Hásing vs klafar.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Hásing vs klafar.

Postfrá Kölski » 01.mar 2010, 09:12

Hvort er betra og gott væri að fá rökstuðning.?????



User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Einar » 01.mar 2010, 09:40

Hásingar:
1. Oftast sterkari búnaður.
2. Bíllinn víxlfjaðrar betur (er það ekki annars rétt orð).
3. Lægsti punktur alltaf sá sami þó að bíllinn fjaðri niður.
4. Færri hlutir sem geta slitnað og bilað.
5. Einfaldari smíði.

Klafar:
1. Oftast betri aksturseiginleikar á vegi
2. Minni fjaðrandi massi.
3. Hærra undir bílinn (þangað til hann fjaðrar niður).

Örugglega margt fleira sem má tína til

User avatar

Phantom
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 14:55
Fullt nafn: Svanur Dan

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Phantom » 01.mar 2010, 09:53

Sæll Kölski,

Hvað ætlarðu að fara að gera? Það er fyrsta spurningin þegar það á að fara að setja upp fjöðrunarkerfi.

Hásingarnar eru góðar til síns brúks, traustar, sterkar og eina sem þú þarft að stilla reglulega er tóið(hvort bíllinn sé innskeifur eða útskeifur). Hásingar eru fínar fyrir flest það sem við erum að gera á jeppunum þar sem að oftast eru menn að fara hægt yfir og ef það er mjög ójafnt undirlag getum við alltaf hleypt úr. Ath að stór dekk eru ekkert annað en gormur og dempari sem maður getur stillt af með loftþýstingnum.

Klafarnir bjóða upp á fleiri stillimöguleika á afstöðu dekkjanna. Einnig fleiri stillingar sem þarf að halda við. Þegar farið er hratt yfir þá eru klafarnir betri þar sem að massinn sem fer um undirlagið er léttari.

Hvorugt er betra og bæði er betra.

Fjöðrun er einusinni þannig að það verður alltaf að fara milliveg nema að þú ætlir alltaf að keyra í nákvæmlega sömu aðstæðum.

Ég vona að ég hafi ekki ruglað þig enn meira en ég mæli með hásingunum, slaglöngum dempurum og loftpúðum. Ef þú ferð í gorma, eyddu þá frekar tíma í að prófa nokkrar tegundir af þeim í stað þess að vera alltaf að breyta dempurunum því þú kemst í gegnum marga stífleika af gormum áður en þú þarft að skipta um stífleika á dempara.

Og svo eru það afstöður á stífum, skiptir höfuðmáli. Og getur leikið þér með að stilla þannig af að td bíllinn lyftir sér eða lækki við átak

kveðja
Svanur
GAZ69 (í smíðum)

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá gislisveri » 01.mar 2010, 10:24

Góður þráður, færði hann yfir á breytingasvæðið.
Ég er nú enginn sérfræðingur, en ég er sammála öllu hér fyrir ofan, þegar upp er staðið er þetta alltaf spurning um smekk frekar en að eitt sé algerlega betra en hitt.

Eitt sem ég hef oft heyrt en aldrei getað trúað er að framhásing þýði betri drifgetu í snjó því að hásingin hleypi snjó yfir sig.
Þýðir það þá að það sé betra að plægja snjóinn en að fljóta á honum?
Eða eru menn almennt ósammála þessu? Hvað finnst ykkur?


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Magnús Ingi » 01.mar 2010, 10:53

Ég mæli með hásingu. Mér persónulega minn hásinginn henta tildæmis mun betur í púðurfæri þá hleypir hún snjónum svona í gegnum sig hleður honum ekki öllum fyrir framan bílinn og í klafana einsvo klafabílinn gerir. Bara mín persónulega skoðun..


Höfundur þráðar
Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Kölski » 01.mar 2010, 11:14

Ég hef bara verið að velta þessu fyrir mér hvaða ofsatrú væri á bakvið hásingarnar. Það hefur verið alveg svart og hvítt hvernig menn tala um þetta fer bara eftir við hvern er talað. En annars hef ég verið að velta því fyrir mér að fá mér nissan navara D22, hann er á klöfum en eitthvað hef ég heyrt að verið er að setja hásingu undir þá. En ég hef líka heyrt að í erfiðum snjó sé hásingin bara fyrir stæða. En endileg skjótið allir ykkar skoðunum.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá JonHrafn » 01.mar 2010, 12:29

Min reynsla er sú að hásing er málið í snjóakstri. Þegar bíllinn var á klöfum hjá okkur þá komst maður þetta og þetta langt en síðan hékk afturhásingin í því sem klafarnir og bíllinn voru búnir að þjappa niður og maður komst ekki lengar áfram það skiptið.

Mýkra og skemmtilegra fjöðrunarkerfi að mínu mati eftir hásinga og gormavæðingu allan hringin.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Sævar Örn » 01.mar 2010, 12:40

Hásing er að vissu leiti betra og þessir punktar sem komu hérna ofar eru að nokkru leiti réttir, þó set ég spurningamerki við að hásing sé sterkari, ég vil meina að þegar svoleiðis högg kemur á klafabúnað að hann bogni eða brotni, þá gerist slíkt hið sama við hásingarbúnaðinn.


En það er klárlega slaglengri og réttari fjöðrun með hásingu, hjólhalli helst tiltölulega réttur miðað við lestun og svo mætti lengi telja.

En eins og áður kom fram er þetta eingöngu smekksatriði og ekkert annað.

hásingabúnaður er mjög vinsæll í "rock crawling" klettaklifri vegna slaglengdarinnar en klafafjöðrun í "dune buggy racing" eyðimerkurkappakstri vegna fjöðrunarinnar og stöðugleikans
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá jeepson » 01.mar 2010, 13:13

Ég ætla að leifa mér að koma með speki dagsins :p Þetta hefur alt sína kosti og galla :D
Hinsvegar vorum við pabbi að ræða þetta um daginn. Mér fynst þetta klafa dót hundleiðinlegt í púðursnjónum. En aftur á móti er maður með sjálfstæða fjöðrun að framan sem ætti að gefa manni betra grip á framhjólunum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Óskar - Einfari » 01.mar 2010, 14:15

Í mjög þungu færi þar sem bílarnir sökkva alveg, býr hásingabíll til för sem eru töluvert dýpri en allur undirvagninn á bílnum, þannig að það verður mikklu minna viðnám fyrir bílin að troðast áfram þar sem að það eru bara hásingarnar sem liggja í snjónum. Ókosturinn við klafabílana í þungu færi er hvað það er hátt undir þá að framan (kostur/ókostur), þeir búa nefnilega til för sem eru jafn djúp eða bara örlítið dýpri en allir undirvagninn á bílnum. Um leið og klafabíllin grefur sig niður að framan leggst hann á klafana, millikassabita, tankinn og allt sem er eitthvað neðarlega í undirvagninum og þá þarf stundum að moka mikið til að losa bílinn. Þetta finnst mér vera algengasta og einfaldasta skýringin á því afhverju hásingabílar festast síður í mjög þungu færi. Það að hásingarbílar séu að drífa meira af því að snjórinn flæði yfir hásinguna eru galdrar sem ég hef ekki séð eða sanfærst alveg ennþá um að sé helsta skýringin á drifgetu. Á seinust árum hefur orðið smá bötnun í breytingu á klafabílum þar sem að klafarnir hafa verið síkkaðir, þannig fara þeir ennþá neðar en restin af undirvagninum. Þetta hefur mér fundist muna mjög mikklu á t.d. hiluxnum sem ég er á núna árg 07 og hiluxnum sem ég átti árg. 94. Varðandi styrk, þá eru alltaf kostir og gallar í öllu, klafar þurfa oftar einhverjar styrkingar.... en þegar það er búið halda þeir oft kjafti.

Þegar öllu er á botnin hvolft..... er það oftast bílstjórinn sem skiptir máli...

Kv.
Óskar Andri.... sem hefur stundum velt því fyrir sér að setja lista/tönn neðst á pönnuna framan á bílnum til að dýpka förin örlítið.... gæti verið nógu heimskulegt til að prófa einhverntíman
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá birgthor » 08.mar 2010, 22:42

Er ekki svolítið ósanngjarnd að bera saman vel smíða fjöðrunarkerfi á hásingu og svo uppskrúfaða orginal klafa með flexitorum. Er nokkur hér á landi sem hefur smíðað upp klafa með gormum og longum spyrnum? Þá væri hægt að bera það saman.

Kv.
Kveðja, Birgir

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Óskar - Einfari » 09.mar 2010, 08:43

HJARTANLEGA sammála......
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá ofursuzuki » 09.mar 2010, 18:21

birgthor wrote:Er ekki svolítið ósanngjarnd að bera saman vel smíða fjöðrunarkerfi á hásingu og svo uppskrúfaða orginal klafa með flexitorum. Er nokkur hér á landi sem hefur smíðað upp klafa með gormum og longum spyrnum? Þá væri hægt að bera það saman.

Kv.

Hér eru menn heldur betur búnir að smíða upp klafasystemið.
Image
Image
Alveg þokkaleg teygja á þessu hjá þeim.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá birgthor » 09.mar 2010, 18:38

Þetta er það sem ég er að tala um Alvöru klafabúnaður.
Kosti sem ég held að séu við klafa eru hversu hátt er undir þá og sjálfstæð fjöðrun. Svo held ég að menn geti ekki sagt að það sé ókostur að það sé jafn hátt undir klafana og aðra hluti bílsins, og hvað þá vegna þess að það sé hætta á því að fá verri festu. Held að þetta sé kostu því þú festis seinna og kannski bara ekkert ;)

Kv.
Kveðja, Birgir

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Brjótur » 09.mar 2010, 18:41

Samt strákar eru klafabílar yfirleitt fyrstir til að festast :=)


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá birgthor » 09.mar 2010, 18:49

ekki... :)
Kveðja, Birgir

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá ofursuzuki » 09.mar 2010, 19:52

Ég held ég verði nú að vera sammála því að klafabílar setjast mun fyrr á kviðinn en hásingabílarnir vegna þess að þeir hafa yfirleitt styttri fjöðrun
heldur en hásingabílarnir og svo finnst mér að klafarnir vilji safna upp snjó framan við sig sem þvælist fyrir. En um margt er klafafjöðrunin skemmtileg og er hún als ekki alvond, kannski svona breytingar eins og eru á myndunum sem ég setti inn séu eitthvað til bóta.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá gislisveri » 09.mar 2010, 20:58

Það er búið að þræta um þetta í svo mörg ár að maður er farinn að verða frekar forvitinn.
Hver vill taka að sér að skoða þetta vísindalega?
Taka tvo eins bíla, t.d. Hilux, annan á klöfum, hinn með röri, passa að þeir séu á eins dekkjum/felgum og jafn þungir á hvorum ási. Svo bara keyra samsíða og telja festurnar. Er einhver til? :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá jeepson » 09.mar 2010, 21:03

Það væri nú einmitt gaman af svona könnun. Þetta hefur alt sína kosti og galla þetta dót.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá ofursuzuki » 10.mar 2010, 11:38

Eitthvað eru menn að eltast við því ansi margir fara út í að breyta úr klöfum í hásingu, varla er það bara einhver tískubóla eða hvað?
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Óskar - Einfari » 10.mar 2010, 13:09

birgthor wrote:Svo held ég að menn geti ekki sagt að það sé ókostur að það sé jafn hátt undir klafana og aðra hluti bílsins, og hvað þá vegna þess að það sé hætta á því að fá verri festu.


Eins og ég sagði kostur/ókostur. Þegar að það er komið í þungt færi þar sem bílarnir hafa lítið flot og skilja eftir sig djúp för (kúludráttur) að þá eru það bara hásingarnar í hásingabílnum sem plægja og liggja í snjónum. Jafnvel þótt að hásingabíllin spóli aðeins að þá eru það bara hásingarnar sem sökkva aðeins dýpra og fyrirstaðan að hjakka sig lausan ekki svo mikil. Á bíl með óbreyttri sjálstæðri fjöðrun (ekki búið að síkka fjöðrun) liggur undirvagninn meira í snjónum þessvegna má hann minna við því að sökkva eða spóla til að bíllin festist. Þegar að klafabíll festist að þá leggast hann alltaf á pönnu að framan sem hefur mikklu meira flatarmál heldur en nokkurntíman hásingarrör og það þarf hugsanlega líka að moka annarstaðar undan undirvagni bílsins. Eins og ég sagði áður, á bílum þar sem er búið að síkka fjöðrunina hefur þetta batnað slatta en þeir hafa ennþá hlífðarpönnuna til að leggjast á......

Þetta er mín skoðun án þess að ég hafi nokkurntíman átt breyttan jeppa með hásingu að framan.

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Óskar - Einfari » 10.mar 2010, 13:16

ofursuzuki wrote:Eitthvað eru menn að eltast við því ansi margir fara út í að breyta úr klöfum í hásingu, varla er það bara einhver tískubóla eða hvað?


Aðalástæðan er sennilega sú að smíðin er einfaldari....
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá HaffiTopp » 10.mar 2010, 14:23

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 22:06, breytt 1 sinni samtals.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá birgthor » 10.mar 2010, 23:36

Já, flottur póstur og skemmtilegur þráður. Engin með neitt rugl bara rökfærslur og málefnalegir menn ;)

Svo er annað að flestir þessara bíla í dag sem eru á klöfum eru með hásingu að aftan og þá fá þeir að mínu mati verri eiginleika heldur enn bara hásingar eða klafar báðumegin.
Til dæmis þá safnar svoleiðis bíll snjónum upp að framan en misfjaðrar ekki jafnvel að aftan og margt fleira.

Til er bíll sem er hannaður fyrir mikla vinnu í hliðarhalla, ófærð og erfiðu landslagi. Sá bíll er á klöfum að framan og aftan. Hann er hannaður fyrir hraðann akstur í þessu öllu saman. Þar eru verkfræðingar og fræðimenn sem hanna bíl til þess að endast og þurfa lítið viðhald (veit ekki hvernig það tókst).
Það er HUMMER... af þeim bíl hef ég mikið álit og tel vera mjög góða, reyndar bara af þeim sögum sem menn sem hafa átt þannig segja.


Kv. Biggi
Kveðja, Birgir


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá grimur » 14.mar 2010, 01:39

Ég get nú ekki alveg skrifað undir það að klafarnir misfjaðri betur en hásing. Kannski með blaðfjöðrum jú, en þær eru hálfgerðar ballansstangir um leið.
Með gormum/púðum er nefninlega staðan sú að um leið og annað hjólið fer uppá eitthvað myndast "pivot" undir gorminum þeim megin. Þar af leiðandi myndast gagnátak í öfuga átt sem "togar" hitt hjólið niður. Þetta lögmál er svo jafnframt mjög háð því hversu nálægt miðju gormarnir eru, vegna þess að vægið um téðan "pivot" punkt deilist á arma sem eru mis langir.
Tökum dæmi:
Notum miðju dekkja sem viðmið, segjum að það séu 200cm miðju í miðju.
Gormarnir eru svo með 100cm millibili á hásingu. Þannig er kerfið akkúrat í 1/4 hlutum kraftfræðilega séð.
Svo er annað hjólið sett upp á stein, segjum að krafturinn undir það aukist um 200kg á því.
Þá eru auka 200kg á armi upp á 50cm.(frá dekkmiðju í aðliggjandi gorm) 200*0.5m=100kgm
Andvægi myndast á 150cm armi yfir í hitt hjólið. -100kgm / 1.5m = -66.6kg.

Samslagið á annarri hliðinni ýtir þar af leiðandi undir sundurslag á hinni hliðinni >=meiri teygja.

Til að átta sig betur á þessu má ímynda sér að færa báða gormana saman á miðja hásingu. Þá gengur vægið fullkomlega yfir og fullkomin teygja. "Body roll" verður hins vegar fullkomnað sem vandamál í því tilfelli.

Með klöfum er ekkert samhengi af þessari gerð, þessvegna er það líka oft kallað sjálfstæð fjöðrun.

kkv

Grímur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Stebbi » 14.mar 2010, 13:52

Til er bíll sem er hannaður fyrir mikla vinnu í hliðarhalla, ófærð og erfiðu landslagi. Sá bíll er á klöfum að framan og aftan. Hann er hannaður fyrir hraðann akstur í þessu öllu saman. Þar eru verkfræðingar og fræðimenn sem hanna bíl til þess að endast og þurfa lítið viðhald (veit ekki hvernig það tókst).
Það er HUMMER...


Hummer er hannaður til að keyra þangað til hann er ónýtur og þá pantarðu annan í fallhlíf. Þetta eru og verða hertæki sem eiga takmarkaða samleið með jeppasportinu. Hummerinn sem tók þátt í rallýinu fyrir nokkrum árum sýndi ekki þetta "endast mikið og bila lítið" og vildi frekar kasta hjólunum með legu og öllu út í móa eftir smá akstur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Sævar Örn » 15.mar 2010, 12:33

Dakar keppnisbílarnir sem keyra í eyðimörkunum á fullu, sem er ekki svo ólík snjó að mörgu leiti eru flest allir klafabílar, gaman væri að vita hvort þeir færi rök fyrir því að öðru leiti en að fjöðrunin sé betri og bíllinn rásfastari
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá ofursuzuki » 15.mar 2010, 12:56

Þeir nota klafana einfaldlega út af betri aksturseiginleikum í svona rallíakstri og þeir fá að vissu marki meiri veghæð undir bílana, í eyðimerkurakstrinum þá eru þessir bílar sjaldnast að sökkva það djúpt í sandinn að það sé að há þeim en það sem margir vilja meina er að í djúpum snjó þá vilja klafabílarnir setjast á kviðinn og festast þar sem hásinga bíll myndi að vísu draga hásingarnar en kannski ekki sitja fastur vegna minni mótstöðu hásingana og snjórinn ætti kannski þó nokkuð eftir til að ná botni bílsins. Þetta er að minnsta kosti mín reynsla af því að hafa verið bæði á klafa bílum og hásingar bílum.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Sævar Örn » 15.mar 2010, 18:33

Það sem mér finst helst há mínum er að þegar ég er búinn að stoppa í djúpum snjó og reyni að bakka, þá fer hann bara niður.

Gaman væri að eyða smá tíma í að gera botninn á bílnum sléttan við grindina(með plötum og því um líku og sjá hvort hann renni ekki bara eins og sleði í snjónum, enda rétt tæp 1200 kiló :)


En ég vil samt meina að í utanvegaakstri sé hásing betri kostur, allavega á íslandi, en ég myndi ekki fórna bílnum mínum fyrir hásingu því ég nota hann það mikið utanbæjar og nýt þeirra litlu aksturseiginleika sem súkka á klöfum býður upp á.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Stebbi » 15.mar 2010, 20:19

Ég fann stóran mun á bílnum hjá mér þegar ég tók pönnuna undan drifinu og vélini. Bíllinn fór einfaldlega að drífa meira og hætti að vera svona gjarn á að setjast á kviðinn og sleppa framhjólunum. Svona snjóþotuæfingar virka ekki nema á miklum hraða og þá er eins gott að halda hraðanum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá grimur » 15.mar 2010, 21:43

Eitt annað sem mig langar að koma á framfæri sem ásæðu bílaframleiðenda fyrir því að setja upp klafa frekar en hásingar:

Það að setja upp hásingu kostar töluverða smíðanákvæmni á óheppilegum stað í framleiðsluferlinu.
Með klafaútfærslu er hægt að leyfa aðeins minni nákvæmni sem síðan er stillt út þegar klafarnir eru settir saman. Þannig næst aðeins meiri framleiðsluhagkvæmni vegna þess að úrkast vegna smíðaskekkju verður minna.

Val á lausnum af þessari ástæðu er "ósýnilegt" flestum spekúlöntum þar sem það hefur ekkert beinlínis með aksturseiginleika að gera ef allt heppnast eins og það á að gera.
Staðreyndin er samt sú að bílar hafa þróast, og munu halda áfram að þróast að stórum hluta til með framleiðsluhagkvæmni að leiðarljósi. Bestu lausnir hvað aksturseiginleika eða styrk varðar lenda því ekkert endilega í fyrsta sæti.

Varðandi keppnisbíla, þá gilda allt önnur lögmál. Sérmíðaðir klafar geta virkað feiknalega vel, en það þýðir ekkert að reyna að telja mér trú um að Dakar-keppnisbílar séu gerðir til að endast 5 til 10 ár og 200.000 kílómetra í "venjulegri" notkun.
5000 kílómetrar á innan við viku í rosalegu álagi þar sem hávaði og þægindi skipta litlu máli en styrkur og áreiðanleiki ráða ferðinni eru hreinlega allt aðrar hönnunarforsendur sem kalla á aðrar lausnir.
Sennilega eru þær forsendur töluvert nær þeim kröfum sem við gerum, en endurspegla engan veginn það sem hinn almenni jeppakaupandi biður um eða þarf á að halda.

Af akkúrat þeirri ástæðu eru til dæmis LC70 bílarnir ansi nærri hönnunarforsendum fyrir íslenskt fjallasport. Mikill styrkur, lúxus í öðru sæti og áreiðanleiki eins og best gerist af færibandinu.
Enda eru þeir bílar kallaðir "SÞ" bílar, einfaldlega vegna þess að þeir eru samsetning af því áreiðanlegasta sem TOYOTA hefur að bjóða og markaðssettir á þau svæði heimsins þar sem þessi atriði skipta mestu.

kkv

Grímur

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Kiddi » 15.mar 2010, 23:02

Mín persónulega skoðun er sú að munurinn á aksturseiginleikum sjálfstæðrar fjöðrunar og hásinga í vegaakstri sé stórlega ýktur. Ég held að þetta sé frekar spurning um það hversu mikið vandað sé til fjöðrunarinnar, sama hvort hún er sjálfstæð eða ekki. Tökum Grand Cherokee sem dæmi. Þar er á ferðinni virkilega vel heppnuð fjöðrun með hásingum að framan og aftan. Síðan með sjálfstæðafjöðrun þá höfum við t.d. Terrano II sem mér þykir fjaðra einstaklega leiðinlega og hinsvegar LC 120 sem er með mjög vel heppnaða fjöðrun. Munurinn er sá að það er bara mikið meira lagt í Land Cruiser fjöðrunina... sem er það sem skiptir máli í öllum fjöðrunarkerfum!


Höfundur þráðar
Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Kölski » 17.nóv 2010, 00:56

Jahá það eru skiptar skoðanir á þessu sé ég.

User avatar

bragi
Innlegg: 101
Skráður: 02.feb 2010, 01:55
Fullt nafn: Bragi Þór Jónsson
Bíltegund: Ford F-150 FX4
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá bragi » 18.nóv 2010, 15:07

og svo er þetta:
[youtube]w_F7QrR4Ur8[/youtube]
Bragi (at) trukkurinn.com
http://trukkurinn.com


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Izan » 19.nóv 2010, 21:07

Sælir

Jeppi er ekki með klafa!

Menn eru búnir að rembast eins og rjúpan við staurinn við að gera klafa nothæfa undir jeppa en engum tekist það. Komust einna lengst með það undir Pajeró þar sem allur klafabúnaðurinn er færður niður og þannig er "sportbíllinn" losaður við snjósöfnun undir kviðinn en hvað gerist.

Strákar, við erum ekki að keyra í eyðimörk og við erum ekki að breyta jeppum til að keyra á 110km hraða á malbiki. Okkar aðstæður eru þannig að við keyrum í snjó og þegar við keyrum í snjó safnast snjórinn undir bílana og þyngir þá svo um munar. Þá leggjast allir jeppar, nema loftpúðajeppar, á samsláttarpúðana og hvernig líta klafarnir út þá. Þeir eru komnir miklum mun neðar heldur en hásing fer nokkurntíma og bíllinn drifur ekki bofs.

Það að minnast á Hömmer er í sjálfu sér allt í lagi því að þar eru klafarnir níðsterkir og í viðbót er niðurgírun með upphækkun út við hvert hjól. Þannig heldur Hömmerinn mikilli hæð þrátt fyrir að þyngjast.

Klafar virka þannig í snjó að þeir ýta ekki snjónum á undan sér heldur treður honum undir bílinn. Þannig byrja vandamálin því að þegar bíllinn fer ekki lengra er hann búinn að byggja snjóskafl undir framhjólastellið og kemst þá heldur ekki afturábak. Hásingabíllinn ýtir snjónum á undan sér og kemst sjálfsagt styttra áfram í einu en þá er langoftast hægt að bakka.

Ég er búinn að nota fleiri klaufajeppa, bara nokkuð frambærilega, og er núna kominn á hásingabíl. Upplifunin var þannig að klafabílarnir voru mun léttari, bara í eðli sínu, og þegar ég fór að nota hásingabílinn sem var um 700kg þyngri hélt ég að ég færi ekki meira á fjöll, ætti bara ekkert erindi. Raunin var akkúrat á hinn veginn, komst kannski ekki lengra en á þúsundfalt meiri möguleika á að bakka úr vandanum.

Kv Jón Garðar

Á myndinni er ég að keyra í færi sem klafabíll prófaði. Hann átti ekki erindi.
Viðhengi
DSC01790.jpg


Óvinurinn
Innlegg: 41
Skráður: 20.feb 2011, 20:35
Fullt nafn: Þór Ólafsson

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Óvinurinn » 01.mar 2011, 23:52

kannski ekki málefnalegasta innleggið ... en það var að brotna hjá mér klafi svo að ég er ekkert rosalega hrifinn af þeim akkúrat núna :þ
Nissan Patrol 2000 38"


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Offari » 02.mar 2011, 00:28

Ég er svo gamaldags að ég vill helst hásingar og blaðfjaðrir. Einfaldlega vegna þess að það er einfaldasti búnaðurinn. Gaman samt að lesa þetta og útskýringar manna á því hversvegna hásingar drífa meir en klafarnir. En eins og flestir segja þá eru klafarnir með betri aksturseiginleika en hásingarnar hafa reynst betur í ófærðini. Því er það eina helst spurning hverju vilja menn fórna frekar? Það sem mér fannst vanta í þessa umræðu er það hvernig klofhásingin var að reynast? Náði hún að sameina kosti hásingana og klafana eða hirti hún gallana frá báðum? Ég veit vel að flestir gáfust upp á þessum hásingum vegna viðhalds.


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá helgiaxel » 02.mar 2011, 08:36

Ég ákvað að skifta út klöfunum hjá mér fyrir hásingu, það var nú ekki endilega afþví að ég héldi að hann færi að drífa meira, heldur út af því að öll ummhirða í kringum bílinn er auðveldari með hásingu, td. ef á að hækka hann meira það er það hægt með litlum tilkostnaði, og annað að þessi drif sem koma í þessum klafabílum eru nú ekki til að hrópa húrra fyrir, oftast í kringum 7-8" drif og ekkert hægt að fá í þetta af hlutföllum og lásum. Best er að velja sér sterka hásingu sem auðvelt er að fá hluti í.

Kv
Helgi Axel


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá Rúnarinn » 02.mar 2011, 09:34

helgiaxel wrote:Ég ákvað að skifta út klöfunum hjá mér fyrir hásingu, það var nú ekki endilega afþví að ég héldi að hann færi að drífa meira, heldur út af því að öll ummhirða í kringum bílinn er auðveldari með hásingu, td. ef á að hækka hann meira það er það hægt með litlum tilkostnaði, og annað að þessi drif sem koma í þessum klafabílum eru nú ekki til að hrópa húrra fyrir, oftast í kringum 7-8" drif og ekkert hægt að fá í þetta af hlutföllum og lásum. Best er að velja sér sterka hásingu sem auðvelt er að fá hluti í.

Kv
Helgi Axel


Hvernig bíll ert þú með Helgi???


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Hásing vs klafar.

Postfrá helgiaxel » 02.mar 2011, 11:41

38" Galloper með 3,1tdi vél, gírkassa og millikassa (úr Izusu crew cap), 9" hásingar úr Pajero með 5,29 og loftlás,´gæti trúað að ég fari með hann uppá 44" áður en langt um líður

Kv
Helgi Axel


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir