Síða 4 af 4

Re: Ram 3500 - Lúlli - framdrifið brotið - aftur

Posted: 11.sep 2020, 21:19
frá Startarinn
grimur wrote:Held að það sé bara ekki neitt sem kemur í veg fyrir það. Það eru settar svipaðar styrkingar á höfuðlegur til að halda sveifarásnum til friðs í sæmilega tjúnnuðum mótorum.


Það þarf ekki merkilegri mótor en Nissan RD28 og RD28T til að fá svona orginal, allar höfuðlegur í einu steyptu brakketi.

Annars sá ég helst fyrir mér að nota bara flatjárn úr st52 (eða hvað sem nýji staðallinn heitir) og sjóða það beint á lausu bakkana, það aflagar kannski legusætið við suðu, annar möuleiki væri að smíða svipaðar styrkingar og á Tacoma kögglunum og hafa það bæði undir boltunum og soðið á bakkana.

Ekki það að flestir færu beint í sterkari hásingar frekar en að eyða tíma og peningum í svona vesen

Re: Ram 3500 - Lúlli - framdrifið brotið - aftur

Posted: 11.sep 2020, 21:42
frá Kiddi
grimur wrote:D60 er bara svona tilbúin lausn sem virkar. Hið besta mál.
Svona styrkingar og dót er alveg fín pæling og líka gott að hafa þetta allt í huga þegar nýtt dót kemur, uppá að sjá fyrir hvað verður til vandræða og hvað ekki.
Svo er oftast minna pláss að framan fyrir sverari lok, styrkingar og drasl, en vissulega eru þessar Dana hásingar hálfgerð liðamótaapparöt finnst manni stundum, stungið saman og punktað eitthvað, oft svert í rörunum jú, en óttalega vitlaus hönnun finnst mér svona burðarþolslega séð.


Vitlaus hönnun og ekki vitlaus... Dana virðist svolítið hafa hitt naglann á höfuðið á sínum tíma (miðja síðustu öld ca.) með hönnuninni á þessum drifhúsum með tilliti til styrks drifsins og eru fyrst núna að skipta þeirri hönnun út (sjá JL Wrangler og nýja Rangerinn í USA). Þau halda sig samt við steypta kúlu með rörunum þrykktum í en eru að minnka drifin án þess að minnka styrk.

Hvað þurfti japaninn margar ítranir á 8" Toyota til að fá það til að halda? :)

Re: Ram 3500 - Lúlli - framdrifið brotið - aftur

Posted: 11.sep 2020, 21:47
frá dadikr
jongud wrote:
Það eru aldrei mistök að kaupa Dana 60!


:-D

Re: Ram 3500 - Lúlli - framdrifið brotið - aftur

Posted: 13.sep 2020, 20:18
frá grimur
Það er einmitt þetta röra konsept sem er svo galið. Hægt að ná miklu markvissari styrk í þetta með stönsuðum húsum í stærri prófil. 8" afturhásingarhús er t.d. undir 20kg strípað, heil hásing með öllu minnir mig að sé 114kg.
Það var 1 ítrun frá 4cyl í 6cyl/turbo drifið/keisingu sem breytti mestu, 1986 minnir mig. Sama drif var ennþá notað að aftan með original raflæsingum amk nokkuð eftir aldamót. Þetta er engin D60, enda enginn að halda því fram.
9" Ford hugmyndafræðin í stóru deildinni er að mínu mati mikið sniðugri, þar sem drifið fær sínar eigin styrkingar í keisingunni, óháð rörinu sem það er svo sett í. Rörið er svo lagað að burðarþoli í hverju tilfelli...

Re: Ram 3500 - Lúlli - dekkin komin undir

Posted: 01.jan 2021, 20:43
frá juddi
dadikr wrote:Keyrir!

20190623_105901.jpg


20190623_121356.jpg


Hvaðan kom bead lock systemið

Re: Ram 3500 - Lúlli - dekkin komin undir

Posted: 03.jan 2021, 19:12
frá dadikr
juddi wrote:
dadikr wrote:Keyrir!

20190623_105901.jpg


20190623_121356.jpg


Hvaðan kom bead lock systemið


Fra Smára í Skerpu

Re: Ram 3500 - Lúlli - dana 60 köggull

Posted: 03.jan 2021, 19:18
frá dadikr
Þá er búið að smíða nýja framhásingu - dana 60 drif og AAM rör

20201219_115531.jpg
20201219_115531.jpg (3.12 MiB) Viewed 4023 times


20201220_121459.jpg
20201220_121459.jpg (2.88 MiB) Viewed 4023 times


20201220_121504.jpg
20201220_121504.jpg (2.87 MiB) Viewed 4023 times


20201222_121456.jpg
20201222_121456.jpg (3.02 MiB) Viewed 4023 times


20201222_103647.jpg
20201222_103647.jpg (4.32 MiB) Viewed 4023 times


20201229_113418.jpg
20201229_113418.jpg (3.65 MiB) Viewed 4023 times

Re: Ram 3500 - Lúlli - dana 60 köggull

Posted: 08.jan 2023, 20:32
frá Bjarni Ben
Meiriháttar flott græja þessi bíll, á samt pínu erfitt með að sættast á framljósin svona utarlega, held það hefði orðið flottara að láta þau halda sínum orginal stað. En það breytir ekki því að hann er vígalegur!