Lengja hraðamælabarka

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Lengja hraðamælabarka

Postfrá isak2488 » 06.jún 2019, 14:17

Hvert hafa menn leitað til að fá lengdan hraðamælabarka.
Þetta er barki úr 60 cruiser sem þarf að tengja í millikassa úr y60 patrol.
Ég er búin að hafa samband við nokkur breytingarfyrirtæki og bentu þau flest á Ökumælar ehf.
Þeir aftur á móti geta ekki gert þetta fyrir mig.
Ég er búin að hafa samband við Samgöngustofu varðandi það að nota Gps sem hraðamælir, þar var svarið NEI.
Er jafnvel einhver önnur leið sem maður getur farið heldur en gps eða barki?
kaos
Innlegg: 112
Skráður: 08.okt 2014, 22:52
Fullt nafn: Kári Össurarson

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá kaos » 06.jún 2019, 23:14

isak2488 wrote:Ég er búin að hafa samband við Samgöngustofu varðandi það að nota Gps sem hraðamælir, þar var svarið NEI.

Skiljanlega. GPS dettur t.d. út í jarðgöngum. Svo eru þeir hjá Samgöngustofu sjálfsagt viðkvæmir fyrir öllum fyrirspurnum varðandi hraðamæla og kílómetrateljara þessa dagana :-)

isak2488 wrote:Er jafnvel einhver önnur leið sem maður getur farið heldur en gps eða barki?

Standardinn síðustu ár, reyndar síðustu áratugi, hafa verið rafmagnshraðamælar, með púlsgjafa við millikassann og mæli sem telur púlsana. Getur ekki verið að slíkt geti passað, e.t.v. úr ögn yngri árgerð af Nissan?

--
Kveðja, Kári.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1141
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá Startarinn » 06.jún 2019, 23:15

Eina leiðin sem ég sé ef þeir geta ekki gert þetta er að fá báða barkana (patrol og cruiser) og skeyta þá saman
Silfurkveikja kjarnann og fá svo landvélar til að herpa stál glussarör utanum barkann
Þ.e.a.s. ef þeir eru í svipuðum sverleika
Setja svo herpihólk með lími utanum allt saman.

Þetta er hvorki einfalt né þægilegt en þetta er gerlegt ef menn vanda sig

Ég er samt hissa á að þeir geti ekkert gert, þeir redduðu lengingu á Hilux barka fyrir mig, en það eru orðin amk 7 ár síðan
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá isak2488 » 07.jún 2019, 01:39

Já. Lagerinn af þessu dóti er að verða búin hjá þeim og illfáanlegt og rándýrt frá Útlandinu

User avatar

jongud
Innlegg: 2258
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá jongud » 07.jún 2019, 08:25

Það er spurning hvort það væri auðveldara (og öruggara) að setja púls-skynjara úr yngri patrol í kassann. Mér sýnist að hann ætti að passa skv. myndum.
Þá þarf að vísu að fá annan hraðamæli í mælaborðið, en 60 cruiser er með kringlóttan hraðamæli þannig að það ætti að vera yfirstíganlegt.


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá grimur » 07.jún 2019, 23:33

Ætli væri ekki gerlegt að setja steppermótor aftaná mælinn, sem tæki svo bara púls frá rafmagnsskynjara einsog er í flestu núorðið? Stepper driverar og mótorar kosta klink, bara spurning um það hvort það finnst driver með stillanlegum tíðnibreyti fyrir merkið....?
Kannski er þetta bara til. Gúgglun framundan.....


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá grimur » 07.jún 2019, 23:50

Raspberry Pi með stepper driver og mótor er alveg gerlegt. Hugsa að ég myndi klóra mig framúr því, sem þýðir raunar að það ætti alls ekki að vera mikið mál.


Aparass
Innlegg: 305
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá Aparass » 10.jún 2019, 00:49

Getur þú emki bara fengið patrol barka?
Hann er sjálfsagt nógu langur.
Það eru sömu endar á þessum börkum bæði uppi og niðri.

User avatar

jongud
Innlegg: 2258
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá jongud » 10.jún 2019, 09:02

Hérna er fyrirtæki í USA sem sérsmíðar hraðamælabarka. Ýmsar upplýsingar hjá þeim líka varðandi mismunandi barka.

https://speedometercablesusa.com/cables_and_housing_assembly.html


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Lengja hraðamælabarka

Postfrá sukkaturbo » 11.jún 2019, 08:06

Jamm er ekki hægt að kaupa efni í þetta og gera þetta sjálfur enda og barka í metratali fyrir þessa eldri bíla.Finna þetta úti og flytja inn það sem til þarf.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur