Síða 1 af 1

Fjaðrir sem hækka upp..?

Posted: 19.júl 2019, 10:23
frá dídí
Sælir ég hef verið að skoða að hækka upp bílinn minn (fyrir 33”) ég var að skoða eins bíl og minn (L200 2007árg) sem var töluvert hækkaður en var ekki með upphækkunarklossa að aftan en fjaðrirnar voru hinsvegar sveigðar..nú veit ég lítið sem ekkert um þetta en er þetta eitthvað sem er notað til að hækka upp og hversu mikið hækkar þetta bílinn?? Væri hægt að setja undir hann svona fjaðrir+þessa klossa að aftan eða er það ekki vel séð?

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Posted: 19.júl 2019, 14:07
frá Arsaell
Þú getur fengið upphækkunarfjaðrir fyrir þessa bíla. Old man emu voru allavega með svona upphækkunarfjaðrir í boði. Ég keypti svoleiðis fjaðrir undir bíl sem að ég átti, pantaði þær í gegnum bílabúð benna.

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Posted: 20.júl 2019, 07:25
frá jongud
Það eru bæði til heilar fjaðrir eða fjaðrabúnt sem hækka upp og svo eru líka til auka fjaðrablöð sem er bætt inn í fjaðrabúntin, eða það sem kaninn kallar "add-a-leaf".

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Posted: 22.júl 2019, 22:38
frá kiddir
upphækkunarfjaðrir eru afleit útfærsla og að bæta blaði í búntið er enn verri hugmynd þar sem fjöðrunin stífnar svo mikið við það miklu betra er að setja kubba eða lengja fjaðrahengslin. blaðfjöður virkar best ef blaðið er nánast beint þegar bíllinn er passlega lestaður þannig að menn geta ýmyndað sér hvernig það virkar þegar hún er orðin í u.

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Posted: 23.júl 2019, 17:10
frá dadikr
Ég hef sett svona lift fjaðrir í tvo bíla. Ég hef nú ekki tekið eftir neinu neikvæðu. Fannst raunar báðir bílarnir betri á eftir - mýkri og skemmtilegri.

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Posted: 18.aug 2019, 14:13
frá gislisveri
Hef góða reynslu af OME lift fjöðrum. Það er auðvitað hægt að kaupa burðarmiklar fjaðrir sem yfirleitt henta okkur hér heima, erfitt að fá þær til að fjaðra vel í ólestuðum bíl, en lift fjaðrir án aukins burðar eru ljómandi fínar.

GS