Síða 1 af 1

Mega loftdælur halla?

Posted: 10.jún 2020, 11:28
frá jongud
Ég er að klóra mér í hausnum hvar í FJ! ég á að setja loftdælu í jeppann.
Einn staður er utan í brettinu undir húddinu, en þaðr myndi loftdælan halla um ca 45 gráður.
Nú sér maður dælur eins og tvöföldu ARB vera beinlínis hangandi lóðréttar þannig að þetta ætti að vera í lagi?

Re: Mega loftdælur halla?

Posted: 10.jún 2020, 11:53
frá Járni
Þetta kemur beint úr leiðbeiningum frá Viair

You can mount in any direction or position since VIAIR compressors are oil-less. The only position we do not recommend is an upside-down mount, since heat tends to travel upward, and does not dissipate well in the motor housing. A sideways mounting may reduce the life of the piston seal, since everything is governed by gravity and has a weight associated with it.

Re: Mega loftdælur halla?

Posted: 10.jún 2020, 13:31
frá jongud
Þetta er endalaus hausverkur.
Ég hef líklega pláss bak við aftursætin en þá er ólíft fyrir hávaða inni í bílnum þegar dælan er í gangi.
Ég hef nóg pláss aftur á pallinum, og get líklega útbúið hólf inni í hliðinni á pallinum en þá er raflagnir orðnar nokkuð langar.

Re: Mega loftdælur halla?

Posted: 10.jún 2020, 14:02
frá Járni
Ekkert pláss í húddinu? Á bakvið grillið eða stuðara?

Re: Mega loftdælur halla?

Posted: 10.jún 2020, 16:12
frá íbbi
ég er með arb dælu ofan á innrabrettinu v/m að framan, það heyrist alveg í henni en ekki svo að þða sé ólíðandi, hún er á mótorpúðum að vísu, sem breytir eflaust miklu

Re: Mega loftdælur halla?

Posted: 10.jún 2020, 22:44
frá Sævar Örn
Það er ekkert að því þó dælan halli 45°, þannig endast þær kannski í 19 ár meðan aðrar endast í 20.