Síða 1 af 1

Tvær rafmagnsdælur?

Posted: 09.jan 2020, 13:18
frá jongud
Nú var ég að fá enn eina (klikkaða) hugmynd.
Og þá er fínt að hafa vef eins og þennan til að rýna svoleiðis hugmyndir.

Ég sé ekki fram á að koma (annarri) kælipressu fyrir á Tacoma 4.0 mótornum hjá mér þannig að rafmagnsdæla er næsta val.
En þá var ég að spá í kerfinu. Öflug NARDI dæla eða FINI er auðvitað toppurinn, en þaða þýðir sverar lagnir og mikið pláss fyrir eitthvað sem er á fullum afköstum í afar stuttan tíma.
En þá fór ég að hugsa um, að tvær meðalstórar dælur er eitthvað sem er auðveldara að koma fyrir. Viair dælur eru t.d. oft seldar saman í pörum í USA.
Í framhaldi af því datt mér annað í hug. Það er hægt að fá dælur sem dæla hægt en ná upp miklum þrýstingi, en aðrar með jafn stóran mótor dæla meira magni, en ná ekki jafn háum þrýstingi.
HVernig væri að hafa tvær dælur?
önnur dælir þegar þrýstingur er frá kannski 50-70 psi og hin sem er fyrir meiri þrýsting myndi dæla frá 65-100 psi
Þannig myndi "lágþrýstidælan" hjálpa hinni þegar þrýstingur í kút fellur niður fyrir ákveðið mark, en hætta þegar mesta notkunin er búin, t.d. þegar búið er að fullpumpa í dekk.

Re: Tvær rafmagnsdælur?

Posted: 09.jan 2020, 14:16
frá Járni
Það eru margir með tvær rafmangsdælur, t.d. einmitt viair, og virkar það vel. Ég myndi segja að það sé óþarfi að hafa tvær tegundir, svo lengi sem þær eru báðar gefnar upp fyrir vinnslusviðið. Frekar að lækka efri mörkin á þrýstingnum, ef þetta er aðallega fyrir dekk, til að þær erfiði ekki að óþörfu.

Re: Tvær rafmagnsdælur?

Posted: 09.jan 2020, 14:45
frá villi58
Þú getur verið með 2 stk. eins dælur og stýrt hvernig þær vinna með pressustötum, hægt að fá pressustöt með mismunandi hámarki og lágmark.

Re: Tvær rafmagnsdælur?

Posted: 09.jan 2020, 17:47
frá jongud
villi58 wrote:Þú getur verið með 2 stk. eins dælur og stýrt hvernig þær vinna með pressustötum, hægt að fá pressustöt með mismunandi hámarki og lágmark.


Einmitt það sem ég var að pæla í, það er nefnilega þó nokkur munur á loftmagninu þegar verið er að nota úrhleypibúnað til að auka um 2-3 pund í dekkjum eða fullpumpa í dekkin.

Re: Tvær rafmagnsdælur?

Posted: 09.jan 2020, 18:54
frá Sævar Örn
Sæll, ég er með í hiluxinum 2 T Max dælur og 25l forðakút, ég hef þetta þannig að aðeins önnur dælan dælir >50psi og þá er þetta ekkert mál, var áður að basla við of lága spennu þegar báðar voru undir fullu álagi. Pressustat heldur 90psi þrýstingi á kerfinu öllu jafna, nema þegar dælt er í dekk og þá fellur þrýstingur niður í nánast það sama og er í hjólbörðunum og þá hjálpast dælurnar að. Þetta kerfi virkar mjög vel og er ekki að verða rafkerfi bílsins ofraun.

Re: Tvær rafmagnsdælur?

Posted: 09.jan 2020, 23:02
frá Járni
Sniðugt!

Re: Tvær rafmagnsdælur?

Posted: 10.jan 2020, 08:15
frá jongud
Sævar Örn wrote:Sæll, ég er með í hiluxinum 2 T Max dælur og 25l forðakút, ég hef þetta þannig að aðeins önnur dælan dælir >50psi og þá er þetta ekkert mál, var áður að basla við of lága spennu þegar báðar voru undir fullu álagi. Pressustat heldur 90psi þrýstingi á kerfinu öllu jafna, nema þegar dælt er í dekk og þá fellur þrýstingur niður í nánast það sama og er í hjólbörðunum og þá hjálpast dælurnar að. Þetta kerfi virkar mjög vel og er ekki að verða rafkerfi bílsins ofraun.


Þetta er akkúrat það sem ég var að pæla, ég myndi líklega láta 10 lítra kút nægja.