Síða 1 af 1
Rörastuðari og afturljós
Posted: 21.feb 2011, 18:27
frá birgthor
Daginn, hefur einhver hér séð rörastuðara aftan á 2002 árgerð patrol og á þá mögulega myndir til þess að senda mér?
Einnig spurning hvort einhver hefur fært afturljósin uppí stóru ljósin svo losna megi við stuðara ljósin? Hvernig var staðið að þeirri aðgerð?
Re: Rörastuðari og afturljós
Posted: 21.feb 2011, 20:16
frá haffij
Ef þú vilt færa afturljósin væri lang fagmannlegast að finna á ebay eða annarsstaðar á netinu orginal afturljós sem eru með appelsínugulum stefnuljósum þarna uppi.

Svona ljós má til dæmis kaupa hérna
http://www.twenga.com.au/search.php?c=1737&av1=6599Hinsvegar mætti líka bara notast við þau sem fyrir eru og mixa fatningar í tómu hólfin, nota þá núverandi bakkljós sem stefnuljós með því að nota appelsínugular perur svo annaðhvort að sleppa bakkljósum eða græja þau í sér ljósker t.d. fella hvít ljós í röravirkið einhvernveginn.
Svo væri líklega heppilegast að nota stærri rauðu hólfin sem stöðu/bremsuljós og það minna sem aftur þokuljós.
Re: Rörastuðari og afturljós
Posted: 21.feb 2011, 23:21
frá Freyr
Mig minnir endilega að það sé eitthvað vesen gagnvart bifreiðaskoðun með það að færa afturljósin úr stuðaranum, man samt ómögulega hvað það á að vera. Fletti þessu upp í reglugerðinni og fann þetta:
Staðsetning: Afturvísandi stöðuljósker skulu vera aftan á ökutæki. Hæð ljóskera skal vera á milli 350 mm og
1500 mm. Hæð má þó vera allt að 2100 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.
Fjarlægð framvísandi stöðuljóskers frá ystu brún eftirvagns má mest vera 150 mm, en fjarlægð stöðuljóskers frá
ystu brún annarra ökutækja má mest vera 400 mm. Bil milli ljóskera skal vera a.m.k. 600 mm, en a.m.k. 400
mm ef breidd ökutækis er innan við 1,3 m.
Er þetta kanski bara rugl í mér? Hef einmitt verið að hugsa um þetta því ég á terrano sem er framleiddur með ónýt ljós í afturstuðaranum.
Freyr
Re: Rörastuðari og afturljós
Posted: 22.feb 2011, 12:28
frá haffij
Ef mér skjátlast ekki snýst þetta um það að ef að varadekkið er á hurðinni þá ná ljósin ekki að sjást frá ákveðnu horni séð aftanfrá. Þessvegna urðu framleiðendurnir að setja ljósin þarna niður á bílum fyrir evrópumarkað því þar eru reglurnar strangari en á öðrum markaðsvæðum hvað þetta varðar.
Sumsé, ef ekkert varadekk á hurðinni þá mega ljósin vera uppi.
Re: Rörastuðari og afturljós
Posted: 22.feb 2011, 13:37
frá birgthor
Hugmyndin var einmitt að nota orginal ljósin og mixa ný perustæði en þá þyrftum við að finna okkur breska útgáfu af hægra ljósinu svo bakljósagles sé þeim megin líka.
Re: Rörastuðari og afturljós
Posted: 22.feb 2011, 14:20
frá andrig
á partolnum mínum eru ljósin uppi, fær alveg skoðun með það, er á 40"
Re: Rörastuðari og afturljós
Posted: 22.feb 2011, 19:45
frá birgthor
Ætli við pöntum ekki bara ljós af netinu og tengjum, en er enginn sem veit um myndir af rörastuðurum að aftan á þessa bíla?