úr 5.2 í 5.9 Magnum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 245
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá petrolhead » 15.nóv 2019, 19:18

Sælir félagar.
Er að hugleiða vélaskipti í Ram bifreið minni af kynslóð 2, í henni er 5.2Magnum og ég er að velta fyrir mér að fara í 5.9Magnum svo mig langaði að forvitnast hvort einhver hér hefði gert þetta, er búinn að lesa slatta um þetta á amerískum spjallsíðum og það eru talsvert mismunandi upplýsingar sem ég hef fundið þar eða allt frá því að þetta sé nánast ekki framkvæmanlegt (sem ég svo sem veit að er ekki rétt) yfir í að það þurfi ekkert að gera annað en skipta um felxplötu og allt annað gangi á milli þar með talin vélatalva.....SVO...einhver sem þekkir til í þessu máli ???
MBK
Gæi


Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1290
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá íbbi » 15.nóv 2019, 20:01

þú þarft að skipta um swinghjólið, 5.2 er ballanceraður "innvortis" 5.9 að utanverðu. , ég man ekki hvort coverterinn breytist með því. tölvan gengur á báða mótorana, þetta er eins auðvelt swap og þau gerast. mesta vinnan er að setja 408 stroker kittið í :D
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 245
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá petrolhead » 15.nóv 2019, 20:08

Ég man eftir, þegar maður var að þessu í "den" þá var 360 með balance klossa á converternum en á sumum af þessum síðum sem ég var að fletta í gegnum er talað um að þessi balancering sé komin á flexplötuna í 5.9 Mag en annars staðar sagt að það sé ennþá converterinn ???
408 kit-ið er ekki svo mikil vinna...ca 5 mín í tölvunni, panta bara tilbúinn kjallara frá USA :-D
Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1290
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá íbbi » 15.nóv 2019, 20:26

ég hef gripið mig glóðvolgan í þessum 408 pælingum af og til, tilbúinn blokk er klárlega málið, jafnvel long block bara

já mig minnir að það sé rétt, að þetta sé í flexplötuni á magnum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 245
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá petrolhead » 15.nóv 2019, 22:30

Ég hef líka setið talsvert yfir þessum pælingum, $2500 fyrir kláran kjallara....en þá þarf aðra spíssa og væntanlega mappa aftur eða stand alone tölvu en þetta gefur 30% viðbót í Nm og hámarkið á togkúrvunni kemur á lægri snúning svo þetta er klárlega áhugavert !!
Dodge Ram 1500/2500-41"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1290
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá íbbi » 16.nóv 2019, 00:15

menn kaupa EQ hedd, moddað throttle boddy. breytt kegger millihedd eða svokallað m1 og láta breyta því til að taka við innspýtinguni. svo góðan ás og þá á þetta að vera gargandi hamingja.

en tilbúin mótor með öllu kostar 6-8þús dollara eftir því hvað maður tekur hann fínan. og hefur þá val um portuð hedd eða edelbrock álhedd.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 245
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá petrolhead » 16.nóv 2019, 20:57

Ég hef svolítið stúderað þessar breytingar á bjórtunnunni og finnst þetta alveg rökrétt að opna inntakið á tunnelunum svona, það hlýtur að auka flæðið, og svo porta throttle boddýið.
Mér finnst galli við flest þessi aftermarket millihedd að þau gefa manni hestöfl en maður borgar fyrir þau með Nm :-/

Vissulega væri gaman að taka einn kláran stroker með álheddum og öllu gramsi...alveg PnP :-D
Dodge Ram 1500/2500-41"


Haraldur G
Innlegg: 10
Skráður: 19.des 2016, 16:00
Fullt nafn: Haraldur Gunnar Jónsson
Bíltegund: Landcruiser

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá Haraldur G » 18.nóv 2019, 16:19

Hefur einhver hér prófað að fara í 408, langar að heyra hvernig það hefur komið út?

User avatar

íbbi
Innlegg: 1290
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá íbbi » 18.nóv 2019, 18:04

ég veit um eina 408 magnum, crate mótor með blöndung, er í dakotu og er ansi hress

með EQ heddum eða edelbrock heddunum, 53mmTb ás og þessum hefbundna pakka virðast menn vera að ná um 320-400hö úr þessu eftir uppsetningu í innspýtingarbíl.

í dag er auðvitað orðið möguleiki að nota aftermarket innspýtingar eins og fitech, holley dominator of flr og þá væntanlega opnast alveg upp möguleikar með hestaflatölur

ég hef á köflum verið voða spenntur fyrir þessu en enda yfirleitt á að það sé betri lausn að fá hemi mótor með öllu úr t.d durango, þar ertu með svipaða hestaflatölu í bone stock mótor. maður getur hirt upp durango með vél skiptingu öllu rafkerfinu og því sem til þarf fyrir miklu inni pening en það myndi kosta mann að smíða hressan 408, en vinnan við að koma Hemi í er auðvitað talsvert meiri.
maður sem er að brasa við að koma hemi mótor í ram eins og ég og garðar erum með sagði mér að í 98+ ram með yngra mǽlaborðinu sé hægt að láta tölvuna úr durangoinum tala við mælaborðið úr raminum, en á 97 og eldri gangi það ekki.

hvað er til í því hef ég ekki sannreynt og sel það því jafnt dýrt og mér var selt það.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 245
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: úr 5.2 í 5.9 Magnum

Postfrá petrolhead » 18.nóv 2019, 19:18

Ég las einmitt grein sem dúddi í USA skrifaði um það að koma 5.7Hemi í 94-97 Ram og hann endaði í því að fá mælaborð úr Hemi bíl og nota það þegar hann gafst upp á að fá tölvuna til að tala við gamla mælaborðið og sagðist sjá mest eftir að hafa ekki farið þá leið strax.
Kannski er það ekkert svo slæm leið, það er alveg huggulegt mælaborð í þessum Hemi bílum :-)
Dodge Ram 1500/2500-41"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir