Fjaðrir sem hækka upp..?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 10
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós
Bíltegund: L200

Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá dídí » 19.júl 2019, 10:23

Sælir ég hef verið að skoða að hækka upp bílinn minn (fyrir 33”) ég var að skoða eins bíl og minn (L200 2007árg) sem var töluvert hækkaður en var ekki með upphækkunarklossa að aftan en fjaðrirnar voru hinsvegar sveigðar..nú veit ég lítið sem ekkert um þetta en er þetta eitthvað sem er notað til að hækka upp og hversu mikið hækkar þetta bílinn?? Væri hægt að setja undir hann svona fjaðrir+þessa klossa að aftan eða er það ekki vel séð?
Arsaell
Innlegg: 169
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá Arsaell » 19.júl 2019, 14:07

Þú getur fengið upphækkunarfjaðrir fyrir þessa bíla. Old man emu voru allavega með svona upphækkunarfjaðrir í boði. Ég keypti svoleiðis fjaðrir undir bíl sem að ég átti, pantaði þær í gegnum bílabúð benna.

User avatar

jongud
Innlegg: 2109
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá jongud » 20.júl 2019, 07:25

Það eru bæði til heilar fjaðrir eða fjaðrabúnt sem hækka upp og svo eru líka til auka fjaðrablöð sem er bætt inn í fjaðrabúntin, eða það sem kaninn kallar "add-a-leaf".


kiddir
Innlegg: 12
Skráður: 02.feb 2010, 22:50
Fullt nafn: Kristinn Rúnarsson
Bíltegund: cherokee

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá kiddir » 22.júl 2019, 22:38

upphækkunarfjaðrir eru afleit útfærsla og að bæta blaði í búntið er enn verri hugmynd þar sem fjöðrunin stífnar svo mikið við það miklu betra er að setja kubba eða lengja fjaðrahengslin. blaðfjöður virkar best ef blaðið er nánast beint þegar bíllinn er passlega lestaður þannig að menn geta ýmyndað sér hvernig það virkar þegar hún er orðin í u.

User avatar

dadikr
Innlegg: 103
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá dadikr » 23.júl 2019, 17:10

Ég hef sett svona lift fjaðrir í tvo bíla. Ég hef nú ekki tekið eftir neinu neikvæðu. Fannst raunar báðir bílarnir betri á eftir - mýkri og skemmtilegri.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1054
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá gislisveri » 18.aug 2019, 14:13

Hef góða reynslu af OME lift fjöðrum. Það er auðvitað hægt að kaupa burðarmiklar fjaðrir sem yfirleitt henta okkur hér heima, erfitt að fá þær til að fjaðra vel í ólestuðum bíl, en lift fjaðrir án aukins burðar eru ljómandi fínar.

GS


Höfundur þráðar
dídí
Innlegg: 10
Skráður: 18.apr 2019, 01:10
Fullt nafn: Díana Rós
Bíltegund: L200

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Postfrá dídí » 11.okt 2019, 22:44

Takk allir góð hjálp í ykkur :) (og afsakið seint svar hehe)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir