L200 rosalega stíft stýri ??

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 23
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós Brynjudóttir
Bíltegund: L200

L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá dídí » 25.apr 2020, 17:42

Sælir er með vandræðabíl 2007 árgerð sem tók núna upp á því að stífna hrikalega í stýrinu og þarf alveg átök við að snúa því. Það losnar aðeins um það á vissum hraða en almennt verulega þungt og leiðinlegt að hreyfa - sérstaklega í hægkeyrslu.

Má taka fram að þegar hann beygir svo fer stýrið ekkert til baka heldur stoppar þar sem ég sneri því.
Vökvinn var í góðu lagi... nánast allt nýtt í bílnum að framan báðum megin, en hef lent í þessu áður með hann fyrir um ári eftir upphækkun en svo lagaðist þetta af sjálfu sér með tímanum. Einhverjar hugmyndir??? :/



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá Járni » 25.apr 2020, 18:46

Pikkfastur liður í stýrinu? S.s. frá stýrishjóli og niður að maskínu.
Land Rover Defender 130 38"


Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 23
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós Brynjudóttir
Bíltegund: L200

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá dídí » 25.apr 2020, 20:00

Það væri óskandi takk skoða það:)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá íbbi » 25.apr 2020, 20:31

það að stýrið stífni og léttist eftir því hvar það er í hringnum er týpískt fyrir kross/lið í stýrisstöngini
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 23
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós Brynjudóttir
Bíltegund: L200

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá dídí » 28.apr 2020, 11:20

hreyfði bílinn ekkert í tvo daga og stýrið er orðið laust aftur... Skil ekkert í honum en takk:)


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá grimur » 05.maí 2020, 03:59

Er ekki bara eitthvað vesen á vökvanum?
Grófsía frá forðabúri að dælu getur stíflast í sumum bílum, hringir geta morknað ofl sem veldur því að dælan dregur loft eða snuðar í vakúmi sem freyðir vökvanum þannig að allt verður hálf fatlað.
Hef lent í allskonar svona ævintýrum með t.d. Honda Odyssey, 4Runner og Hilux. Sjaldnast er dæla farin, líklega ekki í neinu tilfellanna, heldur alltaf eitthvað þéttingavesen eða ónýtur vökvi.

Kv
G


Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 23
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós Brynjudóttir
Bíltegund: L200

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá dídí » 08.maí 2020, 22:04

Mögulega. Komin einhver hávær “tannhjólahljóð” í því núna við minnstu hreyfingu..veit ekki lengur hvort þetta sé vökvinn. Getur þetta ekki verið tengt stýrismaskínunni? eða bara einhverju allt öðru:/

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá íbbi » 09.maí 2020, 01:48

ef það er surg sem kemur við það að það sé tekið í stýris þá er það yfirleitt dælan.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá olei » 09.maí 2020, 15:03

dídí wrote:Mögulega. Komin einhver hávær “tannhjólahljóð” í því núna við minnstu hreyfingu..veit ekki lengur hvort þetta sé vökvinn. Getur þetta ekki verið tengt stýrismaskínunni? eða bara einhverju allt öðru:/

Ég mundi tékka á stýrisdælunni. Ef hún er að svelta (fær ekki vökva til sín) eða draga loft, þá heyrist surg/hvinur í henni.

Nú þekki ég ekki þennan bíl en 2007 árgerð af MMC L200 virðist vera með staka reimdrifna dælu og sér biðu fyrir olíuna. Fyrst að þetta vandamál er að koma og fara er frekar ólíklegt að dælan sé biluð, þó ekki útilokað. Það gætu verið óhreinindi í ventli eða hann stirður.

Ég mundi byrja á að skoða biðuna, athuga með síu og þéttingar kringum hana, tékka hvort að það séu óhreinindi eða aukahlutir í biðunni. Svo hefur það gerst að það losnar gúmiflipi innan í gúmíslöngum sem stíflar þær. Mjög sjaldgæft en sjálfsagt að tékka hvort að lögnin frá biðu að dælunni sé vel opin.


Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 23
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós Brynjudóttir
Bíltegund: L200

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Postfrá dídí » 11.maí 2020, 19:34

Takk ég ætla kíkja á þetta :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir