Síða 1 af 1

lc120 33" í 40"

Posted: 22.nóv 2019, 00:29
frá thesiggig
Langar að setja 40" undir 120 cruiserinn minn sem er með minnstu body hækkun a 33" var svona að hugsa hvað væri það minnsta sem ég gæti gert við bílinn til að gera hann ferða hæfann á 40" og hvaða skref menn myndu svo taka i framhaldinu til að gera hann að goðum ferðabíl.

Re: lc120 33" í 40"

Posted: 22.nóv 2019, 08:12
frá jongud
Mig grunar að þú þurfir hásingarfærslu að aftan. Klafadótið að framan er nógu sterkt, en annað hvort þarf að færa það fram á við, eða taka mjög mikið úr hvalbaknum.
Ég veit líka eitt dæmi þess að 4Runner, ca 2000 árgerð (sem er með sama undirvagn og 90 Cruiser) hafi verið hækkaður á boddíi og þá voru boddífestingarnar færðar aftur á við um 4 sentimetra og hækkaðar í leiðinni. Þannig þurfti ekki að færa klafadótið fram á við, en hásingafærslan að aftan var 10-12cm. Þessi jeppi er á 38-tommu dekkjum.