Síða 1 af 1

Rafmagnsöryggi

Posted: 13.jan 2020, 14:00
frá jongud
Hefur einhver notað svona rofa í staðin fyrir venjuleg spaðaöryggi?

Image

Re: Rafmagnsöryggi

Posted: 13.jan 2020, 18:58
frá Aparass
Ég er með svona 300A við tvo stóra neyslugeyma sem fæða stóra invertera í sumarbústað.
Hefur ekki reynt á það hvort þetta slái út við álag en það er þægilegt að geta slegið út öllum straum ef það þarf að vinna eitthvað í því.
Ég hef hins vegar notað svona í jeppa hjá mér og það virkaði fínt en reyndar þurfti ég bara einu sinni að slá inn öryggi en þægilegt samt sem áður að sjá bara pinnan standa út á örygginu sem var farið svo maður þurfti ekki að vera með vasaljós og töng til að toga út öll öryggin undir mælaborðinu.
https://www.ebay.com/itm/Replacement-Ca ... ect=mobile

Re: Rafmagnsöryggi

Posted: 13.jan 2020, 19:14
frá Sævar Örn
Þetta er ábyggilega fínt fyrir stærri notendur. Ég er hlynntur notkun á öryggjaboxum með ljósdíóðu, fyrir notendur allt að 30 A.

https://www.youtube.com/watch?v=eajbcBP1kI8

Re: Rafmagnsöryggi

Posted: 14.jan 2020, 09:07
frá jongud
Sævar Örn wrote:Þetta er ábyggilega fínt fyrir stærri notendur. Ég er hlynntur notkun á öryggjaboxum með ljósdíóðu, fyrir notendur allt að 30 A.

https://www.youtube.com/watch?v=eajbcBP1kI8


Já, þessi eru sniðug, en ég var að spá í að fá mér svona stórt "lekaliðalíkt" fyrir loftdælu.

Re: Rafmagnsöryggi

Posted: 14.jan 2020, 09:40
frá Sævar Örn
Já það er örugglega bara hið besta mál.

Í eldri jeppa sá ég eitt sinn hefðbundin útsláttaröryggi úr húsi, í rakaþéttum rafmagnskassa. Viðmælandinn skýrði fyrir mér að amperum væri alveg sama hvort þau væru á 12 voltum eða 220v, þess þyrfti að gæta að útsláttaröryggin virkuðu rétt með jafnstraum sem þau gerðu víst ekki öll þá, en gera kannski í dag?

Ég hef svo ekki séð þetta síðar, þar er hægt að fá ódýr 10, 16 og 20 amp öryggi og 32amp fyrir stærri notendur. Fyrir loftpressur gæti þurft 100amp og því eðlilegra að leita á slóðir öryggja sem þessa sem þú birtir Jón. En mér þótti útfærslan með útsláttaröryggjum úr íbúðarhúsnæði áhugaverð á sínum tíma.

Re: Rafmagnsöryggi

Posted: 14.jan 2020, 10:09
frá svarti sambo
Sævar Örn wrote:
Í eldri jeppa sá ég eitt sinn hefðbundin útsláttaröryggi úr húsi, í rakaþéttum rafmagnskassa. Viðmælandinn skýrði fyrir mér að amperum alveg sama hvort þau væru á 12 voltum eða 220v, þess þyrfti að gæta að útsláttaröryggin virkuðu rétt með jafnstraum sem þau gerðu víst ekki öll þá, en gera kannski í dag?


Þetta er alveg rétt fullyrðing. Svona öryggi eru notuð í öllum smábátum landsins. Og spennan stýrir vali á sverleika kapla.
En þetta hentar illa í bíl, þar sem að fyrirferðin er svo mikil í þessu.
Ef að þetta virkar ekki. þá er fjöðrin ekki úr réttu efni eða t.d. of þykk. þar sem að hún á að bogna og rjúfa við hitann sem myndast við fjölda ampera.