Breita Musso á 35"??

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Breita Musso á 35"??

Postfrá sukkaturbo » 28.jún 2019, 16:45

Jamm sælir félagar langt síðan ég hef skrifað hér inn.Jamm nú er kominn 1999 Grand Lux Mússó í fjölskylduna sjálfskiptur ágætis bíll.Það er hugur í eigandanum að koma honum á 35" dekk fyrir veturinn.Jamm hvaða leið fara menn í því? Þarf að lyfta þeim eða er hægt að skera þá fyrir þessi dekk.Spyr svo ég þurfi ekki að finna upp hjólið og geti farið skynsamlegustu leiðina.Það verður ekki farið í hlutföll eða læsingar að sinni nema það fáist tilbúið notað.Kveðja úr Himnaríki á sigló guðni
KÁRIMAGG
Innlegg: 575
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Breita Musso á 35"??

Postfrá KÁRIMAGG » 29.jún 2019, 21:02

Sæll, til að fá upplýsingar um musso og breytingar á honum myndi ég splæsa í símtal til Tóta í Mussopartar 864 0984 hann veit held ég allt sem vert er að vita um musso


Axel Jóhann
Innlegg: 179
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Breita Musso á 35"??

Postfrá Axel Jóhann » 15.sep 2019, 19:29

Sælir, þetta er svosem lítið verk, þarft 50mm boddý hækkun, lengja í stýrislipnum eða kaupa úr Korando, hann er lengri, svo bara smá úrklippa og kantar.Ágætt að skrúfa klafana aðeins upp og setja í hann Range Rover gorma að aftan, þeir lyfta bílnum talsvert og passa vel, Tóti í Musso Varahlutum á þannig gorma. Og sennilega allt hitt líka.
1997 Musso 2.9TDI á 38"
2005 Nissan Navara á 33"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir