Segullokar fyrir pumpusystem í bíl

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Segullokar fyrir pumpusystem í bíl

Postfrá olei » 14.apr 2019, 01:56

Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér segullokum fyrir pumpusystem:
Ein fremur augljós útfærsla er þriggja stöðu loki.
1- lokaður
2- pumpar í dekk
3- hleypir úr dekki

Þriggja stöðu lokar eru algengastir með 5 portum. Þ.e.a.s. þeir eru ætlaðir til að stýra tvívirkum notanda eins og t.d. loft-tjakk. Athugið það að þessir lokar eru svokallaðir servo-lokar. Það þýðir að þegar rafstraumi er hleypt á spóluna (þær eru tvær á 5/3 loka) þá opnar nálin fyrir oggulítið gat sem hleypir lofti út inntakinu undir glíðinn í lokanum og hreyfir hann til. Með öðrum orðum, lokinn notar loftþrýsting til að skipta um stöðu. Það þýðir að hann virkar ekki nema hafa inn á sig loftþrýsting - algengt er að svona lokar virki ekki með loftþýsting undir 25 psi.

Einhversstaðar í myrkviðum Asíu er megafabrikka sem dælir út slíkum lokum í mörgum útfærslum sem fást á Ebay og vafalaust víðar fyrir slikk. Þeir eru vel nothæfir - ég er búinn að vera með svona loka við loftpúða í mörg ár og það hefur ekki verið neitt vesen með þá þó ódýrir séu. Þeir heita AirTac.

Týpan sem hentar fyrir ofangreindar kröfur, 5/3 loki með 1/8" portum og lokaðri miðju heitir 4V130C. Hann hentar ágætlega fyrir 8mm lagnir í bílnum. Stærri útgáfa með 1/4" portum heitir 4V230C. Til að nýta hann þarf líklega 10mm lagnir í bílinn, eða þá að splæsa saman tveimur dekkjum og nota einn svona fyrir bæði ef menn hafa áhuga á því. Mig minnir að verðið sé mjög svipað á þeim. Það er síðan hægt að kaupa stétt undir þessa loka þar sem þeir raðast snyrtilega upp.

Gætið þess að panta 12V útgáfu, þessir eru seldir með spólum fyrir 110, 230V osfv.. sem hentar fremur illa í bíl.
IMG_20190414_014940.jpg
IMG_20190414_014940.jpg (210.8 KiB) Viewed 1693 times
Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Segullokar fyrir pumpusystem í bíl

Postfrá olei » 14.apr 2019, 02:07

Portin á þessum lokum.
P- Þrýstingur inn frá dælu.
A- Notandi - hér fer lögnin út í hjól. Hefur þrjár stöður, hlutlausa staðan lokuð, straumur á sitthvora spóluna dælir úr og í dekkið.
B- Notandi - hér ekki notuð og verður að blinda til að hleypa ekki lofti af kerfinu út þegar hleypt er úr.
R- Afloftun fyrir port A. -hér kemur loftið úr dekkinu út þegar hleypt er úr.
S-Afloftun fyrir port B. - ekki notað.


Jonasj
Innlegg: 71
Skráður: 01.feb 2014, 22:05
Fullt nafn: Jónas Jónatansson
Bíltegund: Willys CJ7

Re: Segullokar fyrir pumpusystem í bíl

Postfrá Jonasj » 14.apr 2019, 22:06

Ég hef verið að nota þessa Airtac til að pumpa í með ágætis árangri. Held að þeir virki ekki vel við lágan þrýsting. Ég setti því aðra loka til að hleypa úr - þeas virka við niður í nánast núll psi.


snowflake
Innlegg: 62
Skráður: 13.feb 2010, 17:33
Fullt nafn: Haraldur Arnarson
Bíltegund: LR Defender 38”

Re: Segullokar fyrir pumpusystem í bíl

Postfrá snowflake » 14.apr 2019, 22:44

Hvaða loka hefur þú notað til að hleypa úr? Ætli það sé ekki hægt að vinna svona þrivirkan loka sem vinnur á lægri þrýsting?
Eins er pæling hvort að svona junit gæti gengið: https://www.ebay.com/itm/NPT-Air-Ride-S ... SwveRbdc2W
Svo er spurning hvort svona mælar virka:https://www.ebay.com/itm/Solar-LCD-Car-TPMS-SP370-Internal-Tire-Pressure-Monitoring-System-with-4-Sensors/283413644968?epid=24027840938&hash=item41fcc506a8:g:PswAAOSwj5BcSVy9


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Segullokar fyrir pumpusystem í bíl

Postfrá olei » 15.apr 2019, 01:57

Jonasj wrote:Ég hef verið að nota þessa Airtac til að pumpa í með ágætis árangri. Held að þeir virki ekki vel við lágan þrýsting. Ég setti því aðra loka til að hleypa úr - þeas virka við niður í nánast núll psi.


Hér er einhver misskilningur á ferðinni - eða eitthvað vesen sem ég hef ekki rekist á. Þrýstingurinn á notandanum (hér, dekkinu) skiptir ekki máli hvað snertir virkni lokans.

Lokarnir þurfa vinnuþrýsting inn á "P" portið - frá dælu til að virka. Ef þeir fá þar inn sirka 30 psi eða meira virka þeir. Þannig þarf að vera loftþrýstingur á kerfinu til að hleypa úr dekkjunum, eingöngu fyrir lokana.

Þessir lokar hleypa úr dekkjum og loftpúðum niður í 0 psi og engin vandræði kringum lágan þrýsting. En það þarf að vera þrýstistýring á dælunni og loftkútur til að nota þá. Þeir eru ekki heppilegir fyrir lausar dælur án þrýstirofa.


Höfundur þráðar
olei
Innlegg: 811
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Segullokar fyrir pumpusystem í bíl

Postfrá olei » 15.apr 2019, 02:21

Ég hafði raunar áhyggjur af því að að lokarnir færu að fíflast eitthvað þegar pumpað er í við lágan þrýsting. Þá náttúrulega fellur þrýstingurinn á kerfinu af því að dælan hefur ekki undan að dæla í öll dekkin í einu og kerfisþrýstingurinn nálgast það sem er í dekkjunum. Þó ég noti nokkuð öfluga Aircondition dælu þá fellur þrýstingurinn hjá mér niður 10 psi eða minna þegar ég er að pumpa upp úr t.d. 3 psi á dekkjunum. Þetta virðist ekki vera vandamál. Þegar ég byrja að pumpa er hærri þrýstingur á kerfinu svo að lokarnir skipta eins og vera ber. Þó svo að þrýstingurinn falli langt niður þá halda lokarnir stöðunni og dæla í dekkin án vandræða.

Ástæðan fyrir því að mér er tíðrætt um að lokarnir þurfi 30 psi er sú að ég er með þrýstiminnkara inn á þá sem er einmitt stilltur á þann þrýsting. Það geri ég af því að ég vil ekki undir nokkrum kringumstæðum fá meira en 30-35psi inn á dekkin - t.d. í því tilviki að ég gleymi mér og skilji við kerfið á pumpun meðan ég lendi á kjaftatörn. Þetta virkar, þrýstingurinn er nægilega hár til að skipta lokunum og nægilega lár til að vernda dekkin fyrir of háum þrýstingi.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur