Síða 1 af 1
Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 11:31
frá Laffy
Sælir
Ég hef heyrt af fullt af fólki sem notar steinoliu á disel bílana sína. siðan hef ég heyrt misvitandi sögur að menn séu ekki að nota hana á Common rail vélar. Er einhver ástæða fyrir þvi eða er þetta bara bull og getur maður allveg notað steinolíu á alla þessa bíla? Ég er á patrol 2007
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 11:40
frá Kalli
Tekið af vef
http://www.leoemm.com/. Ég hef notað steinolíu eingöngu um tíma á gamlan Opel með túrbó-Dieselvél með stjörnu-olíuverki og gormaspíssum. Hef engan mun fundið. Steinolían er frá N1. Til öryggis mun ég endurnýja eldsneytissíuna oftar. Sé þessi ,,Kassa-Benz" með olíuverki skaltu blanda steinolíu til helminga við gasolíuna en sleppa annarri íblöndun sem er gagnslaus að mínu mati (sjálfskiptiolía og/eða tvígengisolía eykur bara mengun og kostnað). Það sem gæti gerst ef of lítill brennisteinn væri í gas- eða steinolíu er að þéttingar í stjörnu-olíuverkum gætu gefið sig vegna skorts á smurningi en brennisteinninn gegnir hlutverki smurefnis í þeim kerfum. Til er sérstakt íblöndunarefni fyrir þessi eldsneytiskerfi.
Steinolían er þotueldsneyti (Jet Fuel A-1)
Síðan N1 reið á vaðið og birtir tæknilegar upplýsingar um eldsneyti á vefsíðu sinni vitum við að það sem selt er sem steinolía frá dælum, a.m.k. hjá N1, er sama efni og nefnist Jet Fuel A-1 - þ.e. þotueldsneyti. Það þýðir að steinolían inniheldur meira af brennisteini en gasolía (Diesel-olía). Brennisteinninn er blandaður í burðarefnið áltríoxíð (Al2O3) og virkar sem smurefni og er sérstaklega mikilvægt fyrir stjörnu-olíuverk (gúmmíþéttingar) og raðdælur (element og einstreymislokar). Upplýsingar N1 þýða að þeir sem eiga Diesel-bíla með olíuverki ættu að vera öruggari með óblandaða steinolíu sem eldsneyti heldur en gasolíu. Engin frekari íblöndun er nauðsynleg né til bóta (eins og ég hef lengi haldið fram).
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 11:47
frá gaz69m
þannig að ég gæti keyrt mussoin minn á steinolíu
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 12:16
frá JonHrafn
Steinolían fer misvel í vélar. Mér fannst vélin okkar verða þyngri og eyddi meira eftir því sem steinolíuhlutfallið jókst.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 13:44
frá Stebbi
Sumar vélar verða haugmáttlausar og eyða eins og enginn sé morgundagurinn td 7.3 Navistar. 6.0 Fordinn gengur á þessu alveg þangað til þú þarft að tæma veskið þitt og konunar í afgreiðsluni í Brimborg eða á Ljónstöðum.
Túrbolaus 4D56 virðist vera alveg jafn kraftlaus og venjulega á þessu og ég gæti trúað að 2.4 toyota sé í sömu sporum. Enda getur hún varla orðið máttlausari.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 13:57
frá Óskar - Einfari
Eins og ég skil þetta að þá er steinolía og steinolía ekki endilega það sama. Það sem N1 er að selja á dælu er Jet fuel A1 sem eins og hef komið framm inniheldur meira af brennisteini heldur en t.d. hefðbundin diesel olía og ætti þar af leiðandi að hafa meiri smureiginleika. Ég er nýbirjaður að keyra Hiluxinn (common rail) minn á steinolíu frá N1 og hef engan mun fundið. Setti fyrst rúmlega hálfan af steinolíu á móti diesel en er núna að keyra bara á steinolíu og er ennþá að reyna að finna mun. Eini munurinn sem ég hef fundið er hvað ég borga fyrir áfyllinguna og bíllin ríkur í gang í kulda. Ef einhver hefur lent í bilunum sem má rekja beint til þess að hafa notað Steinolíu Jet fuel A1 langar mig gjarnan að fá að heyra um það. Ég þekki einn sem hefur notað þetta á bæði avensis og hiace í meira en ár, einn sem hefur notað steinoliu á 7,3 powerstroke í um ár.
Allir bílarnir á suðurskautinu er keyrði á Jet A1 að mér skilst... einfaldlega af því að þar stendur ekki annað til boða.... er þar ekki orðnir einhverjir 6 hiluxar, allir common rail, sem hafa verið keyrði á Jet A1?
Þeir sem eru að lenda í máttleysi og aukinni eyðslu eru það ekki bara þeir sem hafa verið að hella einhverju glundri með steinolíunni á tankinn?
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 14:14
frá Laffy
Ég þekki lika nokkuð marga sem hafa notað þetta á Ford 150,250 og 350 i meira en ár án nokkura vandamála
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 16:36
frá Óskar - Einfari
hérna er umræða sem hefur komið um þetta áður
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=933Í seinasta innlegginu er talað um að blanda steinolíu með 2-5% af biodiesel sem á að vera meira en nóg til að fá betri smureiginleika í steinolíu.
Með smá googli um Jet A1 má finna einhvern fróðleik líka en það eru roslega misjafnar niðustöður og skoðanir um notkun Jet A1 á common rail vélar....
Ég var að spjalla við bifvélavirkja áðan og það sem hann hafði um þetta að segja var að spíssarnir í common rail vélunum þyldu illa þetta mikkla magn af brennisteini sem er í steinolíu ásamt háþrístidælunni..... spurning hvort það breyti einhverju ef maður bætir 5% biodiesel út í???
Kv.
Óskar Andri
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 16:51
frá Polarbear
ég er með gamlan 60 krúser mótor og mér finnst gangurinn í honum verða leiðinlega grófur á hreinni steinolíu og gengur mun hægari hægagang en vanalega.
þar fyrir utan verður hann máttlausari hjá mér á þessu.
ég er samt ekkert viss um að þetta sé að skemma neitt hjá mér.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 17:49
frá HHafdal
held að við ættum ekki að tala hátt um steinolíuna skattmann kemur víða við
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 19:53
frá juddi
Ég ræddi þetta við félaga minn sem ekur um á Patrol og notar engöngu steinolíu og svörin voru einföld hann spurði mig á móti hvað væru margir flugvellir í heiminum sem ég ekki vissi en margir eru þeyr þá sagði hann hvað heldurðu þá að það séu mörg ökutæki á þeim ekki vissi ég það en þá sagði hann sem er reyndar flugvirki að öll tæki á öllum flugvöllum heimsins notuðu engöngu steinolíu
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 20:56
frá Óskar - Einfari
Bandaríkja her notar Jet A1 á öll sín tæki og hefur gert það síðan 1986
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 22:14
frá Stebbi
Ætli það þurfi ekkert að leiðrétta tíma á olíuverki fyrir steinolíuna? Nú er hún eflaust með annað blossamark en díselolían án þess að ég viti það.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 22.feb 2011, 23:55
frá patrol
ég er búin að keira lengi á steinoliu óblandaðri á patrol og til að birja með var grófari gangur máttleisi og meiri eiðsla og leiðinlegri i gang . ég gafst ekki upp og fór að fikta og fann að með að flýta verkinu bæta aðeins við það og auka aðeins við blásturinn þá er billin orðin miklu sprækari eiðir sama eða minna en áður er betri i gang og þó að steinolian hafi verið að snarhækka þá skifti eg ekki aftur yfir i disel.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 07:08
frá Hagalín
Hvernig patrol ertu með? 3.0 eða 2.8l ?
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 12:01
frá Laffy
Hagalín wrote:Hvernig patrol ertu með? 3.0 eða 2.8l ?
Ef þú ert að tala við mig þá er ég á 3.0.
etta eru allt mjög mismundandi svör sem ma'ur er að lesa um þetta, það er spurning hvort maður ætti að þora að prófa nokkra tanka og sjá hvernig hann verður i eyðslu og gang eða er það ekki þorandi? get ég skemmt einhvað á því?
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 17:26
frá kiddiei
Félagi minn er á 120 cruser hann er búin að keyra 60þúskm á óblandaðri steinolíu hann segist engan mun finna hvorki eyðslu né kraft bara veskinu
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 18:22
frá elvarö
Sælir spjallfélagar
Hvað er líterinn af steinolíuni að kosta og á maður að ekki bara að láta þetta vaða á L 200 2004 er nokkuð svona commonrail vél í þeim ?????
Kvaðja Elvar
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 21:44
frá patrol
ég er með 2,8 patrol en það er bara málið að prufa sig áfram birja með 50 50 blandað og auka svo steinoliuna en það er mjög misjafnt hvað bilarnir þola mikið af henni áður en þarf að fara að fikta i stillingum i flestum tilvikum þarf að flita oliuverkinu til að þetta verði gott
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 22:32
frá svavaroe
Mig rámar í að hún hafi kostað 157kr í fyrradag þegar ég tók hana.
Og það er allt Egyptum og Libíumönnum að kenna. Annars var hún á 144kr eða svo.
Þá tala ég eingöngu um N1 steinolíu. Veit til þess að steinolían hjá Skeljungi kostar um 10kr meir heldur enn N1.
Ef fólk ætlar að blanda, mæli ég með Bio-Diesel uppá betri smurningu.
Þess má geta að diesel olían sem er seld hér á landi, og einnig EU, Noregi, Swiss verður að uppfylla EN-590 staðal.
Í þeim staðli er dælt 7% Biodisel ofání þá venjulegu. Og svo er þetta flutt á dælur...
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 22:41
frá ellisnorra
Hvað nákævmlega er biodiesel?
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 22:47
frá svavaroe
elliofur wrote:Hvað nákævmlega er biodiesel?
Tekið af vef hjá N1 :
Biodísel
Biodísel er lífrænt, endurnýjanlegt eldsneyti sem jafnan er unnið úr jurtaolíum, t.d. repjufræjum og sólblómum. Repja er fóðurrófa sem ræktuð er sem dýrafóður en repjuolía var algengt ljósmeti t.d. í Skandinavíu á 18. og 19. öld en vék síðan fyrir steinolíunni. Hráolía verður til í jarðlögum á milljónum ára. Góður repjuakur getur gefið af sér 1.200 lítra af lífrænni olíu á hektara sem myndi duga til að aka venjulegum fólksbíl 20.000 km.
Vandalaust er að nota hreint bíódísel á bíla en erlendis er það jafnan blandað í venjulega díselolíu og þannig er það einnig notað hérlendis (5% íblöndun). Með íblöndun er stuðlað að því að gera Biodísel samkeppnisfært í verði á eldsneytismarkaðinum en viðhalda samt jákvæðum eiginleikum eldsneytisins (vistvænt og aukin smurgeta).
Hægt er að nota biódísel á allar venjulegar díselvélar án þess að breyta þurfi þeim sérstaklega eða endurstilla þær á nokkurn hátt. Biodísel er ódýrasti endurnýjanlegi orkugjafinn fyrir bíla.
* Kostir Biodísel
Biodísel mengar minna og smyr betur en venjuleg díselolía.
* Koltvísýringslosun minnkar verulega þegar bíódísel er notað í stað venjulegrar díselolíu (dönsk rannsókn).
* Biodísel myndar 94% minna af krabbameinsvaldandi efnum við bruna en venjuleg díselolía (bandarísk rannsókn). Notkun bíódísel dregur verulega úr rykmengun frá útblæstri. Brennsla 6% eldsneytisblöndu dregur til dæmis úr útblæstri fastefnisagna (particulates) um 20% (rannsóknir í Kanada, Þýskalandi og á Spáni).
* Smurgeta venjulegrar díselolíu eykst umtalsvert með einungis 1-2% íblöndun Biodísel en við 4% íblöndun eykst smurgetan um allt að þriðjung (rannsóknir í Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi).
Svo heil doktorsritgerð á
wikipedia.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 23.feb 2011, 22:59
frá elvarö
Hvaða söðvar eru með bio diselinn og steioliu fór á tvær stövar áðan og það var hvorugt á þeim
Kveðja Elvar
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 24.feb 2011, 09:27
frá svavaroe
N1 er bara með bio. Ég hef bara séð uppí ártúnsbrekku. Brimborgar meginn.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 24.feb 2011, 09:53
frá jeepcj7
Það er steinolía hjá N1 brimborgarmegin á höfðanum.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 24.feb 2011, 12:25
frá Halldór
Menn ættu að skoða vel hvað það er að setja steinoliu á dísel gangverk og benti ég mönum á síðu hjá canadisku umhverfistofnun um innihald og blossamark mismunandi olia.
http://www.etc-cte.ec.gc.ca/databases/Oilproperties/, þá sést strax að það er ekkert vax í steinoliunni sem er miklvægt fyrir smurning á elimentum og spísum og blossamarki er mun lægra eins er orku innihaldið ó hverju grami minna en í dísel.
kveðja
Halldór
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 24.feb 2011, 14:21
frá sindri thorlacius
ég er með hilux 1989 eða 90 modelið og mér var sagt að balnda 10L af matarolíju út í 200L tunu af steinolíju upp á smurgildið
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 24.feb 2011, 17:03
frá Kalli
Kalli wrote:
Steinolían er þotueldsneyti (Jet Fuel A-1)
Síðan N1 reið á vaðið og birtir tæknilegar upplýsingar um eldsneyti á vefsíðu sinni vitum við að það sem selt er sem steinolía frá dælum, a.m.k. hjá N1, er sama efni og nefnist Jet Fuel A-1 - þ.e. þotueldsneyti. Það þýðir að steinolían inniheldur meira af brennisteini en gasolía (Diesel-olía). Brennisteinninn er blandaður í burðarefnið áltríoxíð (Al2O3) og virkar sem smurefni og er sérstaklega mikilvægt fyrir stjörnu-olíuverk (gúmmíþéttingar) og raðdælur (element og einstreymislokar). Upplýsingar N1 þýða að þeir sem eiga Diesel-bíla með olíuverki ættu að vera öruggari með óblandaða steinolíu sem eldsneyti heldur en gasolíu. Engin frekari íblöndun er nauðsynleg né til bóta (eins og ég hef lengi haldið fram).
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 24.feb 2011, 20:20
frá HHafdal
steinolían uppseld í ártúnsbrekkunni það fóru 5000ltr í dag
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 24.feb 2011, 21:42
frá elvarö
Kanski maður býði bara eftir þessu og sjái hvað verður úr þessu.
Kveðja Elvar
http://metanbill.is/content/view/29/Vélamiðstöðin hefur á undanförnum mánuðum verið í þróunnar vinnu á breytingu á díeslbílum í dísel/metan.
Gengur sú vinna ágætlega og höfum við nú náð því að láta dísel/metan bíla ganga á allt að 15% metan á móti 85% dísel.
Mun þessi þróunnar vinna halda áfram og vonum við að það sé hægt að setja þetta á markað áður en langt um líður.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 24.feb 2011, 21:43
frá hobo
Það var alltaf steinolía á dælu á Shell Hraunbæ.
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 01.maí 2011, 22:20
frá halldorrj
patrol wrote:ég er búin að keira lengi á steinoliu óblandaðri á patrol og til að birja með var grófari gangur máttleisi og meiri eiðsla og leiðinlegri i gang . ég gafst ekki upp og fór að fikta og fann að með að flýta verkinu bæta aðeins við það og auka aðeins við blásturinn þá er billin orðin miklu sprækari eiðir sama eða minna en áður er betri i gang og þó að steinolian hafi verið að snarhækka þá skifti eg ekki aftur yfir i disel.
hvernig patrol ert þú með og hvernig breyttir þú verkinu og blæstrinum ?
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 11.jún 2011, 21:22
frá einarkr
Sælir,
Er með Terrano II 2.7 og keyri hann á steinolíu. Var stundum hálf leiðinlegur gangur samt.
Setti svo vetnisbúnaði í hann sem að ég er að flytja inn gegnum franskan aðilla og þá hvarf ógangurinn og krafturinn jókst til muna.
Sýnist ég vera að ná honum niður um 20% í eyðslu líka. Á eftir að láta mengunarmæla hann.
Þetta kemur þá algjörlega í staðinn fyrir metanið og rúmlega það þar sem að þú þarft ekki annað en að setja hreinsað vatn og smá af vítissóta útí tank sem að lekur þessu svo á hvarfara sem að breytir því í HHO.
Einar
7705466
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 11.jún 2011, 22:52
frá sukkaturbo
sæll er ekki að kaupa þetta með 20% finnst það bara ekki ganga upp jafnvel ekki 1% einn vantrúaður það kostar orku að búa til vetni væri betra að nota kjarnorku og svera pústið í 6" en að öllu gammni sleptu hefur þú mælt þetta vel og vandleg nokkru sinnum kveðja guðni
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 12.jún 2011, 22:48
frá Geir-H
Keyri minn Patrol á blöndu steinolía/dísel frá Orkunni og er það fínt, en hann er glataður eingöngu á Steinolíu kraftlaus og eyðir töluvert meira
Re: Steinolía í common rail vél
Posted: 15.jún 2011, 00:00
frá Stebbi
Prufaði N1 steinolíu á 2.5 pajero í gær, fann engan mun nema á veskinu.