað stuðaran í heild sinni.
23.jpg (1.35 MiB) Viewed 5810 times


24.png
Þetta tók smá tíma en hérna er stuðari og nýtt prófilbeisli teiknað í þrívídd
24.png (103.45 KiB) Viewed 5810 times


25.jpg
Svo voru teikningar sendar til Hebba í Járnbrennsluni og alllt skorið út 3-4mm plötustáli.
25.jpg (2.48 MiB) Viewed 5810 times


26.jpg
Járnaruslið setti ég í ediksýru yfir nótt til að hreinsa af eldhúðina
26.jpg (2.66 MiB) Viewed 5810 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október

Postfrá Óskar - Einfari » 12.mar 2022, 15:16

Frammhald

27.jpg
Á meðan smíðaði ég prófilbeislið sem mun koma í staðin fyrir það gamla sem var boltað á.
27.jpg (2.42 MiB) Viewed 5810 times


28.jpg
Búið að steikja beislið framan á grindina. Þetta beisli er bæði neðar og innar þar sem ég tók framan af grindinni því sem nemur þyktinni á prófilnum.
28.jpg (3.92 MiB) Viewed 5810 times


29.jpg
Nýja beislið er síðan með bolta/festingar fyrir stuðaran
29.jpg (2.73 MiB) Viewed 5810 times


31.jpg
Þá var næst að vinda sér í það að smíða stuðaran
31.jpg (3.78 MiB) Viewed 5810 times


32.jpg
Kominn sökkull fyrir þokuljós
32.jpg (2.94 MiB) Viewed 5810 times


33.jpg
Smíðin komin vel af stað
33.jpg (3.12 MiB) Viewed 5810 times


34.jpg
Til að skera úr rörunum fyrir kastarsökklinum bjó ég tilskapalón í solidworks sem er ég prentaði síðan og skar út.
34.jpg (3.01 MiB) Viewed 5810 times


35.jpg
skapalóninu vafði ég utan um rörið og teiknaði línu eftir því
35.jpg (2.44 MiB) Viewed 5810 times


36.jpg
Ég var ekki með þann munað að hafa beygjuvél þannig að rörin vory beygð með kökusneiðum eða "pie-cuts"
36.jpg (2.76 MiB) Viewed 5810 times


37.jpg
Suðurnar voru síðan slípaðar niður og fékkst þannig ásættanlega beygja. Með þessu móti gat á reyndar beygt rörið bæði niður og aftur á sama tíma sem hefði ekki verið mögulega í beygjuvél
37.jpg (3.09 MiB) Viewed 5810 times


38.jpg
Smíðavinna á lokametrunum
38.jpg (2.04 MiB) Viewed 5810 times


39.jpg
Allt klár fyrir grunn
39.jpg (3.19 MiB) Viewed 5810 times


40.jpg
Komin ein umferð af Jotun Jodamastic 90 tveggja þátta epoxy
40.jpg (3.36 MiB) Viewed 5810 times


41.jpg
Þegar ég lagðist á koddan fattaði ég smá úps. Ég hafði gleymt að smíða festingar fyrir drullutjakk á stuðaran. Það gengur ekki og því var ekki um annað að ræða en að smíða í snatri sökla
41.jpg (1.74 MiB) Viewed 5810 times


43.jpg
Það var pínu grátlegt að þurfa að gera þetta en svona er maður mannlegur. Það var ekki annað að gera en að pússa niður grunnin og grunna aftur.
43.jpg (2.71 MiB) Viewed 5810 times


44.jpg
Aftur komin á sama stað, búið að henda yfir einni góðri umferð af epoxy grunn
44.jpg (3.12 MiB) Viewed 5810 times


45.jpg
og sömuleiðis komin epoxy grunnur á profilbeislið
45.jpg (2.97 MiB) Viewed 5810 times


46.jpg
og lokaumferðin með svörtu Jötun Hardtop
46.jpg (3.16 MiB) Viewed 5810 times


47.jpg
Loka áferðin á stuðaran var síðan Titan Shell í sama lit og bíllinn. Gert með stillanlegri byssu og þannig fékk ég svona fína perluáferð
47.jpg (2.87 MiB) Viewed 5810 times


48.jpg
Beygjurnar koma vel út eftir málun
48.jpg (3.22 MiB) Viewed 5810 times


49.jpg
Mjög sáttur með lokaútkomuna
49.jpg (2.62 MiB) Viewed 5810 times


50.jpg
Þá er næst að vinda sér í það að klára að skera út hurðum.
50.jpg (2.57 MiB) Viewed 5810 times


51.jpg
Ágætis biti sem er tekinn af hurðinni
51.jpg (2.45 MiB) Viewed 5810 times


53.jpg
og því næst er hægt að festa brettakantana á réttan stað og skera neðan af þeim líka.
53.jpg (2.44 MiB) Viewed 5810 times


54.jpg
og svona stefnir þetta í að vera og er nokurnvegin staðan í dag.
54.jpg (2.52 MiB) Viewed 5810 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október

Postfrá jongud » 12.mar 2022, 16:21

Ertu ekki að fórna töluverðu loftflæði á vatnskassan með þessum stuðara? Það virðist ekki vera nein opnun á honum fyrir kæliloft.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 10 Október

Postfrá Óskar - Einfari » 13.mar 2022, 11:10

jongud wrote:Ertu ekki að fórna töluverðu loftflæði á vatnskassan með þessum stuðara? Það virðist ekki vera nein opnun á honum fyrir kæliloft.


Eg hugsaði aðeins um þetta og þessvegna sett ég ristar á neðri pönnuna sem sést illa á myndunum hérna fyrir ofan. Ásamt því er líka opið í kringum profitengið.
Það er síðan talsvert opnara meðfram öllum hliðum samanborið við orginal stuðaran sem lokar mikklu meira af. Stafirnir á stuðaranum er síðan líka opnir ásamt því að sennilga kemur mesta kæliloftið í gegnum grillið.
Ég skoðaði mikið myndir af öðrum stuðurum til að fá innblástur og hugmyndir. Almennt virðast þeir sem smíða svona ekki vera að hafa mikklar áhyggjur af kælilofti. Þannig að ég vona að ég hafi ekki verið að skapa mér vandamál :)

20220225_221514.jpg
Neðri panna
20220225_221514.jpg (2.58 MiB) Viewed 5721 time
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 12 mars 2022

Postfrá Óskar - Einfari » 07.sep 2022, 22:34

Ég áttaði mig á því að ég gleymdi að setja hérna inn færslu af lokasprettinum sem kláraðist fyrir löngu. Hér kemur hann:

Jæja það er að sjálfsögðu fyrir löngu komin tími á að kára þetta albúm. Bíllinn er löngu klár eins og flestir vita og fórum við 6000km prufuferð á honum í sumar. Allt reyndist vel fyrir utan einn loftpúða sem sprakk en því var reddað á hálftíma eða svo. Seinasta uppfærsla var í mars og þá bjóst ég nú við að það væri ekki svo mikið eftir. En þessi lokasprettur að heilmála bílinn reyndist vera sá áfangi sem ég vanmat hvað mest í öllu þessu ferli. Það kom mér á óvart hvað þetta var tímafrekt og mikil vinna að taka svona stóran bíl, slípa niður allt ryð, grunna og síðan mála. En það er frábær tilfinning líka að klára þetta vel!

01.jpg
11 Mars, verið að klára úrklippivinnu úr hurðum
01.jpg (800.85 KiB) Viewed 3340 times


02.jpg
Búið að loka sárinu og mála
02.jpg (321.6 KiB) Viewed 3340 times


03.jpg
Svo er að byrja að rífa allt lauslegt af fyrir heilmálun.
03.jpg (570.81 KiB) Viewed 3340 times


04.jpg
Pallúsið var sprungið á nokkrum stöum. Þetta stálhús sem er ekki framleitt af Toyota. Það er svosem ágætt en greynilega ekki mjög vönduð smíði á því.
04.jpg (373.05 KiB) Viewed 3340 times


05.jpg
Sprungurnar sauð ég. Vonandi endist það í nokkur ár í viðbót.
05.jpg (463.59 KiB) Viewed 3340 times


06.jpg
Svo byrjaði pallævintýrið. Mér óskotnaðist pallur á góðu verði sem ÁTTI að vera í góðu ástandi.
06.jpg (630.75 KiB) Viewed 3340 times


07.jpg
Ég byrjaði að máta kanta og klippa úr
07.jpg (560.71 KiB) Viewed 3340 times


08.jpg
Þá kom fljótlega í ljós að ekki var allt sem sýndist. Það var tectil húð á pallinum sem faldi allt ryðið
08.jpg (626.94 KiB) Viewed 3340 times


Á endanum kom í ljós að þessi pallur var jafn ónýtur og gamli pallurinn minn.


10.jpg
Þá er það pallur taka þrjú. Loksins fann ég pall sem var í góðu ástandi.
10.jpg (648.27 KiB) Viewed 3340 times


11.jpg
Hér eru allir burðarbitar heilir og yfirborðsryð sáralítið.
11.jpg (304.72 KiB) Viewed 3340 times


12.jpg
Það mætti halda að ég væri að safna en svo er ekki.
12.jpg (820.91 KiB) Viewed 3340 times


13.jpg
Búið að klippa aðeins úr og verið að máta.
13.jpg (541.84 KiB) Viewed 3340 times


Hérna sést síðan sami burðarbiti og á hinum/gráa pallinum. Hér sést hvernig drulla lokast inni í þessum burðarbita og ryð er á byrjunarstigi. Þessi partur af burðarbitanum er skorin í burtu fyrir stærri dekk.
[youtube]https://youtube.com/shorts/VqaUBYwWEkg?feature=share[/youtube]

15.jpg
Hjólaskál var gerð einföld og flöt til að hægt sé að raða farangri ofan á hann.
15.jpg (606.97 KiB) Viewed 3340 times


16.jpg
Búið að kára að mest suðuvinn í hjólaskálum.
16.jpg (588.94 KiB) Viewed 3340 times


17.jpg
Ég var aðeins of góður með mig í hraðanum og hitanum þegar ég sauð brettaflauin. Það varð til þess að ég þurfti að taka framm réttingahamar á annari hliðinni en á hinni fór það svo illa að ég þurfti að skipta um smá part af brettinu. Þá var nú gott að eiga stafla af pöllum bakvið hús til að skera úr. Leiðindar klúður samt en svona lærir maður af!
17.jpg (591.52 KiB) Viewed 3340 times


18.jpg
Megnið af efninu komið. Það var á endanum ákveðið að heilmála bílinn með Titanium shell frá 4CR
18.jpg (484.57 KiB) Viewed 3340 times


19.jpg
Sem betur fer fékk ég liðsauka. Benedikt frændi minn og bílamálari hefði mikinn áhuga á því sem ég var að gera og hjálpaði mér með alla undirvinnu. Hann sá svo að segja um alla stóra fleti: hurðar, húdd, hliðar, hlera o.fl. Þetta var enginn smá hjálp
19.jpg (546.81 KiB) Viewed 3340 times


20.jpg
Suðuvinna í pallinum búin og búið að sandblása botninn
20.jpg (568.4 KiB) Viewed 3340 times


22.jpg
Svo var grunnað með epoxy og penslað kítti eftir allar suður
22.jpg (563.32 KiB) Viewed 3340 times


23.jpg
Benedikt langt komin með fyrstu hliðina. Mér fannst alveg magnað hvernig hann gat séð dældir og grjótkast sem ég hefði ekki einusinni hugmynd um!
23.jpg (532.03 KiB) Viewed 3340 times


24.jpg
klæðningin innan í pallhúsinu var öll rifin og tætt svo hún fékk bara að fara. Ég slípaði og mattaði svo pallhúsið að innan.
24.jpg (696.13 KiB) Viewed 3340 times


25.jpg
Þá kom í ljós að þeir í Thailandi eru nú ekki mikið að vanda sig í suðuvinnuni
25.jpg (751.81 KiB) Viewed 3340 times


26.jpg
Komin bedliner innan í pallhúsið.
26.jpg (654.34 KiB) Viewed 3340 times


27.jpg
og bedliner innan í pallinn. Þar lenti ég í því að á brettunum lyftist húðin upp. Hef ekki lent í þessu fyrr né síðar. Hugsanlega hefur liðið of stutt á milli umferða hjá mér.
27.jpg (699.85 KiB) Viewed 3340 times


28.jpg
Þetta gerðist bara á brettunum þannig að það var bara slípað af
28.jpg (483.42 KiB) Viewed 3340 times


29.jpg
Svo grunnað og húðað aftur. Það gekk vel og ég hef ekki lent í svona tilfelli aftur.
29.jpg (427.6 KiB) Viewed 3340 times


30.jpg
Næst tók ég bílinn aðeins út og sandblés nokkra ryðbletti.
30.jpg (675.46 KiB) Viewed 3340 times


31.jpg
Ryðbettir á þakinu voru teknir með sandi.
31.jpg (392.59 KiB) Viewed 3340 times


32.jpg
Neðri brúnin á hleranum af pallhúsinu var orðin talsvert ryðguð og greynilega komið ryð undir samskeyti. Þetta var hreinsað eins vel og hægt var, svo sett ruststop og næst flotað með epoxy
32.jpg (643.05 KiB) Viewed 3340 times


33.jpg
Hin hliðin á hleranum.... það var margir svona smáhlutir sem tóku fullt af tíma.
33.jpg (509.47 KiB) Viewed 3340 times


34.jpg
Búið að slípa pallhúsið að utan
34.jpg (571.89 KiB) Viewed 3340 times


35.jpg
Búið að matta brettakantana
35.jpg (491.37 KiB) Viewed 3340 times


36.jpg
Pallurinn þurfti aðeins að sparsla og slípa líka.
36.jpg (368.33 KiB) Viewed 3340 times


37.jpg
Afturhllerinn á pallinum var síðan orðin ansi mikið laminn. Það ætti eiginlega að skipta honum út en við ákvaðum að hann fengi kanski nokkur ár í viðbót. Það var bara sett nógu andskoti mikið af sparsli sem var síðan planað með stórum juðara.
37.jpg (474.03 KiB) Viewed 3340 times


38.jpg
Búið að matta fleiri smáhluti.
38.jpg (534.28 KiB) Viewed 3340 times


39.jpg
Verið að loka/stífa sárið þar sem ég stytti brettakantana að framan. Fyrst voru settar nokkrar mottur af trefjaplasti.
39.jpg (352.78 KiB) Viewed 3340 times


40.jpg
Benedikt byrjaður á húddinu og nokkuð langt kominn.
40.jpg (554.03 KiB) Viewed 3340 times


41.jpg
Búið að stilla upp nokkrum hlutum sem eru að verða tilbúnir fyrir grunn
41.jpg (538.84 KiB) Viewed 3340 times


42.jpg
Afturhlerinn eiginlega heppnaðist bara furðuvel m.v. hvernig ástandið á honum var.
42.jpg (502.2 KiB) Viewed 3340 times


43.jpg
Toppurinn að verða tilbúin, búið að setja liftiteip til að halda gúmmíkantinum á frammrúðunni frá þannig að efnið fari þar ofan í líka.
43.jpg (439.45 KiB) Viewed 3340 times


44.jpg
Búið að pakka til að taka fyrsta hluta af grunni
44.jpg (580.29 KiB) Viewed 3340 times


45.jpg
Grunnur kominn á brettakanta og afturhlera
45.jpg (483.8 KiB) Viewed 3340 times


46.jpg
og toppinn á bílnum
46.jpg (470.85 KiB) Viewed 3340 times


47.jpg
Svo var næst að setja litinn á.
47.jpg (209.62 KiB) Viewed 3340 times


48.jpg
Þetta var ótrúlega gaman að vera loksins kominn á þann stað að sjá hlutina fá lit aftur.
48.jpg (291.78 KiB) Viewed 3340 times


49.jpg
Grill klárt
49.jpg (662.02 KiB) Viewed 3340 times


50.jpg
húddskóp klárt
50.jpg (636.64 KiB) Viewed 3340 times


51.jpg
Pallhúsið klárt
51.jpg (636.72 KiB) Viewed 3340 times


52.jpg
Brettakantar
52.jpg (588.01 KiB) Viewed 3340 times


53.jpg
Svo var haldið áfra og svona unnum við þetta á áföngum. Við notuðum epoxy grunn frá 4CR sem kom mjög vel út og leggst mjög þykkt í 1-2 umferðum og rennur eiginlega bara ekki.
53.jpg (502.6 KiB) Viewed 3340 times


Frammhald í næstu færslu
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 12 mars 2022

Postfrá Óskar - Einfari » 07.sep 2022, 22:58

54.jpg
Efri pallhleri kominn með epoxy grunn.
54.jpg (549.01 KiB) Viewed 3336 times


55.jpg
Meiri litur kominn
55.jpg (563.83 KiB) Viewed 3336 times


56.jpg
Efri hleri klár
56.jpg (573.17 KiB) Viewed 3336 times


57.jpg
Húddið klárt
57.jpg (423.72 KiB) Viewed 3336 times


58.jpg
Næst var sparsla klúðrið mitt á pallinum.
58.jpg (474.06 KiB) Viewed 3336 times


59.jpg
og taka seinni hliðina á bílnum.
59.jpg (588.68 KiB) Viewed 3336 times


60.jpg
Ryð í kringum hurðahúna. Þetta var rétt svo farið að sjást, en þegar meður byrjar að hreinsa er alltaf þannig að það er 2-3 sinnum meira ryðgað en það sem maður sér.
60.jpg (337.3 KiB) Viewed 3336 times


61.jpg
Dæmigert far eftir grjótkast, lítur saklaust út.
61.jpg (392.7 KiB) Viewed 3336 times


62.jpg
En þegar það er slípað upp sést hérna hversu mörg lög það hefur farið í gegnum. Fyrst er það glæran, svo lakkið, svo grunnurinn, svo sýruhúðin á stálinu. Svona byrja ryðblettir að myndast.
62.jpg (534.23 KiB) Viewed 3336 times


63.jpg
Pallurinn kominnmeð grunn.
63.jpg (514.23 KiB) Viewed 3336 times


64.jpg
Benedikt að teipa fyrir seinasta áfangan
64.jpg (583.26 KiB) Viewed 3336 times


65.jpg
Búið að grunna
65.jpg (504.85 KiB) Viewed 3336 times


66.jpg
og liturinn kominn
66.jpg (580.47 KiB) Viewed 3336 times


67.jpg
Snorkelið fékk líka lit. Það var orðið rispað og ljótt. Ég ákvað að hafa það samlitað. Það var talsverð undirvinna sem þurfti til að tryggja það að efnið myndi halda góðri viðloðun. Þetta var eitthvað sem Benedikt tók með sér og gerði í vinnuni hjá sér.
67.jpg (594.22 KiB) Viewed 3336 times


68.jpg
Toppurinn klár fyrir lit
68.jpg (576.38 KiB) Viewed 3336 times


69.jpg
Næst síðasti hlutinn
69.jpg (566.25 KiB) Viewed 3336 times


70.jpg
og að lokum, pallurinn kominn með lit. Þá var allt orðið litað og kominn tími á að raða bílnum saman.
70.jpg (496.62 KiB) Viewed 3336 times


71.jpg
En fyrst þurfi heldur betur að taka til og þrífa.
71.jpg (566.98 KiB) Viewed 3336 times


72.jpg
Byrjað að raða saman. Allt small saman en ég hefði skorið aðeins of rúmlega úr einu horni fyrir snorkelið.
72.jpg (656.67 KiB) Viewed 3336 times


73.jpg
Frammendinn að komast saman
73.jpg (573.25 KiB) Viewed 3336 times


74.jpg
og búið að húða báða afturhlera að innan
74.jpg (544.89 KiB) Viewed 3336 times


77.jpg
Ég fann síðan loksins 17" felgur sem fóru beint í sandblástur
77.jpg (462.5 KiB) Viewed 3336 times


78.jpg
Næst tók Benedikt við þeim og fór með þær í vinnuna þar sem hann var með talsvert betri aðstöðu til að mála felgurnar
78.jpg (310.78 KiB) Viewed 3336 times


79.jpg
Felgurnar fengu sama lit og efni og er á bílnum.
79.jpg (328.68 KiB) Viewed 3336 times


80.jpg
Felgurnar klára
80.jpg (506.29 KiB) Viewed 3336 times


81.jpg
Sumardekk komin Goodyer 38x14.5 R17
81.jpg (521.07 KiB) Viewed 3336 times


82.jpg
Allt að raðast saman á ljóshraða
82.jpg (581.12 KiB) Viewed 3336 times


83.jpg
Bíllinn aðeins kominn út og Styrmir ánægður með alltsaman.
83.jpg (680.05 KiB) Viewed 3336 times


84.jpg
Einhverstaðar í ferlinu tók ég frammljósin af og Benedikt tók þau til að glæra þau upp á nýtt.
84.jpg (498.8 KiB) Viewed 3336 times


85.jpg
Þetta er enginn smá munur
85.jpg (385.35 KiB) Viewed 3336 times


86.jpg
Einhverstaðar í ferlinu lagaði ég líka þennan mótor fyrir lokuna í frammdrifinu. Stúturinn fyrir öndunina hafði brotnað. Þannig að ég fann einhvern slöngunippil og skrúfaði í staðinn.
86.jpg (372.89 KiB) Viewed 3336 times


87.jpg
Allt að raðast saman... dekkin komin undir og búið að hjólastilla
87.jpg (564.61 KiB) Viewed 3336 times


88.jpg
Gatið við Snorkelið reddaði ég bara svona. Setti mót undir, fyllti með límkítti og tók það sem niður með spaða.
88.jpg (587.15 KiB) Viewed 3336 times


89.jpg
Lokafrágangur, kítta brettakanta
89.jpg (565.96 KiB) Viewed 3336 times


90.jpg
Svo aurhlífar. Þetta eru auhlífar fyrir vörubíla sem ég fékk hjá RS pörtum. Kosta innan við 5.000 parið.
90.jpg (569.08 KiB) Viewed 3336 times


91.jpg
Bíllinn kominn að mestu saman og nú verið að byrja að smíða innréttingu í pallinn. Þar var notast við 15mm vatnsheldan krossvið.
91.jpg (581.68 KiB) Viewed 3336 times


92.jpg
Innrétting smíðuð í báðar hliðarnar
92.jpg (492.55 KiB) Viewed 3336 times


93.jpg
Þá reyndist nú vel að húsasmíðameistarinn var ekki langt undan sem eiginlega sá alveg alfarið um að smíða innréttinguna
93.jpg (565.55 KiB) Viewed 3336 times


94.jpg
Hólfin að mestu klár
94.jpg (638.5 KiB) Viewed 3336 times


95.jpg
og allt komið saman. Þetta verður fyrir allskonar lausan búnað eins og verkfæri, varahluti, vökva. Lausan farangur eins og veiðistangir, þrífætur og margt fleira.
95.jpg (603.26 KiB) Viewed 3336 times


96.jpg
Pallhúsið komið á aftur og ég er bara virkilega ánægður með útkomuna.
96.jpg (553.75 KiB) Viewed 3336 times


97.jpg
Ég sett síðan króka inn í hliðina sem hnegja upp 3-4 veiðistangir svo að þær séu ekki liggjandi unfir þungum hlutum.
97.jpg (443.6 KiB) Viewed 3336 times


99.jpg
Komin á fjöll og í 4 vikna ferðalag um landið. Allt reyndist vel, ekkert kom upp sem stoppaði ferðalagið.
99.jpg (269.83 KiB) Viewed 3336 times


100.jpg
Eina uppákoman var þessi loftpúði sem var orðin gamall. Hann bókstaflega hvellsprakk og fór nánst í tvennt
100.jpg (768.69 KiB) Viewed 3336 times


101.jpg
ég var með auka púða og er sem betur fer auðvelt að skipta um hann. Það sem kom mér samt sennilega mest á óvart er að Heiðdís og Styrmir steinsváfu alllan tíman frá því áður en púðinn sprakk og þangað til ég var búinn að skipta um púða!
101.jpg (570.22 KiB) Viewed 3336 times


102.jpg
ég var með auka púða og er sem betur fer auðvelt að skipta um hann. Það sem kom mér samt sennilega mest á óvart er að Heiðdís og Styrmir steinsváfu alllan tíman frá því áður en púðinn sprakk og þangað til ég var búinn að skipta um púða!
102.jpg (303.02 KiB) Viewed 3336 times


103.jpg
Við Hvalfoss á ströndum
103.jpg (470.25 KiB) Viewed 3336 times


104.jpg
Seinasta daginn á þessu 4 vikna ferðalagi hitti ég svo Benedikt á Tálknafirði þar sem hann var sjálfur á ferðalagi.
104.jpg (309.24 KiB) Viewed 3336 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 12 mars 2022

Postfrá Óskar - Einfari » 07.sep 2022, 23:00

Þannig er nú það. Nú hefur bíllin bara verið í notkun. Búið að fara í ferðalag með fjölskylduna, veiðiferðir og svona. Allt hefur gengið glimrandi vel. Svona bíll er samt aldrei "búinn" eins og allir hérna vita. Það má alltaf breyta og bæta :) Það er eitt og annað á döfinni. Hann er full hár að framan. Ætla að skrúfa rónna undir dempurunum aðeins niður. Klára lagnir og kistu fyrir úrhleypibúnað, setja í hann VHF stöðina aftur.
Það er allavega engin hætta á öðru en það verði alltaf eitthvað smálegt til að dunda í :)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022

Postfrá Járni » 21.sep 2022, 10:19

Flottur þráður og enn betri vinnubrögð. Vel gert!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Einfari fær uppgerð - uppfært 7 sept 2022

Postfrá íbbi » 27.sep 2022, 14:33

algjör snilld að rúlla í gegn um þetta!
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir